loading/hleð
(10) Blaðsíða 2 (10) Blaðsíða 2
2 frá því, sem einkennilegast og merkast er við bók þessa. En það er sjálft fyrirkomulagið á útgáfunni og orðabókars jóðurinn. Við Blöndal byrjuðum á orðabókinni árið sem við giftumst (1903), og fengum til hennar litilfjörlegan ár- legan stvrk upp frá því og til 1919, er handritinu loks var nokkurnveginn aflokið. Þarf jeg eigi að fjölyrða um, bvílíkt starf það var að orðtaka hin fjölmörgu rit, er sjálfsagt var að færa sjer í nvt. Hefir Sigfús Blöndal aðeins lauslega drepið á starf þetta í formála bókarinnar. En beimildaskráin talar sínu máli, og eru þar talin nær 500 rit. — Hafa og margir átt lijer lílut að máli, sem nærri má geta. Varð liandritið alls nær 200,000 seðlum með tilvitnunum og skýringum. Og varð sú raunin á, að því nær fjórði partur af hand- ritinu, einkum af tilvitnunum, varð að liggja eftir ó- notaður, til þess að orðabókin yrði eigi miklu stærri en ráð var fyrir gert og fje gat til fengist. Veturinn 1917—1918 var Sigfús Blöndal lieima í Reykjavik með það sem þá var komið af handritinu til þess að undirbúa það undir prentun, og reyna að fá forleggjara að bókinni. En eigi fengust neinir samningar við forleggjara, sem unt væri að ganga að. Kom hann að svo búnu aftur til Hafnar, og áttum við allmargar umræður um það, hvað til bragðs skyldi taka, til þess að fá fje til útgáfunnar. Segir Blöndal sjálfur svo frá þeim úrslitum, sem á þeim samræð- um urðu, í formála bókarinnar: . kom þá kona mín með frumlega uppástungu, sem jeg strax fjelst á með ánægju ....“. Uppástungan var sú, að orðabók- in ætti að eiga sig sjálf, þannig, að ef stjórnir íslands og' Danmerkur vildu kosta þessa fyrstu útgáfu, þá skyldi alt það fje, er inn kæmi fyrir sölu bókarinnar, renna í sjerstakan sjóð, er bjeti Ilinn íslensk-danski orðabókarsjóður. Og skyldi sjóði þessum varið til fullkomnunar bókinni og til nýrrar útgáfu, er þörf gerðist. Kæmi svo aftur andvirði ])eirrar útgáfu í sjóð-


Ísland skapar fordæmi

Ár
1928
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
24


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Ísland skapar fordæmi
http://baekur.is/bok/07394a61-ccc8-4474-85ab-d3a7691dd352

Tengja á þessa síðu: (10) Blaðsíða 2
http://baekur.is/bok/07394a61-ccc8-4474-85ab-d3a7691dd352/0/10

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.