loading/hleð
(16) Page 16 (16) Page 16
Drottningin við Reykjavíkurtjörn Margar íslenzkar kirkjur eru vel í sveit settar, en engar betur en Fríkirkjan við Reykjavík- urtjörn, Matthíasarkirkja á Akureyri, Ingj- aldshólskirkja á Hellissandi og Víkurkirkja í Mýrdal, að öðrum ólöstuðum. Þegar Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík var stofnaður á haustdögum 1899 var það að sjálfsögðu eitt fyrsta verkefnið að huga að kirkju- byggingu. I fyrstu var ætlunin að byggja kirkju á Skólavörðuhæð, en horflð var frá því sakir þess, að hún yrði þá óþægilega langt frá meginbyggð bæjarins. Var síðan ákveðið að kaupa lóð af Oddfellow-regl- unni viðTjörnina, úr erfðafestulandi J.Jónassen á Ut- suðurvelli. Lóðarverðið var 600 krónur og kaupin voru gerð árið 1901. Hinn 22. febrúar 1904 var hún vígð af sr. Ólafi Ólafssyni, Fríkirkjupresti.YfÍrsmiður var Sigvaldi Bjarnason, snikkari. Hún var byggð af timbri, en ekki reyndist auðvelt að koma því á stað- inn.því að næstu lóðareigendur, norðan megin.þver- neituðu um leyfi til þess að byggja mætti staurabrú í fjöruborði Tjarnarinnar, neðan við lóð þeirra, sem nota mætti við flutningana, enda yrði hún síðan rifin. Varð því að flytja alla kirkjuviði að vetri til upp fyrir byggð í Skólavörðuhæðinni og renna þeim síðan á svellum niður að byggingarstaðnum. Stærð þessa fyrsta áfanga kirkjunnar er sem nemur fjórum frem- stu gluggum hennar (20 álnir). Miðkirkjan byggð eftir teikningum Rögnvaldar Olafssonar Hinn 17. desember 1904 samþykkti aðalfundur að stækka Fríkirkjuna um 15 álnir og bættist þá við miðhluti hennar, þar sem nú eru þrír aftari gluggarn- ir. Rögnvaldur Ólafsson,arkitekt,gerði alla uppdrætti að stækkuninni, en „Jóhannes Jóhannesson snikkari tók að sér smíðið og var sjálfur yfirsmiður", segir sr. Ólafur Ólafsson í 25 ára Minningarriti safnaðarins árið 1924. Þá var jafnframt smíðað og sett upp vand- að pípuorgel. Það er enn að miklu leyti til og er því elsta heillega pípukirkjuorgelið hérlendis. Árið áður mun sams konar orgel hafa verið smíðað fyrir Dóm- kirkjuna, en það mun vera að mestu leyti týnt. Frí- kirkjuorgelið gamla er því hinn merkasti gripur og myndi sóma sér vel t.d. í Tónlistarhöllinni nýju, að loknum endurbótum og lagfæringum. Safnaðar- stjórnin hefur stundum leitað eftir stuðningi stjórn- valda til að gera því nokkuð til góða, en þau hafa alltaf daufheyrzt við þeim óskum. Sr. Ólafur vígði kirkjuna á nýjan leik hinn 12. nóvember 1905. Síðasti áfanginn 1924: Kór byggður og hvelfing reist. Nýtt orgel Um það bil tveim áratugum síðar var enn hafizt handa. Var þá byggður kór við eystri gaflvegg henn- ar, hvelfing gerð í lofti kirkjuskipsins og fleiri endur- bætur gerðar. Allt var það verk unnið að fyrirlagi Einars Erlendssonar, arkitekts, en Sigurður Halldórs- son var snikkari. Á þessum árum var nýtt kirkjuorg- el smíðað í Þýzkalandi að fyrirsögn Páls ísólfssonar, organista, og sett upp í Fríkirkjunni.Var hann þá jafn- framt ráðinn organisti. Er tilkoma þess talin hafa ráð- ið miklu um það að hann staðfestist hér á landi, eft- ir nám sitt ytra. Orgelið var og mun vera nær ein- stakt í sinni röð, að kunnáttumenn segja. Fyrir skömmu voru 75 ár liðin frá uppsetningu þess. í Minningarriti sr. Ólafs er byggingaráföngunum skipt í I. kirkju, 2. kirkju og 3. kirkju. Undirrituðum finnst byggingarform Fríkirkjunnar vera hefðbundið íslenzkt sveitakirkjuform, hún er yfrið stór sem slík og nauðalík Dómkirkjunni að flestri gerð. Það er ekki að undra, um aðrar fyrirmyndir var tæpast að ræða. Þó er sá munur áberandi, að kirkjuloftið í Dómkirkjunni er flatt. Þannig mun það líka hafa ver- ið í Fríkirkjunni, en árið 1924 var því breytt í hvelf- ingu. Stórfelldar endurbætur á Fríkirkjunni árin 1998 og 1999 Þegar leið að aldarafmæli safnaðarins í nóvember 1999 var ákveðið að ráðast í löngu tímabærar end- urbætur á kirkjunni. Talsverðar viðgerðir á henni höfðu þó farið fram á henni árin á undan. Þannig hafði til dæmis nýtt bárujárn verið sett á hana alla og það málað, einangrun lögð í gólf og veggi og fleira gert henni til góða. Studdi Kirkjubyggingarsjóður borgarinnar það að nokkru. En á haustdögum 1999 var talið nauðsynlegt að ráðast í stórfelldar endur- bætur. Var það gert undir yfirstjórn Stefáns Arnar Stefánssonar, arkitekts og byggingardeildar Borgar- verkfræðings, með fullu samþykki og í prýðilegu samstarfi við Húsafriðunarnefnd ríkisins, endan kirkjan alfriðað hús.Tókst sú framkvæmd öll eins og bezt varð á kosið.Vinna við endurbæturnar hófst í september 1998 og stóð með jólahléi fram í marz 1999. Fólust þær einkum í því, að skipt var um gólf, smíðaðir nýir kirkjubekkir eftir teikningum Péturs B. Lútherssonar, húsgagnaarkitekts, kirkjan öll máluð á ný (að innan) og nýtt raflagna- og hljóðkerfi sett í hana, hannað af Stefáni Guðjohnsen, tæknifræðingi. Þá voru gólf og veggir einangraðir á ný. Að öllum þessum gagngeru endurbótum loknum var hún eins og „þegar amma var ung“, svo glæsileg var hún eins og í skartklæðum sínum, sem eru í öllum aðalatrið- um í samræmi við upphaflega tign hennar. Með þeim tók kirkjan stakkaskiptum. Þær kostuðu um 30 millj- ónir króna og þótti sá kostnaður hóflegur. Söfnuð- urinn lagði fram 15 milljónir króna til verksins og fékkst það fé með sölu á prestsbústaðnum að Garðastræti 36. Borgarstjórn Reykjavíkur lagði fram 15 milljónir króna úr Borgarsjóði og leit söfnuður- inn á það framlag sem sérstaka viðurkenningu fyrir starf kirkjunnar í þágu borgarbúa um 100 ára skeið. Fríkirkjan er Borgarkirkja Fríkirkjan er Borgarkirkja en ekki ríkiskirkja og þess vegna nátengd Reykjavíkurborg og borgar- stjórninni. Borgaryfirvöld hafa í verki sýnt skilning sinn á því með ýmsu móti á seinni árum. Þannig féllst Orkuveita Reykjavíkur á það að koma upp flóðlýs- ingu við kirkjuna á miðjum síðasta áratug og um svipað leyti gekkst Gatnamálastjórinn í Reykjavík fyrir löngu tímabærum úrbótum á gangstétt og gatnagerð framan við kirkjuna. Þar áður hafði feng- izt nokkur styrkur úr Kirkjubyggingarsjóði borgar- innar til byggingaframkvæmda við Safnaðarheimilið. Fríkirkjufólk er vissulega þakklátt borgaryfirvöldum fyrir vinsemd þeirra og stuðning, enda er kirkjan mikilvæg fyrir borgarmyndina og borgarsamfélagið. ( reynd hefur það einnig sýnt sig, að hún getur ekki leitað til neinna annarra stjórnvalda en borgarstjórn- ar um skilning og stuðning, þegar á þarf að halda. Eindregin samstaða var um allar þessar fram- kvæmdir meðal Fríkirkjufólks og það fagnaði sam- huga, þegar þær voru í höfn, svo vel sem tókst til. Glæsilegt safnaðarheimili og falleg kapella Þegar ráðist var í þær miklu framkvæmdir, á árun- um 1998 og 1999, sem hér hefur verið sagt frá, voru örfá ár liðin frá því að söfnuðurinn byggði og tók í notkun glæsilegt safnaðarheimili að Laufásvegi 13 í Reykjavík. Það hafði sárlega skort um margra ára- tuga skeið, en var reist af miklum krafti snemma á síðasta áratug. Þar er meðal annars að finna mjög fal- lega kapellu, sem ekki var unnt að ganga endanlega frá fyrr en síðla árs 1999, að hún var vígð af Frí- kirkjuprestinum sr. Hirti Magnajóhannssyni.hinn 28. nóvember. Nokkru áður hafði hann afhelgað kapell- una í prestsbústaðnum að Garðastræti 36, sem mun hafa verið tekin í notkun um svipað leyti og húsið sjálft, árið 1936. Ekki er vitað til að Dómkirkjusöfn- uðurinn hafi átt sér kapellu, fyrir minni helgiathafnir, og þess vegna er Ijóst, að Fríkirkjukapellan er elsta lúterska kapellan í Reykjavík. Innanstokksmunir úr gömlu kapellunni eru í öruggri geymslu, aðrir en 16 Fríkirkjan í Reykjavík


Fríkirkjan í Reykjavík

Year
2004
Language
Icelandic
Pages
32


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Fríkirkjan í Reykjavík
http://baekur.is/bok/f4b3a6a4-737c-4f5c-8fd7-3a4f60be73d8

Link to this page: (16) Page 16
http://baekur.is/bok/f4b3a6a4-737c-4f5c-8fd7-3a4f60be73d8/0/16

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.