loading/hleð
(7) Blaðsíða 7 (7) Blaðsíða 7
7 þeir, sem ekki enn hafa lært að hafa gaman af mynd- um hans, þeir læra það kannske þarna. Fyrir mörgum árum heimsótti eg Kjarval á vinnustofu hans í Kaupmannahöfn. Hann var þá nýlega búinn a<5 mála mynd af Austurbrúargötu. Eg ætlaSi að virða mynd- ina vandlega fyrir mér, reisti hana upp við vegg og gekk síðan um þvert gólf, til þess að skoða hana úr nokkurri fjarlægð. Er ég var kominn á minn sjónarstað, gekk Kjarval að myndinni, hægum, rólegum skrefum, tók myndina, og sneri þvi upp, sem eg hafði snúið niður, og sagði: „Eiginlega á nú myndin að snúa svona.“ „Einmitt það,“ sagði eg, og hélt síðan áfram að horfa á myndina. Mér fanst snúningurinn ekki skifta miklu máli. í sýningunni í Markaðsskálanum snúa allar myndirnar rétt. Vífilsfell snýr upp. En sé Vífilsfell ekki með á myndunum, skiftir það venju- lega elcki miklu máli, að mér sýnist, hvernig þær eru látn- ar snúa. ALÞÝÐUBL.: Sýning Kjarvals í Markaðsskálanum. í almennum trúarbrögðum er talað um þrjár persónur guðdómsins, en þeirrar fjórðu er ekki getið, og þó getur hinn þríeini guð ekki án hennar lifað. — Ef þessi fjórða persónulega víðátta guðdómsins er ekki til, þá er um enga list að ræða, heimurinn er guðlaus, lífvana og tómur. Þessi sýning Kjarvals i Markaðsskálanum: — Aldrei hefir merkilegri og innblásnari sýning verið opnuð á íslandi — og aldrei sjúkari, frá almennu sjón- armiði. Engin auglýsing. Engin myndaskrá. Engin flokkun, núm- er eða niðurröðun. Ekkert verð. Eru þá myndirnar ekki til sölu?


Málverkasýning Kjarvals

Ár
1939
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
14


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Málverkasýning Kjarvals
http://baekur.is/bok/316b58da-9095-4470-a810-6d879a3e6772

Tengja á þessa síðu: (7) Blaðsíða 7
http://baekur.is/bok/316b58da-9095-4470-a810-6d879a3e6772/0/7

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.