loading/hleð
(5) Blaðsíða 5 (5) Blaðsíða 5
Tákn framfara og frjálslyndis r Avarp Björns Bjarnasonar; dóms- og kirkjumálaráðherra Fyrir okkur nútímamenn á íslandi er erfitt að setja okkur í spor þeirra, sem áttu aðild að kirkjulegum ágreiningi meðal þjóðar okkar fyr- ir um það bil eitt hundrað árum, þegar Fríkirkjan í Reykjavík var að skjóta rótum og hefja störf sín með mikilli þátttöku bæjarbúa. Það er jafnvel flóknara að átta sig á þessum deilum en stjórnmálaágreiningi um uppkastið eða önnur pólitísk hitamál þessa tíma. Eitt er víst, að mikil kappsemi, sjálfstæðisvilji og þörf til að marka farveg fyrir nýjar hugsjónir og hugmyndir einkenndu upphafsár 20. aldarinnar á íslandi. Staðfestingu á þessum breytingatímum fáum við hvað best núna, þegar minnst er aldarafmæla þeirra afreka, sem forfeður okkar unnu á þessu skeiði þjóðarsögunnar. Mér finnst fagnaðarefni á hve mörg- um sviðum þjóðlífsins er unnt að líta með stolti til þeirra, sem hrundu framfaramálum úr vör og lögðu grunn að því, að gefa þjóðinni allri færi á að njóta ávaxtanna af framsýni sinni og dugnaði. Ég lít á það sem menningar- og metnaðarmál að halda slíkum merkjum hátt á loft og alls ekki eigi að amast við því, þegar einstaklingar, söfnuðir eða ríkisvaldið gera eitthvað til hátíðabrigða. Þegar þess var minnst árið 2000, að eitt þúsund ár voru liðin frá því að kristni var lögtekin í landinu, stóð Alþingi að útgáfu fjögurra binda verks um krist- ni á íslandi. Þar er sagt frá því, að stofnun Fríkirkju- safnaðarins árið 1899 hafi átt rætur að rekja til fram- sækinna iðnaðarmanna og verslunarmanna, sem voru óánægðir með að Dómkirkjan í Reykjavík væri orðin of lítil fyrir söfnuðinn og þar þjónaði aðeins einn prestur. Árið 1903 var kirkja Fríkirkjusafnaðar- ins reist við Tjörnina og síðan var byggt við hana tveimur árum síðar þannig að hún rúmaði 1000 kirkjugesti. Af þessari lýsingu má ráða, að við breytingar á þjóðfélaginu og tilkomu nýrra atvinnuhátta hafi mönnum þótt heldur þröngt um sig innan þjóðkirkj- unnar í bókstaflegum skilningi og þess vegna látið hendur standa fram úr ermum við stórhuga fram- kvæmdir. Aðrir straumar mótuðu jafnframt afstöðu manna: Þau sjónarmið, að ríkisvaldið væri fullkomlega ver- aldlegt og styddi ekki nein trúarbrögð, þjóðkirkjan væri barn síns tíma. Nú á tímum eru kirkjubyggingar nógu margar og stórar og ekki þarf að stofna nýja söfnuði vegna sko- rts á húsrými hjá þjóðkirkjunni. Á hinn bóginn hefur fjölbreytni aukist, þegar litið er til trúfélaga. Einstak- lingar og samtök þeirra nýta sér trúfrelsið til að móta nýja ramma um trúariðkun sína og helgisiði. Þessi þróun er ekkert einsdæmi á íslandi og hvar- vetna eru miklar umræður um samskipti ríkis og kirkju. Stjórnskipun og stjórnarskrár einstakra landa endurspegla menningarlega arfleifð viðkomandi þjóða og af þeim rótum er ákvæðið um þjóðkirkjuna í stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Stjórnarskráin mælir hins vegar jafnframt fýrir um trúfrelsi. Ákvæð- in um það hafa verið efld á liðnum árum með nýjum mannréttindakafla í stjórnarskránni, þar sem jafn- ræðisreglan svonefnda tekur mið af alþjóðasáttmál- um um jafna réttarstöðu borgaranna, þrátt fýrir ólík- ar skoðanir þeirra, trúarbrögð, litarhátt og kynferði. Við upphaf 2l.aldar er ekki síður mikil gerjun í ís- lensku þjóðlífi en var fýrir 100 árum og nú ekki síð- ur en þá hafa frjálslynd sjónarmið um minni hlut rík- isvaldsins í líf! þjóðarinnar fengið brautargengi. Eng- inn vafi er á því, að eftir eina öld verður litið til breytinga samtímans til aukins frjálsræðis með jafn- miklu stolti og litið er til, sem gerðist fýrir 100 árum. Ég óska Fríkirkjusöfnuðinum í Reykjavík til ham- ingju á þessum tímamótum, fullviss um,að hann mun enn um langan aldur setja sterkan svip á trúarlíf þjóðarinnar. Matthías Jochumsson - tók virkan þátt í umræðunni um fríkirkjuhugsjónina og stofnun fríkirkju á íslandi í maí hefti Fríkirkjunnar árið 1900 má finna eftirfarandi orð Matthíasar: „En hvað sem um fríkirkjuna hér á landi verð- ur spáð, er sjálfsagt að fýlgja þeirri stefnu, að veita hverjum söfnuði allan þann rétt og allt það frjálsræði, sem heildin ýtrast má þola, og heldur of mikið frelsi en of lítið.“ Sr. Olafur r Olafsson - á 25 ára afmæli safnaðarins árið 1924 „Kirkjan er sjálf fædd í stormi og eldi, og reynslan hefur sýnt á liðnum tímum, að þau fyr- irtæki hafa ekki orðið öðrum skammlífari, sem kennt hafa að einhverju leiti storms og elds á sinni fæðingarstund og uppvaxtarárum" Sr. Árni var mjög myndarlegur og vinsæll prestur. Myndspjöld sem petta voru notuð sem póst- kort á sínum tíma og margir söfnuðu myndum af Fríkirkjuprestinum. Sr. Árni Sigurðsson í tilefni 40 ára afmælis safnaðarins „Fríkirkjusöfnuðurinn vill kjósa sér til handa sem sannkristnum söfnuði sem mesta sjálf- stjórn og athafnafrelsi og trúir því að frelsið sé hollast og heillavænlegast þeim sem með kunna að fara. Fríkirkjusöfnuðurinn hefir nú í 40 ár tekið þátt í lífi Reykvíkinga í gleði og sorg, og lagt fram sinn skerf til kristilegrar hjálpar og huggunar á þrengingatímum, er yfir bæinn hafa gengið. Hann hefir átt sér mikinn styrk í fórnfýsi, áhuga og ósérplægni margra meðlima sinna. En hann veit, að mesti styrkurinn hefir í lífi hans, sem annarra kristinna safnaða, verið Guðs vernd og handleiðsla. Og í trausti þeirrar verndar og handleiðslu mun söfnuðurinn halda áfram göngu sinni næsta áfangann, hvað sem mæta kann.“ Fríkirkjan í Reykjavík 5


Fríkirkjan í Reykjavík

Ár
2004
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Fríkirkjan í Reykjavík
http://baekur.is/bok/f4b3a6a4-737c-4f5c-8fd7-3a4f60be73d8

Tengja á þessa síðu: (5) Blaðsíða 5
http://baekur.is/bok/f4b3a6a4-737c-4f5c-8fd7-3a4f60be73d8/0/5

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.