loading/hle�
(7) Blaðsíða 1 (7) Blaðsíða 1
— 1 — Fyrirsögn um hekl. JpJLekl er nauðsynlegt að kunna, og má hekla ýmsan gagnlegan fatnað bæði með inn- N* lendu og útlendu bandi. Einnig má hekla ýmsa hluti til gagns og prýðis með hvítum eða mislitum tvinna eða „ankergarni“; en svo að kon- ur verði leiknar í hekli er bezt, að þær læri það sem yngstar. Heklunál og tvinni sá eða band, sem ætlað er í hekl, verður að samsvara hvort öðru, svo að heklið verði livorki of laust nje of fast. Nál sú, er heklað er með, er með krók á öðrum enda; henni er haldið í liægri hendi með þumalflngri, vísifingri og löngu- töng, líkt og penna. Þegar lieklað er, má nálin eigi snúastí hendinni, og ber þess að gæta, aðkrókur- inn vitijafnanað þumalfingri, því að þá er auðveldara að hekla. Tvinninn er í vinstri hendi, og honum er haldið með þumalfingri og vísifingri; lionum er brugðið um vísifingur og lagður undir löngutöng, en yfir baugfingur og litlafingur. Optast er hekl byrjaðmeð fit, og má þá hnýta lykkju á tvinnann, stinga heklunálinni i lykkjuna, og draga hana fast að nálinni; þá er tvinnanum brugðið um nálina og hann dreginn gegn um lykkjuna; þannig myndast önnur lykkja á nálinni í stað hinnar fyrri; erþá haldið áfram að hekla, og myndast þá fit, sem má vera löng eða stutt eptirþörfum. Þegarhekl- að er í fit og yfir höfuð í hekl, er nálinni stungið ofan í miðja lykkju og tvinninn dreginn með krókn- um á nálinni gegnum efri hlið hennar. Föst lykkja. Þegar nógu löng fit hefir verið liekluð, verður lykkja eptir á nálinni; þá er far- ið að hekla í fitina, og er nálinni stungið í næst síðustu lykkju, er hekluð var, og undir tvinnann, sem liggur um vísifingur; tvinninn er því næst dreginn með króknum á nálinni gegnum fitjarlykkj- una, og myndast þá önnur lykkja á nálinni; henni er þá aptur stungið undir tvinnanu (eða honum er brugðið um nálina) og hann dreginn gegnum báðar lykkjurnar; þannig hefir myndazt fóst lyJckja. Ein lykkja er nú eptir á nálinni, og er henni þá stung- í næstu fitjarlykkju, tvinninn er dreginn gegnum hana, og því næst gegnum báðar lykkjurnar; þann- ig má lialda áfram eptir vild, og hefir þá mynd- azt ruð af föstum lylckjiini. Þegar heklið er allt rjetthverft, er við enda hverrar umferðar endinn klipptur frá því, dreginn gegnum síðustu lykkju og falinn með nál, en við byrjun hverrar umferð- ar, er endinn falinn á þann hátt, að liann er lagður yfir fyrstu lykkjurnar í umferðinni, sem síðast var hekluð, og heklað yfir hann jafn- framt og byrjað er að hekla næstu umferð. Þetta er og gjört, þá er hekluð er stuðlaröð; en byrji umferðin einnig á loptlykkjum, er endinn, sem byrjað er á, falinn með nál. Hverja umferð á að byrja með því að mynda fyrst lykkju á nál- inni, eins og sagt er fyrir um fitjarlykkju. Eigi lieklið að vera bæði úthverft og rjetthverft. þarf ekki að klippa endann frá því, þar eð þá er snúið við og byrjað á næstu umferð. Þegar lært liefir ver- ið að hekla fit og fasta lykkju, má fara að læra stuðul. Stuðull. Þegar stuðull er heklaður, verður lykkja að vera fyrir á nálinni; tvinnanum er þá brugðið um nálina, henni stungið gegnum eina fitjarlykkjuna og hann dreginn gegnum hana; hafa þá myndazt 2 lykkjur á nálinni og 1 bragð milli þeirra. Þá er tvinnanum aptur brugðið um nálina, og hún dregin gegnum síðari lykkjuna og bragðið; eru þá 2 lykkjur á nálinni; tvinnanum er enn brugðið um nálina og hann dreginn gegn- um þær báðar. Þetta myndar stuðul, og mega stuðlar vera eins og fastar lykkjur, ýmist margir saman, eptir því sem við á, eða einir sjer, en þá eru loptlykkjur heklaðar milli þeirra. Loptlykkja er kölluð lykkja sú, sem hekluð er milli stuðla eða fastra lykkna, og er hún hekluð á sama hátt og fitjarlykkja. í sömu umferð má hekla fastar lykkjur, stuðla og loptlykkjur. Byrji umferðin á föstum lykkjum, er haldið þannig áfram, að heklaðar eru 1, 2 eða fleiri loptlykkjur; því næst eru taldar frá síðustu fóstu iykkju lykkjurnar í síðustu umferð, er hekl- uð var; þær verða margar eða fáar, eptir því sem hekluppdráttur sá, er heklað er eptir, segir til; en þá er þær hafa verið taldar, er nálinni stung- ið í næstu lykkju við síðast talda lykkju, og er hekluð í hana föst lykkja eða stuðull, eptir því sem við á. Hálfur stuðull. Þegar hann er myndaður, verður lykkja að vera fyrir á nálinni; tvinnanum er þá brugðið um nálina; henni er stungið gegn- um eina fitjarlykkjuna, og tvinninn dreginn gegn- um hana; eru þá 2 lykkjur og 1 bragð á nál- inni; tvinninn er þá dreginn bæði gegnum lykkj- urnar og bragðið í senn, og verður þá 1 lykkja eptir á nálinni. Þetta er kallaður hálfur stuðull. Til eru ýmsir fleiri stuðlar, t. a. m. tvíbrugðnir, þríbrugðnir, fjórbrugðnir o. s. frv., eptir því, hversu opt bandinu er brugðið um nálina. Þess ber að gæta, þegar þessir stuðlar eru heklaðir, að þá er nálinni hefir verið stungið gegnum fitjarlykkjuna og tvinninn hefir verið dreginn gegnum hana, er I hann að eins dreginn gegnum lykkju og bragð í senn, unz 2 lykkjur eru eptir á nálinni, og þá er hann dreginn gegnum þær báðar. Þrefaldur stuðull. Stuðul þennan mynda 3 stuðlar, sem eru heklaðir á þann hátt, að fyrsti stuðullinn er einungis heklaður til liálfs þannig, að 2 lykkjur verði eptir á nálinni; þá er tvinn- anum brugðið um nálina og henni stungið í sömu lykkju og áður eða næstu lykkju; þvi næst er tvinnanum brugðið um nálina og dreginn gegn- um lykkjuna og bragðið ; eru þá 3 lykkjur á nál- inni. Enn er tvinnanum brugðið um nálina og henni stungið í sömu lykkju og áður eða næstu lykkju, eptir því hvort einn stuðull er heklaður í hverja lykkju eða allir stuölarnir í sömu lykkj- una; tvinnanum er brugðið um nálina og dreginn gegnum lykkjuna; honum er aptur brugðið um nálina og dreginn gegnum lykkju og bragð; þá verða 4 lykkjur eptir á nálinni, og er þá tvinn- inn dreginn gegnum 3 lykkjur og síðast gegnum 2; einnig má draga tvinnann gegnum hiuar fyr nefndu 4 lykkur í senn. Á þennan hátt má mynda fleiri stuðla saman, og eru þeir þá kallað- irfjórfaldir, fimmfaldir o. s. frv., eptir því, hversu margir stuðlar eru heklaðir saman. Krossstuðlar. Þegar þessir stuðlar eru hekl- aðir, verður lykkja að vera fyrir á nálinni; tvinn- anum er þá brugðið þrisvar um nálina, henni stungið í eina fitjarlykkjuna, og tvinninn dreg- inn gegnum hana; tvinninn er þá dreginn gegn- um lykkju og bragð í senn. Því næst er tvinn- anum brugðið um nálina og henni stungið í aðra eða þriðju lykkju (eða þá lykkju, sem uppdráttur- inn sýnir), talið frá síðustu lykkju, er tekið varí; tvinninn er þá dreginn gegnum lykkjuna, og því næst bæði gegnum lykkju og bragð; þá er tvinn- inn dreginn gegnum 2 lykkjur og 1 bragð í senn ; þá bæði gegnum lykkju og bragð, og síðast gegn- um 2 lykkjur í senn. Hafi 3 lykkjur verið tald- ar milli stuðlanna að neðanverðu, eru lieklaðar 3 loptlykkjur, svo að jafnmargar iykkjur verði að ofanverðu og að neðanverðu í krossstuðlinum. Tvinnanum er þá brugðið um nálina og henni stungið í bragðið og 2 lykkjur í miðjunni, þar sem stuðlarnir mætast; tvinninn er þá dreginn gegn- um þetta þrennt; því næst gegnum lykkju og bragð í senn, og þá gegnum 2 síðustu lykkjur á nál- inni. Þetta allt myndar einn krossstuðul, og þann- ig má halda áfram að hekla krossstuðla hvernvið hliðina á öðrum. En sjeu loptlykkjur heklaðar milli krossstuðla, eru þær fleiri eða færri eptir því sem uppdráttur sá, er heklað er eptir, bendir á. Draglykkja. Lykkja þessi tengir saman 2 lykkjur á hekli á þann hátt, að þá er 1 lykka er á nálinni, er henni stungið í einhverja aðra lykkju á heklinu og tvinninn dreginn gegnum þær báðar. Lykkjulauf. Lauf þessi eru mynduð með mis- mörgum loptlykkjum t. a. m. 4, 5, 6 eða 7; er þá hekluð draglykkja eða föst lykkja í i., 2. eða 3. loptlykku. Ef lieklað er í 2. loptlykkju, er 1 loptlykkja hekluð á eptir, en sje heklað í 3. loptlykkju eru 2 loptlykkjur heklaðar á eptir. Þetta er gjört til þess, að laufin verði á miðjunni og jafnmargar loptlykkjur báðum megin við þau; stundum er og heklað í 1. loptlykkju. Þar eð það yrði of langt mál að skrifa allt, er snertir liekl með fullum stöfum, höfum vjer leyft oss að skammstafa helztu og tíðustu orðin, eins og gjört er í útlendum kennslubókum: aðgr. lesist aðgrein. demr. — demantsreim. drl. draglykkja. flmmf. st. — fimmfaldur stuðull. fitl. — fitjarlykkja. fjórbr. st. — tjórbrugðinn stuðull. fjórf. st. — fiórfaldur stuðull. íi. — föst lykkja. bst. — hálfur stuðull. 1. — lykkja. 11. — loptlykkja. Ubogi — loptlykkjubogi. lykkjul. — lykkjulauf. krst. — krossstuðull. krl. eða kringl. lesist kringla. miðl. lesist miðlykkja. miðst. — miðstuðull. st. — stuðull. tvíbr. st. — tvibrugðinn stuðull. umf. — umferð. uppdr. — uppdráttur. þref. st. — þrefaldur stuðull. þríbr. st. — þríbrugðirm stuðull. 1. uppdráttur. Fitja upp 11 lykkjur; hekla 1 drl. í fyrstu 1. (mynda þannig hring); hekla 3 lykkjul. (5 11. í hverju með 1 fl. í fyrstu 1.), 1 st. í drl., 5 11.; hekla um hringinn 2 þref. st.; aðgr. þá með 3 11.; snú við; * hekla þá 7 11. og um hinar 5 11. í síð- ustu umf. 2 þref. st., en aðgr. þá með 3 11.; snú við. Mynda 3 lykkjul. (5 11. í hverju með 1 fl. í fyrstu 1.). Hekla 1 st. í næsta þref. st. í síðustu umf., 5 11., 2 þref. st. um næstu 7 11.; aðgr. þá með 3 11. Endurtak frá *. Þegar bekkurinn er orð- inn nógu langur, er heklað ofan við hann á víxl 5 11. og 4 st. um hverjar loptl. á jaðrinum. 2. uppdráttur. Fitja upp 12 lykkjur; fest hina síðustu með drl. í fyrstu fitjarlykkju., 3 11.; hekla 1 tvöf. st. (sem verður þref., því hinar 3 fyrstu 11. mynda 1 st.) um hringinn, er myndaður var úr fitjar- lykkjunum, og enn fremur 3 11. og 3 þref. st.;
(1) Band
(2) Band
(3) Saurblað
(4) Saurblað
(5) Blaðsíða [1]
(6) Blaðsíða [2]
(7) Blaðsíða 1
(8) Blaðsíða 2
(9) Blaðsíða 3
(10) Blaðsíða 4
(11) Blaðsíða 5
(12) Blaðsíða 6
(13) Blaðsíða 7
(14) Blaðsíða 8
(15) Blaðsíða 9
(16) Blaðsíða 10
(17) Blaðsíða 11
(18) Blaðsíða 12
(19) Blaðsíða 13
(20) Blaðsíða 14
(21) Blaðsíða 15
(22) Blaðsíða 16
(23) Blaðsíða 17
(24) Blaðsíða 18
(25) Blaðsíða 19
(26) Blaðsíða 20
(27) Mynd
(28) Mynd
(29) Mynd
(30) Mynd
(31) Mynd
(32) Mynd
(33) Mynd
(34) Mynd
(35) Mynd
(36) Mynd
(37) Mynd
(38) Mynd
(39) Mynd
(40) Mynd
(41) Mynd
(42) Mynd
(43) Mynd
(44) Mynd
(45) Mynd
(46) Mynd
(47) Mynd
(48) Mynd
(49) Mynd
(50) Mynd
(51) Mynd
(52) Mynd
(53) Mynd
(54) Mynd
(55) Mynd
(56) Mynd
(57) Mynd
(58) Mynd
(59) Mynd
(60) Mynd
(61) Mynd
(62) Mynd
(63) Mynd
(64) Mynd
(65) Mynd
(66) Mynd
(67) Mynd
(68) Mynd
(69) Mynd
(70) Mynd
(71) Mynd
(72) Mynd
(73) Mynd
(74) Mynd
(75) Mynd
(76) Mynd
(77) Mynd
(78) Mynd
(79) Mynd
(80) Mynd
(81) Mynd
(82) Mynd
(83) Mynd
(84) Mynd
(85) Mynd
(86) Mynd
(87) Band
(88) Band
(89) Kjölur
(90) Framsnið
(91) Kvarði
(92) Litaspjald


Leiðarvísir til að nema ýmsar kvennlegar hannyrðir

Ár
1886
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
88