loading/hle�
(23) Blaðsíða 19 (23) Blaðsíða 19
v/^t /}. [jjjJUjJLci* Jón A. Hjaltalín um þrítugt. Jón A. Hjaltalín varð skólastjóri Gagnfræðaskólans á Möðruvöllum við stofnun hans 1880. Þegar skólahúsið á Möðruvöllum brann í mars 1902 fluttist Hjaltalín til Akureyrar og í janúar 1905 settust þau Guðrún Thorstensen, eiginkona hans, að í skólameistara- íbúðinni í Gamla skóla fyrst allra og bjuggu þar til vors 1908. Jón Andrésson Hjaltalín fæddist 1840 á Stað i Súgandafirði, kominn af vestfirskum prestaættum og sjálfur guðfræð- ingur að mennt. Þeir Matthías Jochumsson voru samtíða í Lærða skólanum í Reykjavík og lék Jón A. Hjaltalín fyrstur manna Skugga-Svein í sýningu skólapilta á Útilegumönnum Matthíasar 1862 þar sem Guðrún Thorstensen lék Astu fyrst kvenna. Jón A. Hjaltalín var einnig skáldmæltur og flutti Viktoríu Bretadrottningu drápu á íslensku í Windsorkastala 9da apríl 1868 en hann bjó þá í Lundúnum. Drápuna flutti hann til þess að ryðja sér braut til frama, eins og hann sagði síðar. Árið 1871 varð hann bókavörður við The Advocates Library í Edinborg. Einn af skjólstæðingum hans í Edinborg var Indriði Einarsson skáld og til Edinborgar kom séra Matthías 1874 og orti þar upphaf Þjóðsöngsins í skjóli Hjalta- líns vinar síns. Jón A. Hjaltalín sat á Alþingi sem konungkjörinn þingmaður árin 1887 til 1899 og barðist fyrir ýmsum umbóta- málum, þótti einarður í tali og skýr í hugsun. I skóla sínum lét hann nemendur tala þá erlenda tungu sem þeir voru að læra hverju sinni, en sjálfur kenndi hann ensku og samdi kennslubækur í ensku og talaði við nemendur á broad Scots, að því er sagan segir. Engar skriflegar áminningar, „nótur“, voru gefnar í skóla Hjaltalíns, eins og í Lærða skólanum í Reykjavík, heldur ræddi hann við nemendur sem brotlegir gerðust. I Reykjavíkurskóla er hins vegar sagt að Bjarni rektor Jónsson hafi gefið piltum „núll, kjaftshögg og nótu“ ef þeir brutu af sér að hans dómi. I skóla Hjaltalíns voru ekki gefnar einkunnir daglega, eins og í Reykjavík, heldur einungis einkunnir fyrir skrifleg próf og verkefni. Allt voru þetta nýmæli sem Hjaltalín mun hafa tekið með sér frá Bretlandi. Jón A. Hjaltalín var lífsnautnamaður, át harðfisk og hákarl og drakk brennivín sem hann geymdi í litlu herbergi við austurvegg á annarri hæð hússins, sem upphaflega var skrifstofa hans og margir þekkja undir nafninu Brennivíns- kompa Hjaltalíns, og í suðurkjallara Gamla skóla stendur enn fiskasteinn hans. Þegar Hjaltalín varð hreifur af víni söng hann vísur Skugga-Sveins mikilli röddu og lifði aftur gamla daga. 19 London&provincial photographic company 1870
(1) Band
(2) Band
(3) Saurblað
(4) Saurblað
(5) Blaðsíða 1
(6) Blaðsíða 2
(7) Blaðsíða 3
(8) Blaðsíða 4
(9) Blaðsíða 5
(10) Blaðsíða 6
(11) Blaðsíða 7
(12) Blaðsíða 8
(13) Blaðsíða 9
(14) Blaðsíða 10
(15) Blaðsíða 11
(16) Blaðsíða 12
(17) Blaðsíða 13
(18) Blaðsíða 14
(19) Blaðsíða 15
(20) Blaðsíða 16
(21) Blaðsíða 17
(22) Blaðsíða 18
(23) Blaðsíða 19
(24) Blaðsíða 20
(25) Blaðsíða 21
(26) Blaðsíða 22
(27) Blaðsíða 23
(28) Blaðsíða 24
(29) Blaðsíða 25
(30) Blaðsíða 26
(31) Blaðsíða 27
(32) Blaðsíða 28
(33) Blaðsíða 29
(34) Blaðsíða 30
(35) Blaðsíða 31
(36) Blaðsíða 32
(37) Blaðsíða 33
(38) Blaðsíða 34
(39) Blaðsíða 35
(40) Blaðsíða 36
(41) Blaðsíða 37
(42) Blaðsíða 38
(43) Blaðsíða 39
(44) Blaðsíða 40
(45) Blaðsíða 41
(46) Blaðsíða 42
(47) Blaðsíða 43
(48) Blaðsíða 44
(49) Blaðsíða 45
(50) Blaðsíða 46
(51) Blaðsíða 47
(52) Blaðsíða 48
(53) Blaðsíða 49
(54) Blaðsíða 50
(55) Blaðsíða 51
(56) Blaðsíða 52
(57) Blaðsíða 53
(58) Blaðsíða 54
(59) Blaðsíða 55
(60) Blaðsíða 56
(61) Blaðsíða 57
(62) Blaðsíða 58
(63) Blaðsíða 59
(64) Blaðsíða 60
(65) Blaðsíða 61
(66) Blaðsíða 62
(67) Blaðsíða 63
(68) Blaðsíða 64
(69) Blaðsíða 65
(70) Blaðsíða 66
(71) Blaðsíða 67
(72) Blaðsíða 68
(73) Blaðsíða 69
(74) Blaðsíða 70
(75) Blaðsíða 71
(76) Blaðsíða 72
(77) Blaðsíða 73
(78) Blaðsíða 74
(79) Blaðsíða 75
(80) Blaðsíða 76
(81) Blaðsíða 77
(82) Blaðsíða 78
(83) Blaðsíða 79
(84) Blaðsíða 80
(85) Blaðsíða 81
(86) Blaðsíða 82
(87) Blaðsíða 83
(88) Blaðsíða 84
(89) Blaðsíða 85
(90) Blaðsíða 86
(91) Blaðsíða 87
(92) Blaðsíða 88
(93) Blaðsíða 89
(94) Blaðsíða 90
(95) Blaðsíða 91
(96) Blaðsíða 92
(97) Blaðsíða 93
(98) Blaðsíða 94
(99) Blaðsíða 95
(100) Blaðsíða 96
(101) Blaðsíða 97
(102) Blaðsíða 98
(103) Blaðsíða 99
(104) Blaðsíða 100
(105) Blaðsíða 101
(106) Blaðsíða 102
(107) Blaðsíða 103
(108) Blaðsíða 104
(109) Blaðsíða 105
(110) Blaðsíða 106
(111) Blaðsíða 107
(112) Blaðsíða 108
(113) Blaðsíða 109
(114) Blaðsíða 110
(115) Blaðsíða 111
(116) Blaðsíða 112
(117) Blaðsíða 113
(118) Blaðsíða 114
(119) Blaðsíða 115
(120) Blaðsíða 116
(121) Blaðsíða 117
(122) Blaðsíða 118
(123) Blaðsíða 119
(124) Blaðsíða 120
(125) Saurblað
(126) Saurblað
(127) Band
(128) Band
(129) Kjölur
(130) Framsnið
(131) Kvarði
(132) Litaspjald


Lifandi húsið

Ár
2013
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
128