loading/hleð
(35) Blaðsíða 35 (35) Blaðsíða 35
25 ára afmælisrit Stómasamtakanna Gagnlegar upplýsingar fyrir þá sem eiga í vændum að fara í stómaaðgerð eða eru nýkomnir úr slíkri aðgerð Inngangur Það er eðlilegt að þú, lesandi góður, spyrjir sjálfan þig hvernig lífið verður eftir þessa aðgerð. Er ekki bara svartnætti framundan? Hvernig get ég horfst í augu við fjölskyldu og vini með þennan poka á maganum? Breytir það ekki töluverðu fyrir líkamsímynd mína að vera með poka á maganum? Eða tekst mér að vinna mig út úr þessum sálrænu örðugleikum og takast á við lífið á nýjan leik? Stóma er ekki sjúkdómur heldur afleiðing af skurðaðgerð. Við sem höfum gengist undir stóma- aðgerð höfum að sjálfsögðu spurt okkur þessara spurninga og velt fyrir okkur hvers konar lífi við myndum lifa eftir aðgerð. Það er líka ofur eðlilegt að þú fáir áfall þegar þú sérð pokann í fyrsta sinn - að maður tali nú ekki um sjálft stómað. En flest okkar a.m.k. hafa komist yfir þessa sálrænu örðugleika sem óhjákvæmilega fylgja slíkri skurðaðgerð. Stómað og pokinn verða bara hversdagslegur hluti af þínu lífi, þinni líkamsímynd. Það er að sjálfsögðu afar einstaklings- bundið hversu lengi þú ert að ná þér líkamlega og andlega. Hvað andlegu hliðina varðar skiptir auðvitað talsverðu máli hvort þú veist með góðum fyrirvara í hvers kyns aðgerð þú ert að fara eða vaknar upp dag einn með poka á kviðnum án þess að hafa haft hugmynd um að slíkt stæði fyrir dyrum. Við sem höfum gengist undir stóma- aðgerð höfum öll upplifað tímabil þar sem reyndi á sálarstyrk okkar fyrst eftir aðgerð. En okkur hefur tekist, a.m.k. allflestum okkar, að vinna okkur út úr þessum andlegu vandkvæðum og takast á við hversdagsleikann í sinni margbreytilegu mynd. Það sem meira er: Okkur líður mun betur, bæði líkamlega og andlega, í dag helduren þegar veikindin hrjáðu okkur stöðugt áður en til aðgerðar kom. Þetta biðjum við þig að hafa í huga, kæri lesandi. Það er líka margt verra en að lenda í stómaaðgerð og við skulum minnast þess að góðar horfum eru á bata eftir lífshættulegan sjúkdóm. Hvers konar aðgerð? Að jafnaði er talað um þrenns konar stómaaðgerðir en þær eru garnastóma (ileóstóma), ristilstóma (kólóstóma) og þvagstóma (úróstóma). Þegar garnastóma er gerð er allur ristillinn fjarlægður ásamt enda- þarminum og tengt beint á milli garn- anna og stómans. Úrgangurinn sem kemur í pokann er þá frekar þunnur. Við ritilstóma er hluti ristilsins fjarlægður og þá neðri hluti hans. Er þá tengt beint frá ristlinum í stómað en útskilnaðurinn er mun þykkari en hjá garnastómaþegum. Þvagpoka fá þeir sem farið hafa í upp- skurði vegna nýrnaaðgerðar eða galla eða sýkingar í þvagblöðru og fer þá vökvinn í þvagpoka. Þess háttaraðgerðir eru mun færri en aðgerðir vegna ristils. Sá sem er með poka á kviðnum hefur enga stjóm á því sem kemur í pokann. Þess vegna þarf að gæta þess að tæma hann reglulega. Einnig þarf að gæta þess að skipta um poka og/eða plötu reglulega. Það er afar misjafnt hversu lengi plata endist hjá hverjum og einum. Sumir þurfa að skipta um allt daglega, aðrir láta nægja að skipta um á 5-7 daga fresti. Og þeir sem nota lokaðan poka þurfa vitaskuld að skipta oftar um en þeir sem eru með tæmanlega poka. Ristilstómaþegar nota að jafnaði einnota poka en garnastómaþegar tæmanlegan poka. í einstaka tilfellum geta ristilstómaþegar notað tæmanlegan poka eða það sem við köllum venjulega ileóstómapoka. Maður á að sætta sig við það sem maður fær ekki breytt en ekki það sem hægt er að breyta. Innvortis pokar Á síðustu árum hefur það færst í vöxt að í stað stóma eru gerðir innvortis pokar og á það jafnt við um þá sem lenda í ristilaðgerðum sem aðgerðum vegna galla í þvagleiðara eða þvagblöðru. Þeir sem fara í slíka aðgerð vegna ristil- sjúkdóms fá svonefndan garnapoka. En til þess að unnt sé að gera slíka aðgerð verður endaþarms- eða hringvöðvinn að vera í lagi og að neðsti hluti ristilsins hafa verið skilinn eftir. Ýmsar aukaverkanir kunna að fylgja í kjölfar slíkra aðgerða auk þess sem lyfjanotkun er nauðsynleg en mestar líkur á að allt gangi vel eru hjá yngra fólki og fólki á miðjum aldri sem er líkamlega vel á sig komið að öðru leyti. Nýblaðra nefnist innvortis þvagblaðra 35
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44


25 ára afmælisrit Stómasamtaka Íslands 1980-2005

Ár
2006
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
44


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: 25 ára afmælisrit Stómasamtaka Íslands 1980-2005
http://baekur.is/bok/ba45aae8-7b8b-4896-96a8-81d176881fb5

Tengja á þessa síðu: (35) Blaðsíða 35
http://baekur.is/bok/ba45aae8-7b8b-4896-96a8-81d176881fb5/0/35

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.