loading/hleð
(10) Blaðsíða 6 (10) Blaðsíða 6
6 vilja bafa forna stafsetning, en eru eigi nógu kunnugir fornmálinu. í elztu og beztu skinnbókum er gjör nákvæmr munr á samstöfunni (or eða) ur og r í niðrlagi orða, og ætla eg hér að geta hinna helztu orða, sem hafa (or eöa) ur að niðrlagi í fornmálinu. Orðin faðir, bróðir, móðir, systir og dóttir hafa or eða ur í eiganda, þiggjanda og þolanda eintölunnar, föður, bróður, móður, systur og dóttur; en þar að auk finnast og opt myndirnar feðr, brœðr, mœðr í hinum sömu föllum, t. d. brœðr sínum, feðr min- um, mœðr sína. Öll kvenkend orð, sem í nefnanda eintölunnar endast á a, hafa or eða ur að niðrlagi í nefnanda og þolanda fleirtölu, t. d. Iwna, í fleirtölu Itonor eða ltonur. Iiarlkend orð, sem í nefnanda eintölu endast á urr, endast á ur í þolanda eintölunnar, og eru þessi hin helztu þeirra. Fjöturr (fjöturs, fjötri, fjötur; fleirt. fjötrar, fjötra, fjötr- um): fj öturrinn varð slettr oh blautr sem silkiræma, SE. I 110; hvernig varð fjöturrinn smíðaðr ? s.st.; pá varfjöturrinn af Hall- freði látinn, Hallfr. 4. k.: Sýn. 1426 ; þeir báðu enn ídfinn reyna pann fjötur, SE. I 108; (hann) let leggja á silc fjöturinn, s.st.; úlfrinn laust fjötrinum á jörðina, s.st.; peir brutuaf serfjötrana. Nj. 90. k., 186. Gizurr (Gizurar, Gizuri, Gizur). Jöðurr (mannsnafn), Vígaglúms s. 21. og 23. k., Fóstbr. s., (1852), 7. bls.; ritað Jóðurr í Fóstbr. Iímh. 1822, 2. k., 9. bls. Jöfurr hneigist alveg sem fjöturr. Jösurr (mannsnafn), Landnámab. 2. p., 19. k., 121. bls.; Sagan af Hálfi ok Hálfsrekkum, 2. k.: Fas. II 26. Kögurr (ábreiða, ekki saraa sem kögur nú): Sverrir konungr lét vandlega búa um leg Magnúss konungs, let gera grind um, utan um legsteininn, ok breiða yfir kögur, Sverris s. 97. k.: Fms. VIII 237; Flat. II 620. Var hann jarðaðr í Magnúskirkju ok breiddr yjir kögurr, Hák. s. Hák. 330. k.: Fms. X 14916; Strengleikar 4520. Kögursveinn, SE. I 150. Löðurr eða Loðurr: lá gaf Loðurr ok litu góða, Völuspá 18., Munchs útg. Möpurr (viðartegund), SE. II 483. Mösurr (viðartegund, á sœnsku masur, masurbjörk, á lat. acer): mösorbólli, Harald. harðr. 20. k.: Fms. VI 18420; Fagrsk. 168. k., 115. bls. Þar voru ok hveitiakrar sjálf- sánir, ok pau tre, er mösur heita, Eiríks s. rauða, 2. k.:


Um r og ur í niðrlagi orða og orðstofna í íslenzku

Ár
1863
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
40


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Um r og ur í niðrlagi orða og orðstofna í íslenzku
http://baekur.is/bok/15a4fa01-83ec-41b7-9938-ef80e7ed51fe

Tengja á þessa síðu: (10) Blaðsíða 6
http://baekur.is/bok/15a4fa01-83ec-41b7-9938-ef80e7ed51fe/0/10

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.