loading/hleð
(20) Blaðsíða 18 (20) Blaðsíða 18
EVRÓPSIC ÁHRIF í (lag, eins og á fyrri öldum, fylgjast amerískir málarar mjög ná- kvæmlega með öllu, sem gerist í málaralist í Evrópu. Nútíma frönsk list liafði mjög sterk álirif í Bandaríkjunum á árunum frá 1910— 1920, og áhrif hennar hafa varað fram á þennan dag. Ollum til- raunum evrópskra málara með hina ýmsu ,,isma“ hefur verið fylgt með mikilli atliygli í Bandaríkjunum, enda hafa flestir amerískir listamenn fullnumað sig í Evrópu, og öllum hefur þeim veitzt tæki- færi til að fylgjast með evrópskum listahreyfingum, fvrir þúsundir evrópskra málverka, sem keypt hafa verið í almenn listasöfn og einkasöfn í Bandaríkjunum á síðari árum. Ennfremur hefur, á síð- ustu tíu árum, legið til Bandaríkjanna stöðugur straumur lista- manna frá Evrópu, einkanlega frá Þýzkalandi- og Frakklandi og öðrum löndum, þar sem Nazistar hafa náð völdunum í sínar liend- ur. Þessir menn, svo sem George Grosz, Ozenfant, Chagal, Salvador Dali, Max Ernst, Tchelichew og Léger, teljast til frægustu nútíma- málara, og áhrif þeirra á ameríska list verða enn ekki metin. En það er einkar skemmtilegt að athuga, hversu dvöl þeirra í Banda- ríkjunum hefur nú þegar liaft áhrif á list þeirra í þá átt að draga úr öfgunum, bæði í sjónarmiði og stíl. Sé hin litauðga túlkun George Grosz á útsýni við Cape Cod atliuguð, þá verður ljóst ao þessi listmálari, sem á fyrri árum sínum var einn hinn naprasti og kaldhæðnasti listamaður, sem uppi liefur verið, og einn meðal skel- eggustu mótstöðumanna nazistahreyfingarinnar, hefur fundið anda sínum frið í hinum nýja heimi. Þrátt fyrir þessi mörgu og margbreyttu álirif frá nýjustu lista- stefnum Evrópu, má segja, að almennt hafi amerískir málarar ekki reynt til lilítar að færa sér í nyt tilraunir Parísarskólans. Þeir hafa lært allmikið af Frökkum um greiningu hinna ýmsu náttúruforma, og hafa þannig fengið meira vald á tjáningu verkefnanna. Það eru vitaskuld margir meðal amerískra málara á þessum tímum, sem eru óhlutbundnir í list sinni, eða jafnvel „sur-realistar,“ en þeir standa utan við aðalstrauminn í amerískri list. Stuart Davis er ef til vill fremstur þessara manna, en liann telst til kúbista. En það er mjög atliyglisvert fyrirbrigði, að í höndum hans verður kúb- isminn fyrir þjóðlegum amerískum áhrifum. Það má líka geta þess, að Davis krefst þess, að vera kallaður raunsæismaður, þó að verk hans geti alls ekki talizt til eftirlíkingarlistar. Að svo rniklu leyti sem nútíma amerískri list verður skipað í einn flokk, virðist aðalstefnan vera óhlutbundið raunsæi, sem þó er ekki gefinn laus taumur. Yfir hinu raunsæa leikur svipur hins skáld- lega og ímyndunarkennda, eins og áður hefur verið vikið að; þetta er stöðugur undirtónn í sögu amerískrar málaralistar. List Peters Blume — en hann á hér myndina „Báturinn“ — er t. d. ekki óhlut- 18
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Kápa
(44) Kápa
(45) Kvarði
(46) Litaspjald


Málverkasýning

Ár
1944
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
44


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Málverkasýning
http://baekur.is/bok/ead91150-d3e6-4e8a-9362-aade14d78cf0

Tengja á þessa síðu: (20) Blaðsíða 18
http://baekur.is/bok/ead91150-d3e6-4e8a-9362-aade14d78cf0/0/20

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.