loading/hleð
(10) Blaðsíða 10 (10) Blaðsíða 10
Þegar grasrótin svarar Guðs köllun „Þér munuð þekkja sannleikann og sannleik- urinn mun gjöra yður frjálsa“ (Jóhannes 8;32. Yfirskrift Fríkirkjunnar, tímarits sem Lárus Halldórsson fyrsti prestur Fríkirkjunnar gaf út í þrjú og hálft ár um aldamótin 1900) Efni þessa hátíðarrits er helgað 100 ára afmæli Frí- kirkjunnar í Reykjavík. Trúfélagið var stofnað árið 1899 og er því í dag á sínu 105. starfsári og Fríkirkju- byggingin við tjörnina í hjarta Reykjavíkur á sitt ald- ar afmæli á því ári sem nú er að líða. Ennfremur er ritið helgað þeirri gífurlegu fjölgun félaga og því mikla endurnýjunarstarfi sem átt hefur sér stað innan Fríkirkjunnar undanfarin ár. Einstök kirkjusöguleg tímamót. Stofnun Fríkirkjunnar í lok 19. aldar og kröftug starfsemi hennar alla 20. öldina markar sannarlega tímamót í íslenskri kirkjusögu. Sögulega séð er ekki svo ýkja langt síðan að frjálsum trúfélögum var fyrst leyft að starfá hér á landi. Það er tiltölulega stutt síð- an að landsmenn höfðu ekkert val hvað trúmál varð- ar. Þeir voru allir sem einn skyldugir lögum sam- kvæmt til að tilheyra einni danskri og síðan íslenskri ríkiskirkjustofnun. Á tímabili giltu meira að segja lög um það hversu oft menn ættu að mæta til kirkju og þannig tilkynna sig frammi fyrir veraldlegum valdhöf- um, sem sátu innst í kirkju, og fyrir presti. Trúarleg vakning. Það sem er hvað mikilvægast við stofnun Fríkirkj- unnar er að hún var mjög augljóslega stofnuð sam- kvæmt Guðs köllun og Guðs vilja til að mæta brýnni samfélagslegri og trúarlegri þörf. Og nú í dag meira en öld síðar er Guðs vilji jafn skýr og þörfin orðin enn brýnni. Nýliðin öld vitnar augljóslega um stöðugt undanhald ríkiskirkna og það svo mjög að þar sem þær eru enn til staðar þora starfsmenn þeirra ekki að nefna þær réttu nafni. Þær eru víða taldar hamla og jafnvel skaða eðlilega þróun hins kristna anda í samfélaginu. Trúfélagið Fríkirkjan í Reykjavík byggir nákvæm- lega á þeim sama trúargrunni og íslenska þjóðin hef- ur byggt á og játað um aldir. Það er að segja á hinum kristna evangelíska lúterska játningargrunni. Það sem er hvað mikilvægast við stofnun Fríkirkjunnar er að hún var mjög augljóslega stofnuð sam- kvæmt Guðs köllun og Guðs vilja til að mæta brýnni samfélagslegri og trúarlegri þörf. Og nú í dag meira en öld síðar er Guðs vilji jafn skýr og þörfin orðin enn brýnni. Fyrrverandi borgarstjóri Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir sagði í sínu hátíðarávarpi: „Einlæg trúarleg vakning var því ein helsta undirrót stofnunar safnað- arins“. Fríkirkjan varð til við trúarlega vakningu íslenskra fjölskyldna sem mynduðu trúverðuga kirkju í anda frelsis, lýðræðis og jafnaðar. Þrátt fyrir mikla og langvarandi einokun ríkis- kirkjustofnunarinnar þá kaus heilagur andi að starfa og opinberast í grasrótinni á meðal fólksins. Hún var hvort tveggja í senn siðbót og trúarleg vakning ís- lensks alþýðufólks; iðnaðar og verkamanna sem og bænda og sjómanna sem voru að flytja hingað á suð- vestur hornið. Menn töldu að ríkiskirkjan væri föst í viðjum úr- elts embættismannakerfís og væri sem steinrunnin arfleifð frá löngu liðinni tíð. Þessi úrelta umgjörð hindraði einlæga og lifandi kristni í því að móta og Ávarp Frfkirkjuprests bæta líf manna með skapandi hætti í nútímalegu sam- félagi. En Fríkirkjuvakningin var ekki í anda þeirrar heit- trúarstefnu sem fól í sér dómhörku og aðgreiningu og víða mátti finna erlendis. Þetta var íslensk vakning og þó svo að eldhugar hafi verið í fararbroddi á upp- hafsárum þá var vakningin án öfga eða ofstækis. Fólk vildi losna undan doða og deyfð ríkiskirkjustofnunar- innar og gera umgjörð trúmála á landinu trúverðuga í anda frelsis, lýðræðis og jafnaðar. Helsta tónlistarhús landsins. Bygging Fríkirkjunnar við Tjörnina vitnar sterkt um stórhug og þann sköpunarkraft sem einkenndi vakninguna. í áratugi var hún stærsta guðshús lands- ins og er enn í dag með þeim allra stærstu. Fríkirkjan í Reykjavík var í áratugi hvort tveggja í senn miðstöð kirkjutónlistar í höfuðstaðnum og helsta tónlistarhús landsins. Það er í raun óskiljanlegt að í dag á aldarafmæli Frí- kirkjunnar skuli ríkiskirkjustofnunin koma í veg fyrir Pétur Pétursson, prófessor við Guðfræðideild r Háskóla Islands. „Upphaf Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík er einn merkilegasti atburður í kirkjusögu íslands á 20. öld. Hér hefur verið bent á að til hans var stofnað af alþýðu manna með iðnaðarmenn í far- arbroddi. Stofnun hans var að vissu leyti liður í sjálfstæðisbaráttu íslendinga og þróun í átt til lýð- ræðis. Sé samhengið í kirkjusögunni skoðað nán- ar má greina áhrif fríkirkjuhreyfingarinnar á lýð- ræðisþróun innan þjóðkirkjunnar með stofnun kirkjuráðs árið 1931 og kirkjuþings 1957. Áhrif þessarar hreyflngar í kirkjusögu þeirrar aldar sem nú er senn á enda eru meiri en menn hafa gert sér grein fýrir". Pétur Pétursson, prófessor við Guðfræðideild Háskóla íslands. „Vér undirskrifaðir“, Ritröð Guðfræðistofnunar, 14.2000. og hindra að fjármagni sé veitt til varðveislu og við- halds þessa guðsmusteris við Tjörnina sem hefur ver- ið kennileiti miðborgarinnar og hluti af fágurri ásýnd hennar í heila öld. í dag þjónar Fríkirkjan við Tjörnina mörgum þús- undum íslendinga á ári hverju og sá fjöldi fer vaxandi. Hluti af sjálfstæðisbaráttu landsmanna. Fríkirkjusöfnuðurinn var og er enn í dag kristin grasrótarhreyfing sprottin úr íslenskum jarðvegi. Umgjörð trúfélagsins er í takt við kröfur nútíma þjóðfélags það er að segja óháð ríki og einnig óháð landfræðilegum sóknarmörkum. ( ávarpi Forseta íslands segir réttilega:“Fríkirkjan var með í sveit þeirra brautryðjenda sem sköpuðu hið nýja Island, færðu þjóðinni skilning, metnað og getu sem dugðu henni vel til sjálfsstjórnar og full- veldis." Stofnun Fríkirkjunnar var vissulega þétt samofin sjálfstæðisbaráttu íslendinga og þá um leið þeirri lýð- ræðisvakningu sem átti sér stað hér á landi um alda- mótin 1900. Lárus Halldórsson fyrsti prestur Frí- kirkjunnar hafði á yngri árum verið einn ötulasti bar- áttumaður gegn dönskum yfirráðum á fslandi og gekk þá mjög vasklega fram. Kosningaréttur sóknar- fólks og réttur þess til að velja sinn eigin prest var mikið réttlætismál og var eitt af því sem var sett á oddinn í sjálfstæðisbaráttunni. En í þá daga voru prestar ríkiskirkjunnar settir í embætti með dönsku veitingavaldi og biskup íslands var konunglegur emb- ættismaður. Enn í dag 100 árum síðar lýtur ríkiskirkjan utanað- komandi valdi. Starfsmenn hennar eru á framfærslu ríkisins, og biskup er ríkisstarfsmaður skipaður af forseta lýðveldisins. Og með lögum sem sett voru árið 1987 voru réttindi almenns safnaðarfólks til að velja sér prest aftur takmörkuð. Stofnun Fríkirkjunnar var vissulega r þétt samofm sjálfstæðisbaráttu Is- lendinga og þá um leið þeirri lýð- ræðisvakningu sem átti sér stað hér á landi um aldamótin 1900. Kosningaréttur sóknarfólks og rétt- ur þess til að velja sinn eigin prest var mikið réttlætismál og var eitt af því sem var sett á oddinn í sjálf- stæðisbaráttunni. Umburðarlyndi og víðsýni I trúarlegri boðun sem og í safnaðarstarfi hefur verið leitast við að hafa víðsýni, umburðarlyndi og mannréttindi að leiðarljósi. Þar er ekki átt við þá víð- sýni eða það umburðarlyndi sem leiðir til afstæðis- hyggju eða óstöðugleika. Þvert á móti er átt við þá víðsýni og það umburðarlyndi sem er rækilega grundvallað á Guðs orði og boðun Jesú Krists og leiðir af lifándi trú á þann Guð sem er stöðugt að skapa og er umhugað um sköpun sína. Ymis dæmi má nefna í þessu sambandi svo sem ötula baráttu Fríkirkjuprestsins sr. Ólafs Ólafssonar fýrir kvenréttindum á íslandi á fýrrihluta síðustu ald- ar. Þegar konur fengu loks kosningarétt á íslandi árið 1915 þakkaði Bríet Bjarnhéðinsdóttir sr. Ólafi Ólafs- syni Fríkirkjupresti sérstaklega hans mikla brautryðj- anda starf og vinnu í þágu kvenréttinda hreyfingar- innar. Kirkjusögulegt einsdæmi. Predikanir sr. Haralds Níelssonar prófessors í Frí- kirkjunni frá 1914 - 1928 eru einnig dæmi um sér- stöðu og víðsýni Fríkirkjunnar.Vegna þess að trúar- legur eldmóður guðfræðiprófessorsins var ekki í samræmi við það sem ýmsir embættismenn innan ríkiskirkjustofnunarinnar töldu sig vita um eilífðar- málin og hina óræðu andaheima þá fann prófessor Haraldur að Fríkirkjan í Reykjavík var sá eini opni vettvangur þar sem hann gat predikað óhindrað og í því skapandi umhverfi sem var í anda hans sköpunar- guðfræði. Gífurleg aðsókn var að þeim Frí- kirkjuguðsþjónustum og reyndar svo mjög að gefa varð út sérstaka aðgöngumiða að guðsþjónustunum því margir urðu frá að hverfa þó svo að kirkjan tæki mörg hundruð manns í sæti. Það er einsdæmi i ís- lenskri kirkjusögu. Fróðir menn hafa bent á að ef Frí- kirkjusafnaðarins hefði ekki notið við á þeim tíma sem merkisberi trúfrelsis, samviskufrelsis í anda sið- bótarinnar, þá hefði hugsanlega orðið stór klofning- ur innan sjálfrar ríkiskirkjunnar. Helmingur íbúa Reykjavíkur í Fríkirkjunni! — en þá var sett lítil auglýsing Á fýrri hluta síðustu aldar tilheyrði Fríkirkjunni um það bil helmingur íbúa Reykjavíkur. Starfsálagið á þeim prestum sem hvað lengst þjónuðu söfnuðinum þeim Ólafi Ólafssyni, Árna Sigurðssyni og Þorsteini Björnssyni var gífurlegt. En síðar, á seinni hluta aldarinnar fór skráðum fé- lögum í Fríkirkjunni í Reykjavík að fækka smátt og smátt. Fólk sem hafði tilheyrt söfnuðinum allt frá fæðingu og verið virkt í starfsemi hans var skyndilega og án vitundar ekki lengur á skrá Fríkirkjunnar. Og það var ekki nóg með að það hafi verið tekið af skrá síns trúfélags heldur var það komið á skrá hjá öðru 10 Fríkirkjan í Reykjavík


Fríkirkjan í Reykjavík

Ár
2004
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Fríkirkjan í Reykjavík
http://baekur.is/bok/f4b3a6a4-737c-4f5c-8fd7-3a4f60be73d8

Tengja á þessa síðu: (10) Blaðsíða 10
http://baekur.is/bok/f4b3a6a4-737c-4f5c-8fd7-3a4f60be73d8/0/10

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.