loading/hleð
(15) Blaðsíða 15 (15) Blaðsíða 15
25 ára afmælisrit Stómasamtakanna Eiríkur Jónsson yfirlækriir á þvagfæraskurðlækningadeild LSH Af þvagveitu, nýblöðru og endursköpun þvagvega Þvagveita Árlega þarfnast á annan tug íslendinga varanlegrar þvagveituaðgerðar (urostoma). Oftast eru þessar aðgerðir framkvæmdar í tengslum við brottnám á þvagblöðru vegna krabbameins og flestir þessara einstaklinga eru komnir yfir miðjan aldur. Algengast er þá að veita þvagi um garnabút út á kviðvegginn um svokallað stóma. Slíkur garnabútur er um 15-20 sm langur og nær alltaf er notast við smágirni. Þessi aðgerð er nefnd eftir lækninum sem framkvæmdi hana fyrst fyrir um hálfri öld og kallast Bricker's blaðra. í raun er þó ekki um blöðru að ræða heldur eins konar millistykki á milli þvagleiðaranna og húðar. Þvagleiðarar eru saumaðir við innri endann en ytri endi bútsins leiddur út á kviðvegginn þar sem stómía er mynduð. (Mynd 1). Umhverfis stómíuna er límdur hringur en á hann festist pokinn sem tekur við þvaginu. Pokann þarf að tæma á nokkurra klukkustunda fresti en hann má hylja vel innan klæða þess á milli. Myndl. Bricker's urostoma. í hugum flestra er þvagstómía ekki aðlaðandi við fyrstu sýn. Það sem vefst helst fyrir eru áhyggjur af því að geta ekki hugsað um stómíuna en sumum finnst hljótast af henni óásættanlegt líkamslýti. Það er þó óhætt að segja að flestir eru mjög fljótir bæði að læra á stómíuna og að líta á hana sem eðli- legan hluta líkamans. Stómaþegar eiga að geta lifað algjörlega eðlilegu lífi, stundað íþróttir og t.d. farið í sund. Kostir þessarar hefðbundnu þvagveitu er meðal annars að aðgerðin er tiltölulega einföld í framkvæmd og hálfrar aldar reynsla er af henni. Þá krefst það ekki mikillar færni að hugsa um stómíuna sem er kostur í mörgum tilvikum. Mynd 2. Bricker's urostoma. Nýblaðra í völdum tilvikum er búin til ný þvagblaðra úr görn í stað þess að veita þvaginu út á kviðvegg. Þvagið safnast þá fyrir innan líkamans og tæmist þá annað hvort á eðlilegan hátt um þvagrás eða þá með því að sjúklingur tæmir blöðruna með einnota þvaglegg. Þá losnar viðkomandi við að hafa stómapoka en getur þurft þess í stað að tappa reglulega af sér þvaginu. Við brottnám á þvagblöðru má í mörgum tilvikum skilja þvagrás og þvagloku eftir. Nýblaðran er þá oftast búin til úr smágirnisbút sem umbreytt er úr sívölu í kúlulaga form og tengt við þvagrásina. (Myndir 2 og 3). Með því að rembast og slaka á um leið á þvaglokunni tæmist blaðran á venjulegan hátt. í sumum tilvikum verður tæmingin þó ekki nægjanleg og þarf þá að kenna sjúlingum að tæma sig með einnota þvaglegg. Reynist ekki unnt að nota þvagrásina er hægt að búa til ventil eða þvagrás úr görn eða botnlanganum sem tengdur er í naflagrófina. Þess konar blaðra er gjarnan búin til úr hægri hluta ristilsins. Þeir einstaklingar sem fara í slíkar aðgerðir verða að tæma blöðruna þar sem ventillinn er einstefnuloki. (Mynd 4). Það kann að virðast flókið að tappa af sér þvaginu en er þó fljótlært og hættulítið. Gæta þarf lágmarks hreinlætis en ekki er þörf á að framkvæma tæminguna við dauðhreinsaðar aðstæður. Bleytt er í einnota sjálfsmurðum þvaglegg sem síðan er rennt til blöðrunnar. Þetta má framkvæma hvar sem er, jafnt í byggð sem óbyggðum. Nýblöðruaðgerðir eru einkum gerðar hjá ungum og hraustum einstaklingum með eðlilega nýrnastarfsemi. Þá þarf að vera hægt að treysta því að viðkomandi fari að fyrirmælum. Lífshættulegt ástand getur skapast ef blaðra, sem tæma þarf reglulega, yfirfyllist og springi inn í kviðarholið. 15
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44


25 ára afmælisrit Stómasamtaka Íslands 1980-2005

Ár
2006
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
44


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: 25 ára afmælisrit Stómasamtaka Íslands 1980-2005
http://baekur.is/bok/ba45aae8-7b8b-4896-96a8-81d176881fb5

Tengja á þessa síðu: (15) Blaðsíða 15
http://baekur.is/bok/ba45aae8-7b8b-4896-96a8-81d176881fb5/0/15

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.