loading/hleð
(36) Blaðsíða 36 (36) Blaðsíða 36
25 ára afmælisrit Stómasamtakanna sem gerð er úr görnum eða botnlanga og kemur hún í stað þvagstóma. Þeir sem eru með garnapoka og nýblöðru geta, ólíkt stómaþegum, haft fulla stjórn á hægðum og þvagláti. Sá sem verður fyrir áfalli öðlast aðra sýn á lífið. Að lifa með stóma Mikilvægt er að hafa í huga að stóma er ekki sjúkdómur heldur afleiðing af skurðaðgerð. Við lítum ekki á okkur sem sjúklinga enda tölum við aldrei um okkur sem stómasjúklinga heldur stómaþega. Höfum hugfast að það er búið að nema burt meinsemdina. Sá sem hefur fengið varanlegt stóma ætti að hafa i huga eina gullna reglu: Maður á að sætta sig við það sem maður fær ekki breytt en ekki það sem hægt er að breyta. Þú veltir því sjálfsagt fýrir þér hvort þú getur gert allt það sem þú gerðir áður en þú fékkst stóma. Það er ekkert því til fýrirstöðu - og það sem meira er: þú ættir að lifa betra og eðlilegra lífi með stóma því án efa hefur þú eins og flest okkar a.m.k. átt við vanheilsu að stríða í lengri eða skemmri tíma. Án efa vakna einnig spurningar um kynlíf. Get ég lifað eðlilegu kynlífi eftir aðgerð með þennan poka á maganum? Ekki síðra en áður. Við höfum líka mörg dæmi um konur sem hafa alið börn eftir að þær lentu í stómaaðgerð. Annars viljum við gjarnan benda þér á ágætan danskan bækling sem heitir Stoma og seksualitet en hann getur þú fengið hjá söluaðilum stómavara. Hafir þú stundað einhvers konar íþróttir áður er oftast hægðarleikur að taka upp þráðinn frá því sem frá var horfið. Fjölmörg dæmi eru um stómaþega sem lagt hafa stund á hlaup, gönguferðir, lyftingar, sund o.fl. eftir því sem áhugi og geta leyfir. Það er náttúrlega erfitt fyrst í stað að sýna sig með pokann á maganum, t.d. í sturtu. Manni finnst allra augu mæna á mann. En sannaðu til, þetta eru bara byrjunarörðugleikar. Maður venst þessu og aðrir venjast því að maður er svona. Stóma kemur ekki í veg fyrir að þú gerir það sem þig langar til. Þú getur óhrædd(ur) ferðast innanlands sem utan. Það er auðvitað mikilvægt að þú hafir aðgang að salerni í næsta nágrenni. (En það gildir að sjálfsögðu um alla). Nauðsynlegt er að hafa séstakan ferðapassa þegar ferðast er erlendis. Ef þú á hinn bóginn ert á leið í óbyggðaferð þá verður þú að sætta þig við sömu aðstæður og aðrir. Mikilvægt er að þú sért ávallt með nægar birgðir af stómavörum meðferðis. Það er að vísu aukaútbúnaður fyrir þig en það þarf ekki að fara svo mikið fyrir þeim. Lífið er ekki það sem hendir þig - heldur viðbrögð þín við því. Sá sem lendir í áfalli öðlast aðra sýn á lífið. Sá sem hefur lent í alvarlegum veikindum lærir að meta lífið á nýjan hátt. Andlegur þroski eykst, forgangsröðun daglegra verkefna breytist og hann/hún lærir að gleðjast yfir hverjum degi því ekkert er sjálfgefið í þessu lífi. Maður verður að vera bjartsýnn, vera jákvæður, trúa á sjálfan sig og gefast ekki upp. Það er líka nauðsynlegt að geta gert grín að því sem maður hefur lent í. Þetta var meðal helstu niðurstaðna sjálfboðaliðanámskeiðs sem Heilsu- skólinn - Af lífi og sál - hélt fyrir stuðningshópa Krabbameinsfélagsins á Þorra 2003. Á þessu námskeiði var samankominn hópur fólks sem hafði töluverða reynslu í því að glíma við erfiða sjúkdóma og hafði öðlast færni í því að miðla öðrum af reynslu sinni. Síðla árs 2003 kom hingað til lands frá Bandaríkjunum Thomas E. Exler sem er með þvagstóma vegna fremur sjaldgæfs sjúkdóms. Hann héltfund með ungum stómaþegum og aðstandendum þar sem hann sagði að einmitt vegna sjúkdómssögu sinnar hefði hann fengið öðruvísi lífsreynslu og önnur tækifæri í lífinu en margur annar og erfiðleikarnir þannig greitt götu hans að vissu leyti. Einkunnarorð hans eru: Lífið er ekki það sem hendir þig - heldur viðbrögð þín við því. Geðorðin 10 1. Hugsaðu jákvætt, það er léttara. 2. Hlúðu að því sem þér þykir vænt um. 3. Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir. 4. Lærðu af mistökum þínum. 5. Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina. 6. Flæktu ekki líf þitt að óþörftu. 7. Reyndu að skilja og hvetja aðra í kringum þig. 8. Gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup. 9. Finndu og ræktaðu hæfileika þína. 10. Settu þér markmið og láttu drauma þína rætast. Vafalaust hafa flestir rekið augun í geðorðin tíu, sem Lýðheilsustöðin og Geðrækt hafa gefið út, svo oft hefur verið um þau fjallað í dagblöðum og öðrum fjölmiðlum. En góð vísa er sannarlega aldrei of oft kveðin og þessi heilræði eiga áreiðanlega við okkur hvernig svo sem andlegri og líkamlegri líðan okkar er háttað hverju sinni. Ef grannt er skoðað má finna kjarna þessara geðorða í þeim greinum og viðtölum sem birt eru í þessu riti. Ekkert okkar er fullkomið og enginn fer í gegnum lífið án þess að lenda í einhverju áfalli. Áfall er jafnvel nauðsynlegt til að maður endurmeti lífi sitt og hugsi á annan og jákvæðari hátt en áður. 36
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44


25 ára afmælisrit Stómasamtaka Íslands 1980-2005

Ár
2006
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
44


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: 25 ára afmælisrit Stómasamtaka Íslands 1980-2005
http://baekur.is/bok/ba45aae8-7b8b-4896-96a8-81d176881fb5

Tengja á þessa síðu: (36) Blaðsíða 36
http://baekur.is/bok/ba45aae8-7b8b-4896-96a8-81d176881fb5/0/36

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.