loading/hleð
(3) Blaðsíða 3 (3) Blaðsíða 3
Ekki er ósennilegt að sú spurning kunni að vakna, hvers vegna frístundamálarar efni til sýningar á verkum sínum, sem orðið hafa til við óþœgilegar aðstœður og af vanefnum gjörð á margan hátt. Þannig má reyndar spyrja um margt, sem þó hefur til síns ágtœis nokkuð. Frístundamálarar vinna fyrst og fremst sér til á- nægju, en það hafa þeir uppgötvað, að slíkt er einnig vœnlegt til þroskaauka, ef rétt er að farið. Viðfangsefni listarinnar hafa gildi, þótt úrlausn þeirra sé miklum takmörkunum háð. Félag íslenzkra frístundamálara er senn þriggja ára, sem ekki getur talizt hár aldur. Það hóf starfsemi sína með því, að koma á sýningu, er var nokkurs konar liðskönnun. Kom þá í Ijós, að ekki skorti áihuga, en eitthvað þyrfti þó að gera, til þess að betri árangur nœðist. Nœsta viðfangsefnið varð því eðlilega það, að gera tilraun með starfrœkslu skóla í ýmsum greinum myndlistarinnar, er væri einkum œtlaður þeim, sem vildu nota frístundir sínar til þeirra viðfangsefna, en gœti þó fullnœgt meiri kröfum, enda er það gagnstœtt þróuninni á öðrum sviðum, að allt listnám sé sótt til útlanda. Var horfið að því ráði að œtla skólanum þegar í byrjun þau skilyrði, er sœmileg væru, í von um að þörfu málefni bærizt nauð- synlegt liðsinni. Við viljum þá einnig nota þetta tœkifœri til að þakka öllum, sem rétt hafa hjálparhónd í orði og verki. Fyrsta sýning félagsins varð til þess, að það gat ráðist í að stofna skóla og vœnt- um við þess, að þessi sýning geti einnig orðið honum til styrktar, þar sem tekj- um af henni verður varið á þann hátt. Það eitt ætti að skapa sýningunni sœmileg- an grundvöll, því hún œtti ekki að vera óskemmtilegri leið til stuðnings þörfu málefni, en aðrar þœr leiðir, sem venjulega eru farnar. Á síðasta ári fóru félagsmenn þess á leit við kunningja sína og vini, að þeir vildu styrkja þetta áhugamál okkar og var því vel tekið, en ekki var þá víðar leitað. Nokkrir félagsmenn gáfu þá myndir eftir sig, er dregið var um til þess- ara styrktarmanna og var fátœklegra frá okkar hendi, en við hefðum kosið. Þrátt fyrir það höfum við hug á að halda uppteknum hœtti í þessu efni, ef einhverjir vilja styrkja skólann, sem við höfum ekki ástœðu til að draga í efa og þá einnig ýmsir, sem við erum ekki persónulega kunnugir. Loforðum og framlögum verður þakksamlega veitt viðtaka hér á sýningunni og af félagsmönnum. 3


Sýning frístundamálara

Höfundur
Ár
1949
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
16


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Sýning frístundamálara
http://baekur.is/bok/21fe2f0f-3608-4755-b5a6-ed8eadc18a05

Tengja á þessa síðu: (3) Blaðsíða 3
http://baekur.is/bok/21fe2f0f-3608-4755-b5a6-ed8eadc18a05/0/3

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.