loading/hleð
(6) Blaðsíða [4] (6) Blaðsíða [4]
List Svavars Guönasonar ir egar Svavar Guðnason kom heim til ís- lands eltir lánga fjarveru að loknu stríði 1945, og efndi hér til sýníngar á list sinni, þá var sá skilníngur á myndgerð sem bjó í verkum hans mörgum list- skoðara þeim mun nýstárlegri sem menningarlegt samband við meginlandið hafði verið ógreiðara um skeið. Margir listhneigðir íslendíngar höfðu ekki gert sér grein fyrir nýum skilgreiníngum grundvallaratriða sem þá voru efst á baugi 1 miðstöðvum heimslistarinnar, og því vanbúnir að játa réttmæti slíkr- ar gerbyltíngar í afstöðu listamannsins til efnis og forms sem sýníng Svavars bar vitni. Menn vöruðu sig ekki á að myndlistamaður gæti gert hinni sýnilegu veröld önnur skil en leitast við að samlíkja myndina ytra útliti hlutanna. Hér var þess umfram alt ekki freistað að ílytja til léreftsins á misjafnlega sannfróðan — eða skrumskældan — hátt þá mynd sem augað sá af hlutnum, heldur leitast við að tjá þá opinberun, þann „sannleika“, sem hinn sýnilegi heirnur varpaði á sálartjald listamannsins. Því einsog í öllum straumhvarfa- stefnum í menníngu var í list þessari um nýa vitrun — eða að minsta kosti breytíngu sjónarmiðsins — að ræða. Hér var innra líf listamannsins uppmálað sem andsvar við sýnilegum veruleika heimsins. Flestir menn voru tilbúnir af göfuglyndi sínu að fyrirgefa listamanni jafnvel þó honum mistækist greypilega í því að líkja eftir ytra útliti hlutar, þeir virtu við hann tilraun hans svo fremi þeir gætu þekt hlutinn, eða þó ekki væri nema einhvern part af honum, í myndinni. Menn sögðu hrifnir: hann nær þessu alveg skínandi vel; ellegar menn sögðu í umburðarlyndum, fyrirgefandi tóni: það er mesta furða hvað hann nær því. En þá fór nú mörgum ekki að verða um sel þegar upp skaut myndlist sem vitandi vits hafnaði allri hlutrænni eftirlíkíngu. Sumir sögðu: þetta er ekki annað en tómt klessuverk. Slík viðbrögð við nýmælum í list eru fjarri því að vera sérkenni íslendínga. Það var algeingt í Ameriku þegar ólist- rænir menn virtu fyrir sér hin jötunnefldu för eftir pentskúfinn í málverkum


Svavar Guðnason

Ár
1960
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
20


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Svavar Guðnason
http://baekur.is/bok/26ffe820-cce3-45f3-bce1-2eae4fabe27f

Tengja á þessa síðu: (6) Blaðsíða [4]
http://baekur.is/bok/26ffe820-cce3-45f3-bce1-2eae4fabe27f/0/6

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.