loading/hleð
(4) Page [2] (4) Page [2]
þarna látin þjóna einhæfu og annarlegu markmiði, og til þess að troða henni í þetta Prócrúst-rúm, verður að limlesta hana. Það liggur í eðli listarinnar, að hún er þess megnug að sýna oss hluti og atburði í síbreytilegu samhengi, frá óendanlega mörgum sjónarmiðum, og þess vegna getur hún aldrei að fullu þjónað einhverju tilteknu mark- miði og engu öðru, hvort sem það er eftirlíking, gagnsemi, siðgæði, trú eða eitthvað annað. Listin losar oss við þann hleypidóm, eins og bandaríski heimspekingurinn John Dewey tekur réttilega fram, að hlutirnir hafi óbreytilegt og einrætt gildi. Þetta skýrir, hvers vegna ýmislegt, sem ljótt er í náttúrunni, þ. e. í venjulegu samhengi, getur orðið fagurt í list, þar sem það er sett í annað samhengi; þar fær það nýja merkingu, verð- ur hluti af nýrri heild, listaverkinu, og eykur tjáningargildi þess. Náttúrunni má líkja við orðabók, eins og hinn mikli frakkneski málari og hugsuður Delacroix komst að orði. Vér hverfum aftur til náttúrunnar til þess að fá hinn rétta tón, ef svo má segja, eins og vér notum orðabókina til þess að fá hina réttu merkingu orðanna, fræðast um stafsetningu þeirra og uppruna. En eins og oröabókin kennir oss eigi, hvernig vér eigum að skrifa ritgerð, semja skáldsögu eða yrkja Ijóð, þannig ber málaranum ekki að skoða náttúruna sem fyrirmynd, er stæla eigi nákvæmlega í öllum greinum. Hin myndræna sköpun fer fram í ímyndun listamannsins, og málverk, sem er listaverk, er ekki stæling fyrirmyndar, heldur túlkun listamannsins á henni. Þegar vér njótum fegurðar málverks eða höggmyndar, leitumst vér ekki við að finna þeim hliðstæðu í veruleikanum; í huga vorum fer ekki fram samanburður á þeim og fyrirmyndunum, eða myndinni og þeim raunverulegu hlutum, sem hún getur minnt oss á. Myndin er sjálfstæð sköpun, heimur út af fyrir sig, sem vér njótum og dæmum um án alls samanburðar við raunveruleikann: Eitthvert andlitsmálverk getur hrifið mig því meir, sem það er ólíkara fyrirmyndinni. Allir listelskir menn finna í hjarta sínu þessi skil listar og veruleika, þótt þeir geri sér þess ekki nærri því alltaf ljósa grein. Ohlutstæð (abstract) list er oft talin andstæða eftirlíkjandi listar eða raunsæislistar. Um þetta form listrænnar tjáningar er nú mjög deilt, sumir telja hana enga list, held- ur föndur eitt og gabb, en aðrir hefja hana upp til skýjanna. Vér skulum nú athuga með hverjum rökum óhlutstæð list er fordæmd yfirleitt. I fyrsta lagi er hún fordæmd með þeim rökum, að óhlutstæö listaverk líkist engum náttúrlegum hlutum, þ. e. sé ekki eftirlíking neins. Þessi rök reynast léttvæg, þegar menn hafa gert sér ljóst, aö fullkom-


Septembersýningin 1951.

Year
1951
Language
Icelandic
Pages
24


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Septembersýningin 1951.
http://baekur.is/bok/1281f32d-28d1-45ad-9034-95afbbfc5996

Link to this page: (4) Page [2]
http://baekur.is/bok/1281f32d-28d1-45ad-9034-95afbbfc5996/0/4

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.