loading/hleð
(16) Blaðsíða 8 (16) Blaðsíða 8
8 6. gr. Þegar meðundirrituð kona min og jeg erum bæði dáin, skal alt það, sem við höfum safnað til nýrrar út- gáfu orðabókarinnar, vera eign sjóðs'ins. 7. gr. Stjórn sjóðsins skal skipuð fimxn mönnum, og skulu i fyrstu stjórn hans vera þessir: 1. og 2. Undirritaður dr. phil. Sigfús Blöndal og með- undirrituð kona min og meðstarfsmaður. 3. Stjórnarmaður, er Sigfús Blöndal tiinefni. 4. Prófessorinn i íslenskri málfræði við Háskóla Is- lands. 5. Stjórnarmaður, sem danska kenslumálaráðuneyt- ið tilnefnir. Hinir tveir fyrstnefndu eru í stjórninni til æfiloka. Nú verður laust sæti i stjórninni við það, að einhver iiinna þriggja fyrstnefndu stjórnarmanna deyr eða fer frá á annan hátt, og kjósa þá allir hinir stjórnar- nefndarmennirnir í sameiningu nýjan mann í stjórn- ina, annaðhvort æfilangt eða til ákveðins árafjölda, eftir því, sem þeim sýnist, og á sama hátt kýs stjórn- in ávalt framvegis menn í þessi þrjú sæti. Þá eina má kjósa i stjórn, sem eru rcyndir mátfræðingar og vel að sjer i íslensku og dönsku. Þeir skulu og Iielst vera búsettir i Revkjavik eða Kaupmannahöfn, eða i ná- grenni þeirra Ixæja. Ef einhverjar þær breytingar verða, sem liafa það í för með sjer, að ekki er hægt að koma við ákvæð- inu um 4. stjórnarmanninn, sem þessi grein tiltekur, ræður kenslumálaráðuneyti íslands kosningu lians. Kenslumálaráðuneytið danska ákveður sjálft, hve lengi sá maður, er það tilnefnir í stjórnina, skuli eiga jxar sæti i hvert sinn.


Ísland skapar fordæmi

Ár
1928
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
24


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Ísland skapar fordæmi
http://baekur.is/bok/07394a61-ccc8-4474-85ab-d3a7691dd352

Tengja á þessa síðu: (16) Blaðsíða 8
http://baekur.is/bok/07394a61-ccc8-4474-85ab-d3a7691dd352/0/16

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.