Leita | Ítarleit | Titlar |
Bók

Fríkirkjan í Reykjavík 110 ára


Höfundur:
-

Útgefandi:
Fríkirkjan í Reykjavík, 2009

á leitum.is Textaleit

14 blaðsíður
Skrár
PDF (1,1 MB)
JPG (1,2 MB)
TXT (1,7 KB)

Deila

þú þarft að vera með Adobe Reader Plugin til að skoða þessa síðu.

get Adobe Reader


FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK
I I lÁRA
1899-2009
HÁTÍÐARRIT
tofnun Fríkirkjunnar í Reykjavík í lok 19. aldar er með merk-
ari atburðum íslenskrar kirkjusögu. Frá byrjun var Fríkirkjan
grasrótarhreyfing og nýtt lýðræðisafl í ferskum anda nýfengins
trúfrelsis. Hún var stofnuð af íslenskri alþýðu en ekki goðum,
höfðingjum, valds- eða embættismönnum. Iðnaðarmenn og barn-
margar verkamannafjölskyldur voru í fararbroddi sem og fjöl-
skyldur sjómanna og bænda sem voru að flytja
til Reykjavíkur. Stofnun Fríkirkjunnar gegndi
mikilvægu hlutverki í sjálfstæðisbaráttu ís-
lendinga. Stofnunin og síðan bygging hinnar
stóru viðarkirkju við Tjörnina einkenndist af
einstakri framtakssemi, trú, von og djörfung.
Á fyrri hluta síðustu aldar tilheyrði helmingur
íbúa Reykjavfkur Fríkirkjunni og því hefur hún
alltaf verið miðlæg í sögu borgar og menningar-
lífs landsmanna.
Allir eru velkomnir í Fríkirkjuna, óháð þjóð-
erni, litarhætti, tungumáli, kyni, kynhneigð,
samfélagsstöðu eða trú.
Okkar samfélagslegu gildi og trúarlegu leið-
arljós hafa frá upphafi verið: Heiðarleiki, jafn-
ræði, frelsi, djörfung, mannréttindi, umburðar-
lyndi og víðsýni. Allt eru þetta gildi sem eiga sér
djúpar og órjúfanlegar rætur í þjóðarsál okkar.
Fríkirkjan í Reykjavík þakkar af alhug þeim mörgu sem hafa
haldið uppi og leitt starf kirkjunnar í 110 ár. Víst er að Kvenfé-
lag Fríkirkjunnar hefur átt ríkulegan þátt í flestum þeim fram-
faramálum er Fríkirkjan hefur komið að. Blað þetta er helgað
f jölmörgum velunnurum og það er von okkar að í því megi finna
fróðleik um sögu okkar og starf, hugsjónir og framtíðarsýn.
GEYMIÐ BLAÐIÐ
Heiðarleiki
Jafnræði
Frelsi
Djörfung
Mannréttindi
Umburðarlyndi
Víðsýni