loading/hleð
(21) Blaðsíða 21 (21) Blaðsíða 21
Úr fjárlögum fyrir árið 2005 Þjóðkirkjan Öll önnur trúfélög til samans Almennur rekstur (og stofnkostnaður) 1.283.400.000 Almennur rekstur 0 Kirkjumálastjóður 167.800.000 Kirkjumálastjóður 0 Kristnisjóður 69.500.000 Kristnisjóður 0 Sóknargjöld 1.485.000.000 Sóknargjöld 151.000.000 Jöfnunarsjóður sókna 274.700.000 Jöfnunarsjóður sókna 0 Alls kr. 3.280.400.000 Alls kr. 151.000.000 aðskilnað á milli ríkis og kirkju og vill ekki neitt hafa að gera með svona mismunun að hætti miðaldakirkj- unnar. Kannski verður það þá bara biskupinn einn ásamt prestum stofnunarinnar sem þá fá að koma í þjóðarhelgidóminn. Þjóðkirkjan útilokar Fríkirkjan í Reykjavík hefur bæði sótt um í Jöfnun- arsjóð sókna og Kristnisjóð. En þjóðkirkjustofnunin hafnaði umsóknunum þar sem hún taldi Fríkirkjuna ekki „þjóðkirkjusöfnuð. “ Biskup íslands svarar ekki erindum Fríkirkjunnar þar sem bent er á ranglætið. Með slíkri höfnun skilgreinir þjóðkirkjustofnunin tilveru sína og stöðu gagnvart öðrum trúfélögum, fyrst og fremst út frá tengslum stofnunarinnar við ríkið en ekki út frá þeirri sameiginlegu trú sem ger- ir kirkju að sannri kirkju. Tilraunir þjóðkirkjustofnunarinnar til að réttlæta mismuninn miðast flestallar við það að tengja þjóð- kirkjuna og ríkislaunaða starfsmenn hennar við ríki og þjóð með sérstökum hætti. Þannig að henni er skapað hlutverk umfram aðra, sem dæmigerðri ríkis- stofnun.Vísað er í óljósar borgaralegar og þjóðern- islegar skyldur sem talsmenn þjóðkirkjunnar telja hana gegna umfram önnur trúfélög en hafa ósköp lít- ið með kristna trú að gera. Þjóðkirkjumenn hafa bent á að þeir axli ábyrgð og skyldur umfram aðra. En þar er í raun verið að gera afleiðingu að orsök. Vissulega fylgja því einhver ábyrgð og skyldur að fá 1,8 milljarða króna árlega frá ríki til ráðstöfunar umfram sóknargjöld. Það gefur augaleið og það þarf ekki þjóðkirkjuna til, hver sá sem fær slíkar upphæðir til ráðstöfunar hlýtur að axla einhverja ábyrgð. Ekki alls fyrir löngu var nýr vígslubiskup settur í embætti innan „þjóðkirkju-trúfélagsins“. Það var háttvirtur kirkjumálaráðherra sem samkvæmt lögum ákvað hver fengi það, eitt æðsta embætti þjóðkirkj- unnar. Þar var ríkisvaldið með mjög afgerandi hætti að ákvarða um innri málefni eins tiltekins trúfélags. Var þar á ferðinni valdníðsla ríkisins gagnvart einu trúfélagi? Nei, alls ekki. Þar var eitt tiltekið trúfélag, þjóðkirkjustofnunin, ótilneydd og af frjálsum vilja að kalla yfir sig ríkisstjórnun. Þrátt fyrir að kirkjumálaráðherra hafi áður gert um það tillögu að prestar yrðu ekki skipaðir af ráð- herra heldur af fulltrúum kirkjustofnunarinnar, þá var þeirri tillögu hafnað af prestastefnu. Þannig að þjóð- kirkjan sjálf kaus að lúta valdi ríkisins í sínum innri málum. Sú afstaða ein og sér er yfirlýsing þjóðkirkj- unnar sjálfrar um að hún er Ríkiskirkja. Sérskipaðir einkaerfingjar Krists Núverandi fyrirkomulag setur presta þjóðkirkj- unnar og starfsmenn biskupsstofu í einkar ótrúverð- uga stöðu. Samkvæmt samningi milli ríkis og kirkju eru laun þeirra greiðsla ríkisins fyrir kirkjujarðirnar, þ.e.a.s. eigur kristinnar kirkju á íslandi. Prestar þjóðkirkjunn- ar og starfsmenn biskupsstofu eru sem sagt einir og sér að taka út kirkjusögulegan arf allra kristinna for- mæðra og forfeðra. Hér vakna stórar spurningar svo sem; hvað er kirkja og hver er hinn kirkjulegi arfur, hvernig og hvenær varð hann til? Hætt er við að sá skilningur sem liggur að baki nú- gildandi fyrirkomulagi eigi lítið skylt við hina upp- runalegu lýðræðissiðbót Lúters. Heldur miklu frekar sé hann sprottinn úr hinum stofnunarvædda kristin- dómi miðalda. Það er sú umgjörð trúarinnar sem vesturlönd hafa fyrir löngu hafnað. Það er sú um- gjörð sem mengar og spillir þeim jarðvegi sem kristnum mönnum er annars ætlað að yrkja og rækta. Dr. Hjalti Hugason, úr eríndi sem fiutt var á prestastefnu 1996. Hann er nú prófessor við Guðfræðideild H.í. „íslensk þjóðkirkja hefur því ef til vill aldrei ver- ið annað en lögfræðilega séð uppmýkt form af ríkiskirkju. Hugarfar ríkiskirkjunnar hefur aftur á móti líklega aldrei vikið fyrir ekta þjóðkirkjuhug- arfari“ „Spurningin er ekki hvort samband ríkis og kirkju rofni heldur hversu hratt og hvernig þau rakna. Kirkjan verður því að ákveða hvernig hún vill bera sig að í náinni framtíð.Vill hún halda fast í óbreytt ástand eða jafnvel reyna að hverfa aftur til fortíðarinnar?Vill hún vera „passív" og ef til vill láta kasta sér út? Eða vill hún taka þátt í umræð- unni, setja sjálf fram skilnaðarskrána, skapa sér nýja hugmyndafræði og nýja stöðu, þróast ef vel tekst til í takt við samfélagið til nýrrar aldar?“ Fólkið er Kirkjan - allir eru erfingjar (Galatabréf 3. kafli v.26-29) Sögulega séð er alls ekki svo ýkja langt síðan allir íslendingar voru skyldugir samkvæmt lögum til að játa kristna trú og gjalda kirkjustofnuninni háan skatt. Sá skattur var oft hróplega ranglátur en samt sem áður var hann miskunnarlaust innheimtur af kirkju- stofnuninni, kirkjulögum samkvæmt. Og viðurlög gátu verið grimmileg. Nú er það grundvallaratriði í evangelísk-lútersk- um kirkjuskilningi að fólkið sjálft er kirkjan. Kirkjan er ekki stofnun páfa eða kardínála, ekki embættis- mannastétt presta eða biskupa heldur er kirkjan all- ur óbreyttur almenningur sem játar trú á Jesú Krist samkvæmt kristinni trúarhefð. Það sem blasir við því fólki sem hefur lifað og starfað undir formerkjum evangelísk-lúterskra frí- kirkna (fríkirkjufólk í meira en 100 ár) og annarra kristinna trúfélaga er í raun fáránleg mynd. Starfsmenn þjóðkirkjunnar hafa tekið það að sér að taka út þeirra kirkjulega arf fyrir þeirra hönd án þess að spyrja leyfis eða leita samþykkis. Spyrja mætti hvað hafa þessir 160 prestar og starfsmenn biskups til unnið? Er það dyggðugt líferni þeirra sem hefur skapað þeim sérstöðu umfram aðra og gert þá að eins kon- ar dýrlingum, að kaþólskum sið? Hafa formæður þeirra og forfeður greitt hærri skatta en annað fólk til kirkjustofnunarinnar í aldanna rás? Langamma þess sem þessar línur ritar starfaði fyr- ir kirkjuna sína í þrjátíu ár. Hún var fátæk fimm barna móðir. Hún annaðist þrif og kirkjuvörslu í Fríkirkj- unni í Reykjavík og bjó mörg árin í köldum kjöllurum í Þingholtunum. Hún var Fríkirkjukona í hug og hjar- ta og helgaði Fríkirkjunni starfskrafta sína. Þó var það svo að trúfélagsskattur afkomenda hennar var fyrir tilstuðlan yfirvalda kirkju og ríkis lát- inn renna til ríkiskirkjunnar að þeim forspurðum. Og nú þegar Biskup íslands lýsir því yfir að nú sé svo til alveg skilið á milli ríkis og kirkju, þá kemur í Ijós að Fríkirkjan telst ekki verðugur erfingi hins kirkjusögu- lega arfs. Ekki heldur hvítasunnumenn, aðventistar eða öll hin kristnu trúfélögin. Hvaða biskupsstarfsmaður eða þjóðkirkjuprestur skyldi nú vera að taka út kirkjusögulegan arf langöm- mu minnar og hennar afkomenda? Skyldi það vera einhver þjóðkirkjuprestur hér í Reykjavík eða í Kópavogi eða jafnvel einhvers staðar úti á landi? Fyrst ríkið telur ástæðu til að greiða út hinn kirkjusögulega arf kristinna formæðra og forfeðra þá skiptir það öllu máli að hann verði ekki notaður til að mismuna eða viðhalda samfélagslegu ranglæti. Heldur að hann verði til að stuðla að jafnræði og lýðræðislegri starfsemi. Ranglæti hverfur ekki með þögninni Hér á landi er ríkiskirkja sem nýtur mikilla forrétt- inda umfram önnur trúfélög. Það leiðir augljóslega til neikvæðrar mismununar og trúfélagafrelsi er vissuleg takmarkað. Það er skiljanlegt að í tilraun þjóðkirkjustjórnar- innar til að breyta ímynd sinni og laga hana að því lýðræðissamfélagi sem við hrærumst í sé það við- kvæmt mál að tala um ríkiskirkju. Ríkiskirkjur hafa verið á hröðu undanhaldi í áratugi og teljast víðast hvar sögulegir steingervingar því að þær hamla og takmarka lýðræðislegan vöxt kristinna safnaða sem og annarra trúfélaga. En það gengur ekki í nútímasamfélagi að banna eða afskrifa orð eða hugtök í íslensku máli. Það dug- ar skammt að taka orð sem lýsa daglegum reynslu- heimi lifandi fólks, stoppa þau upp og tylla á arinhillu sögulegra minja og segja að þau tilheyri einhverju af- mörkuðu og löngu liðnu tímabili sögunnar, fjarri nú- tíð. Og það einungis vegna þess að þau eru óþægileg eða henta ekki í þeirri sögutúlkun sem biskupsstofa vill halda á lofti. Sá veruleiki sem umrætt orð, ríkis- kirkja, lýsir er enn til staðar og þeim veruleika verð- ur ekki betur lýst með öðrum orðum. Ranglætið er til staðar og það hverfur ekki með þögninni. Það þýðir ekki að fara í felur eða stinga höfðinu í sandinn og láta sem ekkert sé. Hjörtur Magni Jóhannsson Fríkirkjan í Reykjavík 21


Fríkirkjan í Reykjavík

Ár
2004
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Fríkirkjan í Reykjavík
http://baekur.is/bok/f4b3a6a4-737c-4f5c-8fd7-3a4f60be73d8

Tengja á þessa síðu: (21) Blaðsíða 21
http://baekur.is/bok/f4b3a6a4-737c-4f5c-8fd7-3a4f60be73d8/0/21

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.