loading/hleð
(5) Page 5 (5) Page 5
MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2009 hátíðarrit fríkirkjunnar • 5 Það er sérlega eftirtektarvert að strax á upphafsárunum skyldu konur njóta sömu réttinda í söfn- uðinum og karlar. í þá daga höfðu konur aldrei haft kosningarétt á íslandi. Og konur höfðu ekki rétt til skólagöngu hvað þá rétt til æðri menntunar á við karla. Innan safn- aðarins var því að finna helstu meginreglur lýðræðis og jafnræð- is og því ljóst að þarna fann fólk- ið vilja sínum farveg og fann rödd sína í samfélaginu - líklegast í fyrsta sinn á íslandi. SÉRA ÓLAFUR ÓLAFSSON, ANNAR PRESTUR FRÍKIRKJUNNAR [ REYKJAVÍK Séra Ólafur Ólafsson var annar prestur Fríkirkjunnar í Reykjavík og þjónaði henni í heila tvo ára- tugi. Auk þess var hann mikilsvirt- ur alþingismaður og einnig prest- ur og forstöðumaður Fríkirkjunn- ar í Hafnarfirði frá stofnun hennar árið 1913 til ársins 1930. í tíð sr. Ólafs var rík áhersla lögð á réttindi alþýðunnar til skóla- göngu sem og réttindi kvenna til mennta. Einnig var lögð áhersla á að konur fengju kosningarétt til jafns á við karla, en margir töldu þá bæði óraunhæft og ókristilegt að ala á slíkum vonum. Sr. Ólafur Ólafsson var á sínum tíma einn fremsti karlkyns bar- áttumaður fyrir frelsi, menntun og almennum réttindum kvenna ár ásamt þeim Skúla Thoroddsen og Hannesi Hafstein. Þegar konur fengu loks kosningarétt á íslandi árið 1915 þakkaði Bríet Bjarn- héðinsdóttir sr. Ólafi Ólafssyni fríkirkjupresti sérstaklega hans mikla brautryðjandastarf og vinnu í þágu kvenréttindahreyfingarinn- ar. Á prestastefnu þjóðkirkjunnar bar sr. Ólafur, ásamt Haraldi Ní- elssyni, prestaskólakennara og síðar prófessor, fram tillögu um stuðningsyfirlýsingu við réttindi kvenna og var hún samþykkt sam- hljóða. Lengst af var þjóðkirkjan, því miður, í raun danskt embætt- ismannaapparat sem lét sig mann- réttindi íslendinga ekki sérlega miklu varða. Predikanir sr. Haralds Níels- sonar prófessors í Fríkirkjunni frá 1914-1928 eru einnig dæmi um sérstöðu og víðsýni Fríkirkjunnar. Vegna þess að trúarlegur eldmóð- ur guðfræðiprófessorsins var þjóð- kirkjunni ekki þóknanlegur fann prófessor Haraldur að Fríkirkjan í Reykjavík var eini opni vettvang- urinn þar sem hann gat predikað óhindrað. Aðsóknin var gífurleg og reyndar svo mikil að gefa varð út sérstaka aðgöngumiða að guðs- þjónustunum því margir urðu frá að hverfa þótt kirkjan tæki mörg hundruð manns í sæti. Slíkt er einsdæmi í íslenskri kirkjusögu. Fróðir menn hafa bent á að hefði Fríkirkjusafnaðarins ekki notið við á þessum tíma sem merkis- bera trúfrelsis og samviskufrelsis í anda siðbótarinnar hefði hugsan- lega orðið klofningur innan sjálfr- ar ríkiskirkjunnar. Þegar í lok nítjándu aldar rit- aði sr. Ólafur: „Það á að koma og kemur einhvern tíma sá tími, að konur sitja hér á þingmannabekkj- um og taka þátt í löggjöf lands og þjóðar, að konur sitja í dómarasæt- um, boða guðsorð, gegna lækna- störfum, kenna við skóla og rækja hver önnur störf, sem karlmenn- irnir nú hafa einkarétt til að hafa með höndum... Það kemur að því einhvern tíma að þetta sem nú þykja öfgar mun þykja í alla staði eðlilegt.“ Þessi orð sr. Ólafs eru okkur nauðsynleg áminning nú þegar enn á ný er horft fram á veginn við upphaf tuttugustu og fyrstu aldar. Það sem þá töldust öfgar þykir nú í alla staði eðlilegt. Það sem þá taldist óraunsæ draumsýn er nú hluti af okkar hversdagsveru- leika. Það sem áður var talið ganga í berhögg við Guðs vilja og skikk- an skaparans og rótgrónar hefðir telst nú kristilegt og alveg aldeil- is sjálfsagt. Gífurlega margt hefur áunnist á sviði mannréttinda. En nú, heilli öld síðar, er enn verk fyrir hönd- um. • í rúman áratug - hefur prestur Frí- kirkjunnar í Reykjavík, fyrstur forstöðu- maður trúfélaga hér á landi, gefið samkynhneigða saman í hjónaband með þeim hætti og því orðalagi sem fyllilega jafngildir hjónavígslu gagn- kynhneigðra. Löggildingin hefurein- faldlega ekki fengist þó að kallað hafi verið eftir henni. Þjóðkirkjan ein hamlar. • Gild rök má færa fyrir því að ef Frí- kirkjan í Reykjavík hefði ekki stig- ið fram fyrir skjöldu með ofangreind- um hætti, hefðu núgildandi lög um jafnræði samkynhneigðra aldrei verði samþykkt! • Forstöðumaður Fríkirkjunn- ar í Reykjavík hefur tjáð sig meira en nokkur annar forstöðumaður trúfélags á opinberum vettvangi um réttinda- baráttu samkynhneigðra og stutt við hana bæði í orði og verki. • Forstöðumaður Fríkirkjunnar er fyrsti forstöðumaður trúfélags hér á landi til að lýsa því yfir að fella eigi úr gildi nýsett lög um staðfesta samvist! Þau ná of skammt. Ein hjúskaparalög eiga að gilda um samkynhneigða og gagnkynhneigða. • Á síðasta ári kærðu átta þjóðkirkju- prestar Fríkirkjuprest til siðanefnd- ar Prestafélags íslands. Ákæruatriðin sem þeir sjálfir framvísuðu voru m.a. predikanir fríkirkjuprests og skrif hans á opinberum vettvangi um réttinda- baráttu samkynhneigðra og mismun- un þjóðkirkjunnar gagnvart öðrum ís- lenskum trúfélögum. Fríkirkjuprestur var sýknaður af þeim ákærum. Á undanförnum áratug hefur Fríkirkjan lagt ríka áherslu á mannréttindi samkynhneigðra sem og almennt trúfélaga- og tjáning- arfrelsi. Undanfarinn rúman ára- tug hefur Fríkirkjan barist fyrir því að fullt jafnræði verði meðal trúfélaga hér á landi og það er í fullri samhljóman við anda Lúth- ers og Jesú Krists. Fyrstur for- stöðumanna trúfélaga á íslandi hefur frfkirkjuprestur lagt það til að samtök húmanista og/eða guð- leysingja, t.d. á borð við Siðmennt fái viðurkenningu og stöðu til jafns á við trúfélög. Mannréttindabarátta samkyn- hneigðra hefur borið mikinn ár- angur undanfarin ár. Það eina sem hefur staðið í vegi fyrir því að samkynhneigðir fái náð fullu jafnræði á við gagnkynhneigða hér á landi er andstaða og hindr- un forsvarsmanna þjóðkirkjunn- ar. Þar fara þjóðkirkjumenn gegn vilja íslenskrar kirkju sem er fólk- ið í landinu og í raun gegn vilja Al- þingis sem og okkar færustu guð- fræðinga. Fríkirkjan metur mannréttindi ofar trúarlegum kreddum. Boð Krists um að við elskum náungann eins og okkur sjálf krefst þess af okkur. Eins getum við ekki kennt okkur við Lúther nema við virðum lýðræði og jafnræði. Hjörtur Magni Jóhannsson Þjónusta allan sólarhringinn Þjónusta fyrir fólk sem þarfnast aðstoðar vegna fötlunar, veikinda, slysa, öldrunar og fyrir aðstandendur sem sinna umönnun. Ráðgjöf og sálfræðiþjónusta á sama stað www.vinun.is Sími: 517-7168 & 820-5768 @Vinun Ráðgjafar- & þjónustumiðstöð


Fríkirkjan í Reykjavík 110 ára

Year
2009
Language
Icelandic
Pages
12


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Fríkirkjan í Reykjavík 110 ára
http://baekur.is/bok/15d9ec83-81b9-446e-bdcc-d178853ae121

Link to this page: (5) Page 5
http://baekur.is/bok/15d9ec83-81b9-446e-bdcc-d178853ae121/0/5

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.