loading/hleð
(10) Blaðsíða 10 (10) Blaðsíða 10
er þar voru mynduð. Þeir sem tóku sæti í héraðsnefnd staðfestu það með undirskrift sinni. Alls voru myndaðar 127 héraðsnefndir og er tala nefndarmanna utan Reykjavíkur samtals 1252. Á nokkrum stöðum gengu heimamenn frá myndun héraðsnefnda fyrir eigið frumkvæði og án þess að fram- kvæmdaráðið hefði þar af nokkurn vanda. Svo var t.d. um héraðs- nefnd þá er mynduð var í Breiðafjarðareyjum og fulltrúa sendi á Þing- vallafund. Austurland er sá fjórðungur, þar sem minnst vantar á að net héraðs- nefndanna sé fullriðið. í öðrum landshlutum þarf allvíða um að bæta, enda þótt vel hafi verið unnið. Starfið í Reykjavík í Reykjavík var skrifstofan í Mjóstræti 3 opin alla virka daga. Þaðan var haft stöðugt samband við alla sendimenn framkvæmda- ráðsins, hvar sem þeir voru staddir. Einnig var venjulega nokkru áður en fundur var haldinn haft samband frá skrifstofunni við heimamenn á viðkomandi stað, svo að sendimenn hefðu að einhverju vísu að hverfa er þeir komu á staðinn. Brugðust menn jafnan hið bezta við öllu kvabbi frá starfsliði skrifstofu Þingvallafundar. Skrifstofan skyldi einnig annast það, að tryggja flutning ræðu- manna um landið þvert og endiiangt, sjá um auglýsingar og blaða- fréttir af fundunum auk alls beins undirbúnings vegna sjálfs Þing- vallafundarins. Fjáröflun Öflun fjár til alls sem gert var reyndist eitt erfiðasta verkefnið. Almenn fjársöfnun var sett á stað og lögðu margir fram drjúgar upphæðir af takmörkuðum efnum. Einkum var athyglisvert hversu mikið fé barst frá ýmsum fámennari byggðarlögum hér og þar um landið. Fyrir kom að heimamenn gengust fyrir skemmtunum til öflun- ar fjár vegna Þingvallafundar. Síðustu dagana fyrir Þingvallafund unnu þeir Jónas Árnason og Sigurjón Einarsson að söfnuninni, og varð það til þess að með loka- átakinu tókst að ná því marki, er sett hafði verið. f fjáröflunarskyni var ákveðið að gefa út merki Þingvallafundarins, sem selt var dagana, sem fundurinn stóð, ennfremur ritið „Þing- vallafundurinn 1960“, er Bjarni Benediktsson frá Hofteigi ritstýrði. Seldist hvortveggja allvel. Undirbúningsnefndir Er leið að Þingvallafundi voru settar á stofn undirnefndir er höfðu með höndum ákveðin verkefni. Ein nefnd hafði yfirstjórn með fjár- öflun, önnur annaðist undirbúning útisamkomunnar á Þingvöllum, sú þriðja undirbjó fulltrúafundinn í Valhöll og mætti lengur telja. Hópur listmálara vann að gerð sýslumerkja er höfð voru á úti- samkomusvæðinu. Má úr þeim hópi nefna Jóhannes Jóhannesson, Jóhannes Geir, Kjartan Guðjónsson, Steinþór Sigurðsson o.fl. o.fl. Hörður Ágústsson, listmálari skreytti fundarsalinn í Valhöll. Á skrif- stofunni i Mjóstræti 3 lagði fjöldi fólks fram vinnu við margvísleg 10 T í'tiindi l> in g v allaf u n dar
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44
(45) Blaðsíða 45
(46) Blaðsíða 46
(47) Blaðsíða 47
(48) Blaðsíða 48
(49) Blaðsíða 49
(50) Blaðsíða 50
(51) Blaðsíða 51
(52) Blaðsíða 52
(53) Blaðsíða 53
(54) Blaðsíða 54
(55) Blaðsíða 55
(56) Blaðsíða 56


Tíðindi Þingvallafundar

Ár
1960
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
56


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Tíðindi Þingvallafundar
http://baekur.is/bok/228591ef-ffd0-4ce7-afae-84c8aeb179db

Tengja á þessa síðu: (10) Blaðsíða 10
http://baekur.is/bok/228591ef-ffd0-4ce7-afae-84c8aeb179db/0/10

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.