
(3) Blaðsíða [1]
Eftirlíking og sértekning í list
Það leikur vart á tveim tungum, að list er ekki
nein tegund tækni, og þess vegna getur hún ekki heldur verið fólgin í eftirlíkingu. Ef
hlutverk listarinnar væri einungis það að líkja eftir náttúrunni, myndi listaverkið hafa
allar sömu eigindir og fyrirmyndin. Listin bætti engu við náttúruna og er vant að sjá,
hvaða erindi hún ætti í heiminn. Tala má um tvo hætti eftirlíkingar eftir því, hvort
líkt er eftir náttúrunni eða listaverkum, en í báðum tilvikunum er um tækni að ræða,
en ekki frumlega listræna tjáningu. Málarinn eða myndhöggvarinn, sem gerir ná-
kvæma eftirmynd af málverki eða höggmynd, þarf vissulega á mikilli tæknikunnáttu
að halda, en verk hans sem slíkt er samt ekki listaverk. Um þetta munu flestir vera
sammála, en mikill hluti almennings telur þó listaverk sams konar tilraunir til að líkja
nákvæmlega eftir náttúrunni.
Almenningur hér á landi, eins og víðast annars staðar, er ruglar mjög eftirlíkingar-
tækni saman við hreina list, skýrir listgildi málverks fyrir sér eitthvað á þessa lund:
Þetta málverk tjáir — eða á að tjá mér — hið sama og fyrirmyndin, landslagið eða
andlitið, sem málverkið er af. Gildi málverksins er fólgið í líkingu þess við fyrir-
myndina. — Hér er algerlega ólistrænn mælikvarði og mat lögð á málverkið, listin er
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða [1]
(4) Blaðsíða [2]
(5) Blaðsíða [3]
(6) Blaðsíða [4]
(7) Blaðsíða [5]
(8) Blaðsíða [6]
(9) Blaðsíða [7]
(10) Blaðsíða [8]
(11) Blaðsíða [9]
(12) Blaðsíða [10]
(13) Blaðsíða [11]
(14) Blaðsíða [12]
(15) Blaðsíða [13]
(16) Blaðsíða [14]
(17) Blaðsíða [15]
(18) Blaðsíða [16]
(19) Blaðsíða [17]
(20) Blaðsíða [18]
(21) Blaðsíða [19]
(22) Blaðsíða [20]
(23) Kápa
(24) Kápa
(25) Kvarði
(26) Litaspjald
(2) Kápa
(3) Blaðsíða [1]
(4) Blaðsíða [2]
(5) Blaðsíða [3]
(6) Blaðsíða [4]
(7) Blaðsíða [5]
(8) Blaðsíða [6]
(9) Blaðsíða [7]
(10) Blaðsíða [8]
(11) Blaðsíða [9]
(12) Blaðsíða [10]
(13) Blaðsíða [11]
(14) Blaðsíða [12]
(15) Blaðsíða [13]
(16) Blaðsíða [14]
(17) Blaðsíða [15]
(18) Blaðsíða [16]
(19) Blaðsíða [17]
(20) Blaðsíða [18]
(21) Blaðsíða [19]
(22) Blaðsíða [20]
(23) Kápa
(24) Kápa
(25) Kvarði
(26) Litaspjald