loading/hleð
(5) Blaðsíða [3] (5) Blaðsíða [3]
in eftirlíking er tækni, en ekki list. Með þessum rökum mætti afmá tvær listgreinir, tónlist og byggingarlist, því að þær styðjast ekki við náttúrlegar fyrirmyndir. Og lend- um vér hér í augljósum firrum. Önnur mótbára er veigameiri, en hún er sú, að óhlut- stæð listaverk tjái ekkert, merki ekkert, bak við þau sé ekkert nema tómið, og séu þau af þessari ástæðu ekki listaverk nema að nafninu til. Og eg hygg það rétt vera: Ef óhlutstæð list tjáir oss ekkert, gengur hún ranglega undir heitinu list. Bandaríska list- fræðingnum Albert C. Barnes falla orð um þetta eitthvað á þessa lund: Samband list- arinnar við veruleikann rofnar ekki, þótt hin listrænu form séu ekki lengur hin sömu og form raunverulegra hluta. Það rofnar ekki frekar en hlutlægni vísindanna hverfur úr sögunni við það, að hætt er að nota hugtök eins og jörð, eld, loft, vatn og sett eru í stað þeirra torræðari hugtök, eins og vetni, ildi, lyfti og kolefni. Þótt málverk líkist engum náttúrlegum hlutum, getur það sýnt oss þær eigindir, sem allir einstakir hlutir hafa . . . Af þessu leiðir, að óhlutstætt málverk getur vakið með oss svipaðar kenndir og þær, sem einstakir hlutir tjá oss á sérstæðari hátt. — Listin er ekki svipt tjáningar- gildi sínu, þótt hún sýni oss einungis samband hinna ýmsu eiginda hlutanna, án þess að gefa oss í skyn sérkenni þeirra nánar en nauðsyn er á til þess að vér skynjum mynd- ina sem tjáningarheild. Öll list er að einhverju leyti meira eða minna óhlutstæð, hún sértekur ýmsar eigindir einstakra hluta. Annars væri ekki urn listræna tjáningu að ræða, heldur svo nákvæma stælingu, að vér færum villt á henni og fyrirmyndinni, eins og þjóðsagan hermir oss um veslings fuglana, sem tóku þrúgurnar á málverki Zeuxis fyrir raunverulegar þrúgur. 011 stílfærsla í list er sértekning, og engar reglur eru til um það, hversu mikil eða víðtæk sértekningin má vera til þess að verkið glati tjáning- argildi sínu. Þar er hvergi hægt að draga markalínur. í list á sértekning að auka tján- ingarmátt listaverksins. Persónuleiki og reynsla listamannsins ákvarða, hvað á að tjá, og þess vegna einnig hitt, hversu víðtæk sértekningin á að vera og hvers eðlis. Stundum hafa trúarskoðanir gefið óhlutstæðri list byr undir báða vængi: Múhameðs- trúarmönnum fannst það guðlaus hroki að ætla sér að stæla sköpunarverk drottins, og lögðu þeir því alla stund á flúr og skraut eða óhlutstæða list. Þegar sértekningin er komin á mjög hátt stig, svo að vér sjáum engan náttúrlegan hlut í málverkinu eða höggmyndinni, eða hann er a. m. k. rnjög torkennilegur, þá er um að ræða það, sem í daglegu tali er nefnt óhlutstæð list. Listastefna þessi á, eins og kunn-


Septembersýningin 1951.

Ár
1951
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
24


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Septembersýningin 1951.
http://baekur.is/bok/1281f32d-28d1-45ad-9034-95afbbfc5996

Tengja á þessa síðu: (5) Blaðsíða [3]
http://baekur.is/bok/1281f32d-28d1-45ad-9034-95afbbfc5996/0/5

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.