loading/hleð
(14) Blaðsíða 10 (14) Blaðsíða 10
10 Sum af þeim orðum, sem eg hefi hér upptalið, eru tilfœrð í Frum- pörtum Iíonráðs Gíslasonar, 70.—71. bls., og þar að auk þessi orð: töturr, öldurmaðr,1 hlöppurnes,2 snvfurligr, vafurleysa. Með því nú hinar elztu og beztu fornbœkr gjöra nákvæman mun á stafnum r og samstöfunni or eða ur, þá liggr í augum uppi, að r hefir upphaflega eigi verið framborið sem heil samstafa eða sem ur. þetta má og sjá af skáldskap fornmanna og ýmsu öðru í ritum þeirra, og er fláttatal Snorra Sturlusonar (sem hann mun hafa fullgjört, svo sem það er nú, skömmu fyrir dauða sinn 1241) hið elzta rit, sem eg hefi fundið, er ljóslega sýnir, að r í niðrlagi orðs hefir eigi verið talið sem samstafa sér. Snorri segir í Ilátta- tali (SE. I 608): „Þat er leyfi háttanna, at hafa samstöfur seinar, eða skjótar, svá at dragisl fram eða aptr or rettri tölu setníngar, ok megu finnast svá seinar, at fimm samstöfur se í öðru ok enu fjórða vísuorði. Svá sem her er: Hjálmsfylli speltr hiJmir hvatr Vindhlæs slcatna, hann Itná hjörvi punnum hræs pjóðár ræsa; ýgr hilmir Jætr eiga öJd dreyrfá sJejöJdu; styrs rýðr stiJlir hersum sterltr járngrá serlciu. Hér ætlast Snorri til, að fimm samstöfur sé í síðari línu hvers vísufjórðungs: hvalr vindhlœs skatna. hræs pjóðár ræsa. öJd dreyrfá sJtjöJdu. sterkr járngrá serlti. Verða þá orðin Jivatr og sterJtr ein samstafa hvort, og gjörir þá niðrlagserrið enga sérstaka samstöfu. Rétt þar á eptir (SE. I 608) segir Snorri: »Nú sJcal sýna svá skjótar samstöfur oJc svá settar nær hverja annarri, at af pví eyJcr Jengð orðsins: KJofinn spyr éJt hjálm fyrir hiJmis hjarar egg; duga seggir; 1) pótti hann af ölium þoim ÖJdurmannJigastr, Magn. s. berf. 31. k.: Fms. VII 63. — 2) Gecc Jcleppomes fy rir utan þ a, Ól. s. helg. (1853) 171.k.l82n. Lítit JcJöpurnes gekk fram fyrirutanhjá skipum þeirra, Sverriss. 88. k.: Fms. VIII 217.


Um r og ur í niðrlagi orða og orðstofna í íslenzku

Ár
1863
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
40


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Um r og ur í niðrlagi orða og orðstofna í íslenzku
http://baekur.is/bok/15a4fa01-83ec-41b7-9938-ef80e7ed51fe

Tengja á þessa síðu: (14) Blaðsíða 10
http://baekur.is/bok/15a4fa01-83ec-41b7-9938-ef80e7ed51fe/0/14

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.