loading/hleð
(26) Blaðsíða 22 (26) Blaðsíða 22
22 hvernig þorskurinn mundi fara að festa sig í netunum. Ólaf bar þar að, er verið var að tala um þetta, og var hann spurður að þessu, sem reyndur formaður; er svo sagt að honum hafi þótt þetta kynleg spurning, og svaraði: „Jeg veit það ekki, jeg hef altlrei þorskur verið“. Maður- inn brosti, en Ólafur gekk aptur til smíða sinna. Eins og öllum skynsönmm og fordildnrlausum mönn- um, var Olafi lítið gefið um oflátunga, einkum þá er voru af lágum stigum, og fyrir skömmu höfðu verið i vesæl- dómi. Einn slíkur birtist nokkru sinni í mannahópi á Skipa- skaga, þá er Olafur var þar; hafði sá nýlega verið tekinn úr fátækt, og var farinn að mannast hcldur hjá liöfðingja þeim, erþað hafði gjört; hann hafði nú því líkast fas og snið á sjer, innan um sveitunga sína og kunningja, sem lionum þælti þeir lágir hjá sjer, enda var og fallegri bún- ingur hans, en þeirra, er liann var i góðri klseðistreyu með glæsilegum hnöppum í; en faðir hans var þá nýdá- inn úr vesæld, og hafði aldrei eignast mcira skartfat, en mórauða prjónúlpn. Eitt sinn er hann Ijet sem mest, vatt Olafur sjer að manninum, sem hann þó þekkti vel, spyr hann að heiti, skoðar siðan nákvæmlega treyu hans og segir: „þessa hafið þjer víst erft, eptir hann föður yðar heitinn". Maður nokkur sem talinn var i heldri röð, kom að Kúlu- dálsá er Olafur var i önnum að þurka hcy, og krafðist fýlgdar út að Innrahólmi. Ölafi þótti slíkt einginþörf; þvi maðurinn liafði farið þann veg svo að segja dögum optar, og þar að auki lá vcgurinn um hlíð nokkra, þar sem fjall cr á aðra liönd, en fjörður á hiua, cn kvaðst þó skyldi segja honuin til vegarins, ef hann þættist honum ókunn- ug'ur: „það á ekki að riða út í sjóinn“, segir Ólafur, „og ekki hcldur upp á fjállið*. — Annar kom til lians og ætlaði


Æfiminning Ólafs Pjeturssonar dannebrogsmanns.

Höfundur
Ár
1854
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Æfiminning Ólafs Pjeturssonar dannebrogsmanns.
http://baekur.is/bok/fcf1cb49-45d3-4dd3-a6da-bede40bb9d4d

Tengja á þessa síðu: (26) Blaðsíða 22
http://baekur.is/bok/fcf1cb49-45d3-4dd3-a6da-bede40bb9d4d/0/26

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.