loading/hleð
(19) Blaðsíða 15 (19) Blaðsíða 15
 Gamli skóli er reistur í byggingarstíl þeim sem nefndur hefur verið sveitserstíll og kom fram á fyrra hluta 19du aldar við smíði marglyftra timburhúsa í Þýskalandi og Sviss, Schweiz, en af því landsheiti er nafnið sveitserstíll dregið. Bygging- arstíllinn er sagður andsvar við nýklassíska stílnum í húsagerð þar sem form voru einfbld og líkt var eftir byggingum í Róm og Grikklandi hinu forna. I sveitserstíl skyldu form hins vegar vera fjölbreytileg og draga fram eiginleika timburs og sýna þanþol þess og var markmiðið að nýta eiginleika efnisins til hins ítrasta. Helstu einkenni sveitserstílsins eru svipmiklir húsgaflar sem skaga fram úr meginskipi húss á háum steinkjallara, en brött þök ganga út yfir húsveggi. Sperrutær og þverbönd eru máluð í öðrum lit en sjálft húsið til þess að draga fram burðarvirki þess sem minnir á burðarvirki í bindingsverkshúsum miðalda. Timburstólpar í öðrum lit eru áberandi við glugga og innganga og skilja að hluta hússins. Utskorið skraut með laufaskurði er fellt inn í gaflsperrur og vindskeiðar. Eitt einkenni sveitserhúsa eru krossgluggar með smáum rúðum og anddyri eða svalaútskot með lituðu gleri í glugg- um, kvistir, spírur eða turnar á þaki. Sveitserstíllinn barst til Noregs um miðja 19du öld þar sem fyrir var aldagömul hefð í smíði timburhúsa, einkum bjálkahúsa. Aukin tækni við að fella tré, saga og móta timbur blés nýju lífi í smíði timburhúsa í Noregi. Verksmiðjur voru reistar víða um landið og kynntu þær smíði sína með bæklingum, katalógum. Eftir þeim var unnt að panta full- smíðuð hús eða húshluta, svo sem glugga og hurðir. Húsin voru að norskri fyrirmynd oft kölluð katalóghús á Islandi. Sum húsin voru sett saman í verksmiðjunni en tekin niður aftur og send tilsniðin til kaupenda víða um Norðurlönd og þá einnig til Islands. Smíði Gamla skóla tók aðeins fjóra mánuði. Hornsteinn var lagður 4. júní 1904 og byrjað að kenna í húsinu í október, þótt ýmsu væri þó ólokið, bæði utan húss og innan. Norsk katalóghús risu víða um land í lok 19du aldar og í upphafi hinnar tuttugustu. Húsaviðir voru merktir og flokkaðir og flýtti það fyrir smíði húsanna. Þannig var um húsaviðina í Gamla skóla. Má enn sjá þessar merkingar á viðum víða í húsinu. Forsmiður Gamla skóla, Sigtryggur Jónsson, timburmeistari frá Espihóli í Eyjafirði, hefur án efa notfært sér norska kataloger þegar hann gerði teikningar af skólahúsi á Akureyri veturinn 1903 til 1904 því að árið 1900 hafði hann reist sér katalóghús nyrst í Fjörunni sem nú heitir Aðalstræti 16.
(1) Band
(2) Band
(3) Saurblað
(4) Saurblað
(5) Blaðsíða 1
(6) Blaðsíða 2
(7) Blaðsíða 3
(8) Blaðsíða 4
(9) Blaðsíða 5
(10) Blaðsíða 6
(11) Blaðsíða 7
(12) Blaðsíða 8
(13) Blaðsíða 9
(14) Blaðsíða 10
(15) Blaðsíða 11
(16) Blaðsíða 12
(17) Blaðsíða 13
(18) Blaðsíða 14
(19) Blaðsíða 15
(20) Blaðsíða 16
(21) Blaðsíða 17
(22) Blaðsíða 18
(23) Blaðsíða 19
(24) Blaðsíða 20
(25) Blaðsíða 21
(26) Blaðsíða 22
(27) Blaðsíða 23
(28) Blaðsíða 24
(29) Blaðsíða 25
(30) Blaðsíða 26
(31) Blaðsíða 27
(32) Blaðsíða 28
(33) Blaðsíða 29
(34) Blaðsíða 30
(35) Blaðsíða 31
(36) Blaðsíða 32
(37) Blaðsíða 33
(38) Blaðsíða 34
(39) Blaðsíða 35
(40) Blaðsíða 36
(41) Blaðsíða 37
(42) Blaðsíða 38
(43) Blaðsíða 39
(44) Blaðsíða 40
(45) Blaðsíða 41
(46) Blaðsíða 42
(47) Blaðsíða 43
(48) Blaðsíða 44
(49) Blaðsíða 45
(50) Blaðsíða 46
(51) Blaðsíða 47
(52) Blaðsíða 48
(53) Blaðsíða 49
(54) Blaðsíða 50
(55) Blaðsíða 51
(56) Blaðsíða 52
(57) Blaðsíða 53
(58) Blaðsíða 54
(59) Blaðsíða 55
(60) Blaðsíða 56
(61) Blaðsíða 57
(62) Blaðsíða 58
(63) Blaðsíða 59
(64) Blaðsíða 60
(65) Blaðsíða 61
(66) Blaðsíða 62
(67) Blaðsíða 63
(68) Blaðsíða 64
(69) Blaðsíða 65
(70) Blaðsíða 66
(71) Blaðsíða 67
(72) Blaðsíða 68
(73) Blaðsíða 69
(74) Blaðsíða 70
(75) Blaðsíða 71
(76) Blaðsíða 72
(77) Blaðsíða 73
(78) Blaðsíða 74
(79) Blaðsíða 75
(80) Blaðsíða 76
(81) Blaðsíða 77
(82) Blaðsíða 78
(83) Blaðsíða 79
(84) Blaðsíða 80
(85) Blaðsíða 81
(86) Blaðsíða 82
(87) Blaðsíða 83
(88) Blaðsíða 84
(89) Blaðsíða 85
(90) Blaðsíða 86
(91) Blaðsíða 87
(92) Blaðsíða 88
(93) Blaðsíða 89
(94) Blaðsíða 90
(95) Blaðsíða 91
(96) Blaðsíða 92
(97) Blaðsíða 93
(98) Blaðsíða 94
(99) Blaðsíða 95
(100) Blaðsíða 96
(101) Blaðsíða 97
(102) Blaðsíða 98
(103) Blaðsíða 99
(104) Blaðsíða 100
(105) Blaðsíða 101
(106) Blaðsíða 102
(107) Blaðsíða 103
(108) Blaðsíða 104
(109) Blaðsíða 105
(110) Blaðsíða 106
(111) Blaðsíða 107
(112) Blaðsíða 108
(113) Blaðsíða 109
(114) Blaðsíða 110
(115) Blaðsíða 111
(116) Blaðsíða 112
(117) Blaðsíða 113
(118) Blaðsíða 114
(119) Blaðsíða 115
(120) Blaðsíða 116
(121) Blaðsíða 117
(122) Blaðsíða 118
(123) Blaðsíða 119
(124) Blaðsíða 120
(125) Saurblað
(126) Saurblað
(127) Band
(128) Band
(129) Kjölur
(130) Framsnið
(131) Kvarði
(132) Litaspjald


Lifandi húsið

Ár
2013
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
128


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Lifandi húsið
http://baekur.is/bok/546a7fc9-1382-49bb-9075-1cfc0f1ef56f

Tengja á þessa síðu: (19) Blaðsíða 15
http://baekur.is/bok/546a7fc9-1382-49bb-9075-1cfc0f1ef56f/0/19

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.