loading/hleð
(32) Blaðsíða 32 (32) Blaðsíða 32
Hvert renna þín trúfélagsgjöld? Hefur þú athugað með trúfélagsskráningu þína? Ert þú og þínir nánustu örugglega skráðir í Frí- kirkjuna? ítrekað hefur komið í Ijós að fólk sem hef- ur talið sig tilheyra Fríkirkjusöfnuðinum reynist ekki vera þar skráð þegar á reynir. Því er full ástæða til að kanna eigin skráningu hjá safnaðarpresti eða Hag- stofunni og einnig að hvetja aðra fjölskyldumeðlimi og Fríkirkjuvini að gera slíkt hið sama. Með skrán- ingu í Fríkirkjuna ert þú alls ekki að afsala þér nein- um borgarlegum réttindum eða að útiloka þig frá einu eða neinu. En það er margt svipað með trúfé- lagsgjöldum og gjöfum okkar til hjálparstarfs eða líknarmála. Við viljum að þeir peningar renni örugg- lega og óskiptir til þess málefnis sem okkar réttlæt- iskennd og samviska segir til um. Við eigum að skrá okkur í það trúfélag sem okk- ur sjálfum finnst starfa í anda okkar innri sannfæring- ar, samvisku, trúar og réttlætiskenndar. Hér er einnig um brýna hagsmuni að ræða fyrir safnaðarstarfið sem er eingöngu rekið fyrir þau safn- aðargjöld sem innheimtast. Auglýsingin örlagaríka Lítil þúfa sem velti miklu hlassi! Auglýsing nr. 204/ 1966 er afar merki- legt kirkjusögulegt plagg. Fólk var sjálf- krafa skráð úr Fríkirkjunni við það eitt að það færði lögheimili sitt á milli svæða. Ef fólk flutti til útlanda t.d.til að fara í fram- haldsnám í örfá ár en kom síðan aftur heim í sama húsnæðið þá var sjálfkrafa búið að skipta um trúfélag, óumbeðið. Mikið var um að fjölskyldur flyttu og skiptu um lögheimili á þessum tíma. Afar fáir tóku eftir auglýsingunni þegar hún var birt en áhrif hennar voru gífurleg.Vegna hennar voru þús- undir félaga teknir af félagaskrá Frí- kirkjunnar og skráðar í þjóðkirkjuna án vitundar eða samþykkis. Nú eru afkomendur þessa fólks orðnir margfalt fleiri og hafa þeir ómeðvit- að greitt trúfélagsgjöld sín til þjóð- kirkjunnar í fjölmörg ár án þess að ætla sér það. Ljóst er að ef þessi auglýsing hefði aldrei verið birt og hún ekki stuðlað að sjálfvirkri úrskráningu úr trúfélaginu í áratugi, þá væru stærðarhlutföll trúfélaga hér á landi allt önnur en þau eru í dag. (Útdráth Ur Ur aU9'ys'ngU nr. 209/1966i 5 °9 6. gr.) Nr. 204 8. n°vember ig66 aug lýsing Um tfkynnirigar og skrá^t • g krasetn'ngu trúfélags. er, evan . ekki til framd ufélaSsskránineu pr ta inn Vera í bfóó^u"180 h,utaðeie Vi'. . ' Samri Nú 5, * 3cJi 8ar 1 samraem AuS'ýsing þessj er gefin út i F>arnélaráðhen samrádí við kirkjumálaráði uneytið. rann' 8- nóvemb er 1966. Magnús Jónsson K'emens Tryggvason


Fríkirkjan í Reykjavík

Ár
2004
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Fríkirkjan í Reykjavík
http://baekur.is/bok/f4b3a6a4-737c-4f5c-8fd7-3a4f60be73d8

Tengja á þessa síðu: (32) Blaðsíða 32
http://baekur.is/bok/f4b3a6a4-737c-4f5c-8fd7-3a4f60be73d8/0/32

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.