loading/hleð
(47) Blaðsíða 47 (47) Blaðsíða 47
leysi í hernaði, að hlutleysi ríkja hafi ekki alltaf verið virt. Með sama hætti mætti rökstyðja, að helgi eignarréttar sé haldlaus, vegna þess að þjófar virði ekki eignarréttinn. Alvarlegast er, að menn sem mæla gegn hlutleysi á þessari forsendu lifa í horfnum hugmyndaheimi. Það er á hvers manns vitorði, að stórstyrjöld nú á dögum yrði háð með allt öðrum hætti en heimsstyrjöldin síðari vegna gjörbreytts vopnabúnaðar. I nútímastríði gæfist stríðsaðilum ekkert ráðrúm til að fara í önnur lönd og hefja þar gerð hernaðarmannvirkja, sem tæki langan tíma. Liðsafnaður er draga yrði saman í því skyni, skipa- eða flugfloti sem annast ætti aðdrætti, kæmust aldrei í áfangastað: þeim yrði tortímt á leiðinni. Lífsvon smáþjóðar eins og íslendinga í kjarnorkustriði er þess vegna, að við upphaf slíkrar styrj- aldar séu ekki í landinu herstöðvar, hersveitir né önnur skotmörk, er bjóði gereyðingarvopnum heim. í stað þess að hlutleysisstefnan sé úrelt eins og hernámsmenn halda fram, hefur hún þannig vegna breyttrar vopnatækni einmitt öðlazt nýtt og stóraukið gildi. Enn eru ótalin alsterkustu rökin fyrir því, að ísland lýsi yfir hlutleysi án tafar: með því værum við að styrkja hinar fjölmörgu þjóðir, sem n e i t a að taka þátt í tvískiptingu heimsins í fjandsamlegar fylkingar, n e i t a að búa undir ægishjálmi kjarnorkuvelda í vestri eða austri, n e i t a að láta draga sig í dilk eins eða annars hernaðar- bandalags, þar sem þeirra biður ekki annað en kvöl og dauði, ef fram heldur sem horfir. Þessar hlutlausu þjóðir eru þegar orðnar atkvæðamikill aðili á alþjóðavettvangi, þær eru í hreinum meirihluta á þingi Sameinuðu þjóð- anna og verða innan tíðar orðnar sterkasta aflið í heiminum. Þær leitast við að setja niður deilur og bera sáttarorð milli þjóða. Þér berjast fyrir allsherjar afvopnun og vilja gera allt sem hægt er til að hindra styrjaldir. Við vaxandi atfylgi þeirra er friðarvon mannkyns bundin, en af hernaðar- bandalögum stafar því ógnin ein. I hópi hlutlausu þjóðanna eiga Islendingar heima og annars staðar ekki. Með því að styrkja þær værum við að efla friðinn í heiminum, slá skjaldborg um líf íslenzku þjóðarinnar og líf mann- kynsins alls. Allt of margir íslenzkir stjórnmálamenn tala og breyta eins og þeir hefðu á annan áratug byggt eyðieyju og engar spurnir haft af atburðum, er gerzt hafa í heiminum. Þótt viðhorf öll séu gerbreytt, sjá þeir enga ástæðu til að endurskoða afstöðu sem þeir tóku til mála, þegar aðstæður voru allt aðr- ar en þær eru nú. Engu er líkara en þeir hugsi: herinn s k a 1 vera, her- stöðvunum s k a 1 viðhaldið, Island s k a 1 vera í hernaðarbandalagi, hvað sem það kostar íslenzku þjóðina. Nýjasta viðkvæði þeirra er: að verið sé að hóta .íslendingum kjarnorku- árás, ef íslenzkt fólk bendir á hættuna sem því stafar af herstöðvunum og styður mál sitt óhrekjandi rökum. Er þess skemmst að minnast, er Bene- Tíöindi Þingvallafundar 47
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44
(45) Blaðsíða 45
(46) Blaðsíða 46
(47) Blaðsíða 47
(48) Blaðsíða 48
(49) Blaðsíða 49
(50) Blaðsíða 50
(51) Blaðsíða 51
(52) Blaðsíða 52
(53) Blaðsíða 53
(54) Blaðsíða 54
(55) Blaðsíða 55
(56) Blaðsíða 56


Tíðindi Þingvallafundar

Ár
1960
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
56


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Tíðindi Þingvallafundar
http://baekur.is/bok/228591ef-ffd0-4ce7-afae-84c8aeb179db

Tengja á þessa síðu: (47) Blaðsíða 47
http://baekur.is/bok/228591ef-ffd0-4ce7-afae-84c8aeb179db/0/47

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.