
(6) Blaðsíða [4]
í skapgerð og fari Ásgríms Jónssonar voru margir þeirra
þátta, sem þeir höfðu til að bera, er fyrr á öldum voru taldir
helgir menn. Hann var alvörugeíinn trúmaður, sem bar hina
dýpstu lotningu fyrir lífsundrinu, hann var einlægur mann-
vinur, sem í raun og sannleika elskaði náungann eins og
sjálfan sig, sannfæring hans var bjargföst og viljinn sterkur,
en hjarta hans var hógvært og lítillátt, hann var framsækinn
einstaklingshyggjumaður, af því að hann trúði á manninn
og gildi hans, listamaður, af því að í brjósti hans brann sá logi,
sem guð einn getur kveikt.
Ríkisstjórnin hefur ákveðið, að hús Ásgríms Jónssonar við
Bergsstaðastræti skuli varðveitt í því horfi, er hann skildi við
það, bæði íbúð hans og vinnustofa. í þeim híbýlum er ekki
rúm til þess að varðveita og sýna verk hans. En þegar lista-
safn íslands verður reist, mun safni hans valinn veglegur stað-
ur. Verður þess vonandi ekki langt að bíða, að þjóðin geti að
staðaldri notið listar hans í slíkum salarkynnum. Hin dýrmæta
gjöf ætti að verða Alþingi hvatning til þess að hefja þegar
undirbúning þeirrar byggingar, og hefur ríkisstjórnin til athug-
unar, með hverjum hætti framgangur þessa máls verði bezt
tryggður.
En. fábrotin híbýli Ásgríms Jónssonar munu líka varðveita
minninguna um mikinn mann. Þeir, sem koma í hús hans,
hljóta að íyllast lotningu andspænis látleysinu og íburðarleys-
inu, mér liggur við að segja þægindaleysinu, sem einkennir
þar alla hluti. Það væri hollur lærdómur sérhverjum íslenzk-
um unglingi, gagnlegri en margar stundir á skólabekk, að koma
í þetta hús og sjá, hverjar kröfur einn mesti snillingur þjóðar-
innar gerði til ytra aðbúnaðar. Af því mætti íslenzk æska læra,
að menn verða aðeins miklir af sjálfum sér, að öll hamingja
kemur að innan, að mælikvarðinn á manninn er ekki sá íburð-
ur, sem hann umvefur sig, heldur þau andlegu verðmæti, sem
hann skapar.
íslenzka þjóðin þakkar Ásgrími Jónssyni gjöfina, sem hann
gaf henni. Meðan íslenzkt hjarta slær, mun minning hans lifa
í þessu landi. Meðan íslenzk tunga er töluð, mun nafn hans
lifa á vörum þessarar þjóðar.
GYLFI Þ. GÍSLASON
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða [1]
(4) Blaðsíða [2]
(5) Blaðsíða [3]
(6) Blaðsíða [4]
(7) Blaðsíða [5]
(8) Blaðsíða [6]
(9) Blaðsíða [7]
(10) Blaðsíða [8]
(11) Blaðsíða [9]
(12) Blaðsíða [10]
(13) Blaðsíða [11]
(14) Blaðsíða [12]
(15) Blaðsíða [13]
(16) Blaðsíða [14]
(17) Blaðsíða [15]
(18) Blaðsíða [16]
(19) Kápa
(20) Kápa
(21) Kvarði
(22) Litaspjald
(2) Kápa
(3) Blaðsíða [1]
(4) Blaðsíða [2]
(5) Blaðsíða [3]
(6) Blaðsíða [4]
(7) Blaðsíða [5]
(8) Blaðsíða [6]
(9) Blaðsíða [7]
(10) Blaðsíða [8]
(11) Blaðsíða [9]
(12) Blaðsíða [10]
(13) Blaðsíða [11]
(14) Blaðsíða [12]
(15) Blaðsíða [13]
(16) Blaðsíða [14]
(17) Blaðsíða [15]
(18) Blaðsíða [16]
(19) Kápa
(20) Kápa
(21) Kvarði
(22) Litaspjald