loading/hleð
(9) Blaðsíða 9 (9) Blaðsíða 9
Soren Kierkegaard Séu allir kristnir er kristnin ekki til etta verður, þegar sýnt hefur verið fram á það, sáraaugljóst og þegar það einu sinni er Ijóst er það ógleymanlegt. Sérhver afmörkun sem nær yfir alla getur ekki haft áhrif á tilvistina sjálfa, heldur hlýtur annaðhvort að liggja tilverunni til grundvallar eða vera utan hennar og vera þar með merkingarlaus. Tökum sem dæmi af- mörkunina: manneskja. Öll erum við manneskjur. Þessi afmörkun hefur því enga þýðingu fyrir tilvist mann- eskjunnar, allt markast af því að við erum öll mann- eskjur. Þessi afmörkun kemur á undan upphafinu, því sem liggur til grundvall- ar:Við erum öll manneskj- ur — og þá getum við byrjað. Þetta er dæmi um af- mörkun sem nær yfir alla og er grundvallandi. Hinn möguleikinn var sá að af- mörkun sem nær yfir alla, eða vegna þess að hún nær yfir alla, kæmi á undan upp- hafinu og væri þess vegna utangarðs og merkingar- laus. ímyndum okkur — og við skulum ekki þvæla um það að þetta sé einkenni- leg ímyndun;við þurfum að komast að niðurstöðu — ímyndum okkur að við værum öll þjófar, það sem lögreglan kallar brotamenn — séum við öll þjófar leiðir af sjálfu sér að afmörkunin hefur engin áhrif, við myndum halda áfram að life eins og við lifum, hver okkar væri áfram sá sem hann er, sumir — brotamenn- yrðu brennimerktir sem þjófar og ræn- ingjar, það er að segja innan þeirrar afmörkunar að við séum öll brotamenn.aðrir — einnig brotamenn- virtir borgarar o.fl væru áfram niður í smæstu smá- atriði, eins og þeir eru, vegna þess að við erum öll brotamenn, þegar allir eru brotamenn er hugtakið upphafið, að vera brotamaður = ekkert, ekki bara merkir það ekkert sér- stakt að vera brotamað- ur, það merkir alls ekki neitt. Það sama gildir um staðhæfinguna: aliir eru kristnir. Séum við öll kristin, þá er hug- takið upphafið, það að vera kristinn er eitt- hvað sem kemur á undan upphafinu, fyrir utan — og svo upp- hefst lífið, við lifum sem manneskjur, rétt eins og í heiðindómi; afmörkunin kristin, hefur engin áhrif, því að vegna þess að við erum það öll er eng- inn undanskilinn. Hugmynd Guðs með kristninni var, ef ég má vera svo djarfur, að setja hnefann í borðið and- spænis okkur manneskj- unum. Þess vegna gerði hann „einstaklinginn“ og „ættina" gallaða, atti þeim saman með afmarkandi klofningi, því það að vera kristinn fólst einmitt sam- kvæmt hugmynd hans í klofningi sem afmarkaði „hinn einstaka" frá „ættinni“ frá „milljónunum“ frá fjölskyldunni, frá föður og móður o.s.frv. Þetta gerði Guð að hluta til af kærleika, því hann, Guð kærleikans, vildi njóta elsku, en hann þekkir kærleikann of vel til þess að hegða sér eins og hver annar Laban og vilja njóta elsku herskara eða heilla Sören Kirkegaard (1813-1855) er ekki að- eins merkasti og þekktasti guðfræðingur Norðurlanda fyr og síðar heldur einn mikil- vægasti heimspekingur Vesturlanda. Hann var samtímamaður Fjölnismanna og gekk um stræti Kaupmannahafnar á sama tíma ogjónas Hallgrímsson, Jón Sigurðsson og Grímur Thomsen og hann var kunnugur þeim, nefnir raunar þann síðastnefnda í einu af fjölmörgum ritum sínum. Margir helstu guðfræðingar tutt- ugustu aldarinnar standa í mikilli þakkarskuld við Kirkegaard og þar má einna helstan nefna Karl Barth sem að flestra mati ber höfuð og herðar yfir guðfræðinga tuttugustu aldarinnar. Kirkegaard áleit það eitt helsta viðfangsefni sitt aða útskýra hvað felst í því að vera krist- inn. Hann var ákaflega gagnrýninn á dönsku ríkiskirkjuna og höfð hafa verið eftir honum þau orð að prestar séu alls ekki æðstu dóm- arar í því hvað felst í því að vera kristinn; „Klerkar eru embættismenn ríkisins og emb- ættismenn ríkisins eru kristindómi óviðkom- andi“. Nokkur verka hans hafa verð þýdd á ís- lensku. Ábyrgðarmanni blaðsins er ókunnugt um að innihald þessarar greinar hafi verið þýtt á íslensku þó svo að þau séu með hans þekktari ummælum. Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur þýddi sérstaklega fyrir blaðið. H.M.J. 1. Fomnenn safnaðar- stjórnar/ráðs í 105 ár 1899-1902. Jón G. Sigurðsson. 2. 1902-1909. Olafur Runólfsson. 3. 1909-1913. Jón Þórðarson. 4. 1913-1914. Karl Nikulásson. 5. 1914. Þórður Bjarnason. 6. 1914-1916. Arinbjörn Sveinbjarnarson. 7. 1916-1918. Jón Brynjólfsson. 8. 1918-1931. Árni Jónsson. 9. 1931-1932. Sighvatur Brynjólfsson. 10. 1932-1939. Níels Carlsson. 11. 1939-1951. Sigurður Halldórsson. 12. 1951-1956. Bjarni Pétursson. 13. 1956-1971. Kristján Sigurgeirsson. 14. 1971-1975. Valdimar Þórðarson. 15. 1975-1980. ísak Sigurgeirsson. 16. 1980-1981. Þórarinn Sveinsson. 17. 1981-1985. Ragnar Bernburg. 18. 1985-1987. Andrés Fr. Andrésson. 19. 1987-1989. Gísli ísleifsson. 20. 1989-1994. Einar Kristinn Jónsson. 21. 1994-2001. Sigurður E. Guðmundsson. 22. 2001-2002. Einar Kristinn Jónsson. 23. 2003- Magnús Axelsson þjóða, sem marsera til kirkju, einn, tveir þrír; nei for- skriftin stendur: hinn einstaki í andófi gegn öðrum; og þetta hefur hann gert að hluta til sem sá sem öllu ræður, til þess að hafa taumhald á manneskjunum og ala þær upp. Þetta var hugmynd hans, þótt við mann- eskjurnar í vissum skilningi gætum sagt, ef við þyrð- um, að þetta sé einhver áreitnasta hugmynd Guðs, að etja okkur saman á þennan hátt og hindra okkur þannig í því, sem okkur sem dýrunum finnst eftir- sóknarverðast: að ferðast um í hjörð þar sem hver einstakur er ávallt „eins og hinir“. Þetta tókst Guði og hafði djúp áhrif á manneskj- urnar. En ætt mannsins áttaði sig um síðir og vegna þess að hún er útsmogin sá hún þetta í hendi sér: við losnum ekki undan kristninni með valdi — þess vegna skulum við gera það með slóttugheitum: við erum öll kristin þar af leiðandi er kristnin afnumin. Og hér erum við nú stödd. Þetta er allt eitt stórt prakkarastrik, þessar 2000 kirkjur eða hve margar sem þær nú eru, eru prakkarastrik gegn kristninni, þessir 1000 flauels- og silkiklæddu borðalögðu prestar eru á sama hátt prakkarastrik gegn kristn- inni, því allt byggir þetta á þeirri prakkaralegu álykt- un að við séum öll kristin, sem er einmitt prakkara- legt afnám kristindómsins. Það eru líka eins konar skrauthvörf þegar við huggum okkur við að við verðum öll hólpin eða með því að hugsa „ég verð hólpinn eins og allir hinir“ því vilji maður komast þannig inn í himnaríki tekur enginn á móti manni, ekki frekar en maður kemst landleiðina til Nýja- Hollands. Jón Yngvi Jóhannsson þýddi Fríkirkjan í Reykjavík 9


Fríkirkjan í Reykjavík

Ár
2004
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Fríkirkjan í Reykjavík
http://baekur.is/bok/f4b3a6a4-737c-4f5c-8fd7-3a4f60be73d8

Tengja á þessa síðu: (9) Blaðsíða 9
http://baekur.is/bok/f4b3a6a4-737c-4f5c-8fd7-3a4f60be73d8/0/9

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.