loading/hleð
(25) Blaðsíða 25 (25) Blaðsíða 25
Þessi mynd er ekki frá því ári sem hér um ræðir. Gullið og asninn á Kirkjuþingi AKirkjuþingi þjóðkirkjustofnunarinnar sem haldið var í október árið 2001 voru málefni fríkirkna rædd og sá möguleiki að lúterskar fríkirkjur geti starfað innan þjóðkirkjunnar. Málið var þannig kynnt fyrir fjölmiðlum að verið væri að gera fríkirkjum gott tilboð sem þær gætu ekki hafnað. Ekki var þetta gert að beiðni fríkirkn- anna enda kom á daginn að það voru ekki hagsmun- ir fríkirknanna sem voru hafðir að leiðarljósi. Umræður kirkjuþingsmanna voru mjög upp- lýsandi um það hvaða ástæður og hvatir lágu að baki. Tilgangurinn var sá að koma í veg fyrir að fríkirkj- urnar gætu á eigin forsendum leitað í þá digru og miklu sjóði sem liggja á milli ríkis og kirkjustofnun- arinnar og hún ein nýtur góðs af. í fundargerð kirkjuþings sem birt var vef kirkjunn- ar á netinu má finna eftirfarandi orð flutningsmanns tillögunnar sr. Halldórs Gunnarssonar: „...að ég hefði hafi í huga, að ef þessir 11. þúsund meðlimir fríkirknanna kæmu til þjóðkirkjunnar þá mundi ávinningur þjóðkirkjunnar vera tveir starfsmenn. Auðvit- að hafði ég það í huga. Og auðvitað hef ég líka í huga þann ávinning sem mundi verða með því að þá mundi bætast á sóknargjöldin 18.2% sem færi í Jöfnunarsjóð, sem er ekkert lítið. Vissulega hafði ég það í huga. ...En þessi tillaga hér er líka flutt vegna þess að mér er kunnugt um það að menn skoða mjög, fríkirkjusöfnuðir og aðrir söfnuðir, að- ild að Jöfnunarsjóðnum eða sambærilega aðild og þetta sé í rauninni verðandi dómsmál. Um leið og við mundum samþykkja þetta og gefa frí- kirkjusöfnuðunum möguleika á aðgangi að Jöfnunar- sjóðnum þá erum við í rauninni að girða fyrir að það sé sagt að þessir söfnuðir hafi ekki möguleika til þess að koma að Jöfnunarsjóðnum. Þannig að ég hefði fremur kosið að þurfa ekki að segja þetta hér á þinginu en mér finnst þetta vera eðlilegt í umfjöllun hjá nefndinni, en vegna þess að sr. Geir kom beint að þessari kviku þá er ekkert um annað að gera en að ræða það... sjóðir kirkj- unnar, Jöfnunarsjóður, Kristnisjóður og Kirkjumálasjóður, þessir sjóðir byggja allir á okkar kirkjueignum." Hugmyndin var að kirkjustofnunin sjálf fengi enn meira fé frá ríki við inngöngu fríkirknanna. En í um- ræðunum kom einnig greinilega í Ijós að eftir að búið væri að lokka fríkirkjurnar inn í þjóðkirkjuna og búið væri að læsa dyrunum að baki þeim, að þá ættu fríkirkjurnar alls ekki að fá að njóta góðs af, þegar inn væri komið. Markmiðið var greinilega það að frí- kirkjurnar misstu sérstöðu sína og aðdráttarafl. Og ef dæmið gengi ekki upp nógu greiðlega „þá væri höfðað til hvers og eins meðlims fríkirkju að skrá sig inn í þjóðkirkjuna á ný“. Ummæli sumra ríkislaunaðra presta og guðfræð- inga á kirkjuþingi voru mjög athygliverð fýrir allt ís- lenskt kirkjufólk. Þar var talað um kristilegt grasrót- arstarf af mikilli fýrirlitningu og háði. Frjálsum trúfélögum var líkt við glataða soninn sem hafði villst af leið. Ríkislaunaðir kirkjuþings- mennirnir höfðu miklar efasemdir um að hleypa frí- kirkjum að „sínum kirkjueignum“. Fríkirkjufólki og/eða fríkirkjufyrirkomulaginu var líkt við asna sem stendur utan við borgarmúrana. Kirkjuþingsmenn- irnir ræddu sín á milli hvernig hægt væri að lokka asnann inn fyrir borgarmúrinn, ná gullinu af baki hans en senda asnann síðan aftur út fýrir borgarmúrinn þar sem hann ætti helst heima. Nú virðist enginn af þeim æðstu mönnum þjóð- kirkjunnar sem þar voru og tóku þátt í umræðunni hafa fundið neitt að þessum líkingum, fundist þær ósæmilegar eða ómaklegar. Óneitanlega hvarflar að manni sú hugsun að þetta kirkjuþing hafi í raun farið fram á miðöldum, löngu fýrir siðbreytingu. Að minnsta kosti er það nokkuð víst að sá fulltrúi miðaldakirkjunnar, prófessor Ech, sem Marteinn Lút- er glímdi hvað harðast við í baráttu sinni fyrir sið- breytingu, hefði verið afar stoltur af svona stofn- unarútspili sem tillagan er. Ratzinger í Vatíkaninu í Róm gefur því eflaust einnig háa einkunn. Yfirtaka í krafti ríkisfjármagns og að- stöðumunar? í núgildandi samningi á milli ríkis og þjóðkirkju- stofnunarinnar er að finna ákvæði sem hvetja til út- þenslu þjóðkirkjustofnunarinnar, að því er virðist á kostnað annarra trúfélaga. Þar eru á ferðinni hvetj- andi ákvæði um fleiri stöðugildi frá ríki til handa þjóðkirkjustofnuninni ef starfsmönnum hennar tekst að fjölga skráðum meðlimum ríkiskirkjunnar. Hér ber að hafa tvennt í huga. Annars vegar að þjóðkirkjustofnunin fær árlega í hendur frá hinu op- inbera nokkuð ýtarlegar upplýsingar um meðlimi annarra trúfélaga, búsetu, fjölskyldustærð, aldur og fl., nokkuð sem önnur trúfélög fá ekki í hendur. í Ijós hefur komið að þær upplýsingar hafa nýst vel í „land- vinningum" þjóðkirkjustofnunarinnar á hendur frjálsum trúfélögum. Hins vegar er hætt við að slíkt ákvæði stríði gegn almennum hugmyndum um jafnræði trúfélaga og skapi óheilbrigða afstöðu presta þjóðkirkjunnar í garð annarra kristinna trúfélaga. Hætt er við að sumum prestum þjóðkirkjunnar hætti til að líta á meðlimi frjálsra trúfélaga sem einskonar „villibráð til veiða, utan borgarmúra“. H.M.J. Fríkirkjan í Reykjavík 25


Fríkirkjan í Reykjavík

Ár
2004
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Fríkirkjan í Reykjavík
http://baekur.is/bok/f4b3a6a4-737c-4f5c-8fd7-3a4f60be73d8

Tengja á þessa síðu: (25) Blaðsíða 25
http://baekur.is/bok/f4b3a6a4-737c-4f5c-8fd7-3a4f60be73d8/0/25

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.