loading/hleð
(17) Blaðsíða 17 (17) Blaðsíða 17
um sinnum almennur söngur. Honum stjórnaði Páll Kr. Pálsson organleikari í Hafnarfirði. Á áttunda tímanum um kvöldið var fundi frestað til næsta morguns. Þeir fulltrúar, sem dvöldust á Þingvöllum um nóttina, efndu til kvöldvöku; og var það góð gleði. Fundur var settur kl. 10 árdegis morguninn eftir, og flutti þá Jón Pétursson framsögu sína um landhelgismálið. Borin var fram tillaga í málinu; urðu allmiklar umræður um hana, en síðan var henni vísað til allsherjarnefndar. Þá var nefndarálit ávarpsnefndar tekið fyrir. Hannes Sigfússon gerði grein fyrir breytingar- tillögum nefndarinnar. Síðan voru þær bornar upp og samþykktar einróma. Ingi Tryggvason gerði grein fyrir áliti verk- cfnanefndar og skýrði breytingartillögur henn- ar við uppkastið. Eftir allmiklar umræður voru þær samþykktar einum rómi. Gils Guðmundsson lýsti áliti skipulagsnefndar og lagði fram af hennar hálfu breytingartillögur við uppkastið. Einnig lágu fyrir breytingartillögur frá einstökum fundarfulltrúum um málið. Mikl- ar umræður urðu um málið. Síðan var gengið til atkvæða. Breytingartillögur skipulagsnefndar voru samþykktar, svo og ein breytingartillaga frá Haraldi Jóhannssyni. Einar Bragi hafði framsögu fyrir allsherjar- nefnd og gerði grein fyrir breytingartillögum hennar við tillögur, sem til hennar hafði verið vísað — um landhelgismálið og um útgáfustarf- semi Samtaka hernámsandstæðinga. Voru breyt- ingartillögurnar samþykktar einum rómi. Þá var tekið fyrir álit uppstillingarnefndar; framsögumaður var Kjartan Ólafsson. Voru til- lögur nefndarinnar samþykktar í einu hljóði. Þá var komið að fundarslitum. Valborg Bents- dóttir og Jóhannes úr Kötlum fluttu ávörp. Þá var sungið „Land míns föður", eftir Jóhannes úr Kötlum, við lag Þórarins Guðmundssonar. Að lokum mælti forseti nokkur orð, þakkaði fund- armönnum komuna og ánægjulegt samstarf og sleit fundi kl. 2.15 síðdegis. Fjölmenn skrifstofa Þingvallafundar starfaði báða fundardagana. Hafði hún í mörg horn að líta við vélritun og fjölritun og margvísleg önn- ur verkefni. Guðgeir Magnússon var skrifstofu- stjóri; en Vigdís Finnbogadóttir stjórnaði vélrit- un og Sigurjón Þorbergsson fjölritun. Þegar eftir fundarslit gengu • fundarmenn til útihátíðar uppi á vesturbrún Almannagjár. Rign- ing var á og nokkur blástur, og mun það hafa dregið nokkuð úr sókn manna á hátíðina. Gizk- að var á, að 2500—3000 manns hefðu þó verið þar samankomnir. Þórarinn Haraldsson bóndi í Laufási í Keldu- hverfi setti hátíðina með ávarpi kl. langt geng- in í þrjú og stjórnaði henni síðan. Dagskrá hátíðarinnar var þessi: Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur flutti ræðu. Þorsteinn Ö. Stephensen leikari las kvæði Ein- ars Benediktssonar: Á Þingvöllum 1895. Ávörp úr landsfjórðungunum fluttu: Guðm. Ingi Kristjáns- son skáld af Vestfjörðum, Sigurður Blöndal skóg- arvörður af Austfjörðum, Hjörtur Eldjárn bóndi af Norðurlandi og Sigríður Árnadóttir húsfreyja af Suðurlandi. Kristín Anna Þórarinsdóttir leik- kona las kvæði Jakobínu Sigurðardóttur: Hvað tefur þig bróðir ? Gils Guðmundsson rithöf. flutti ræðu. Lúðrasveit, skipuð mönnum frá ýms- um stöðum á landinu, lék og Alþýðukórinn söng í upphafi hátíðar og milli atriða und- ir stjórn Sigursveins D. Kristinssonar, þar á meðal lag eftir Steingrím Sigfússon við kvæði eftir Jóhannes úr Kötlum — hvorttveggja helgað Þingvallafundinum. Einsöng í laginu Fylgd söng Einar Sturluson óperusöngvari. Hátíðin stóð um tvær klukkustundir. Hátíðarsvæðið var skreytt með merkjum allra sýslna og kaupstaða í landinu. Framkvæmdaráð hafði ákveðið að útifundur yrði haldinn í Reykjavík að kvöldi 11. septem- bers, í beinu framhaldi af sjálfum Þingvallafund- inum. Fundurinn var haldinn við Miðbæjarskól- ann og hófst stundvislega kl. 9. Fundarstjóri var Jakob Benediktsson orðabókarritstjóri og setti hann fundinn með ávarpi. Ræðumenn voru þessir: Guðmundur J. Guð- mundsson starfsmaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, Sigríður Eiríksdóttir hjúkrunarkona, Thor Vilhjálmsson rithöfundur, Björn Guð- mundsson forstjóri, Steinþór Þórðarson bóndi á Hala og Bjarni Benediktsson frá Hofteigi. Að lokum flutti Ragnar Arnalds ritstjóri fundar- mönnum Ávarp Þingvallafundarins til íslend- inga. Gizkað var, á að fundinn hefðu sótt 6—7000 manns. Bjarni Benediktsson tók saman. TiSindi Þingvallajundar 17
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44
(45) Blaðsíða 45
(46) Blaðsíða 46
(47) Blaðsíða 47
(48) Blaðsíða 48
(49) Blaðsíða 49
(50) Blaðsíða 50
(51) Blaðsíða 51
(52) Blaðsíða 52
(53) Blaðsíða 53
(54) Blaðsíða 54
(55) Blaðsíða 55
(56) Blaðsíða 56


Tíðindi Þingvallafundar

Ár
1960
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
56


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Tíðindi Þingvallafundar
http://baekur.is/bok/228591ef-ffd0-4ce7-afae-84c8aeb179db

Tengja á þessa síðu: (17) Blaðsíða 17
http://baekur.is/bok/228591ef-ffd0-4ce7-afae-84c8aeb179db/0/17

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.