loading/hleð
(10) Blaðsíða 10 (10) Blaðsíða 10
10 manns, og verður öllum minnisstæð, þeim er séð hafa, bæði að því hvað fegurð og fjolhæfni snertir. Kjarval er lítið fyrir það gefinn, að halda sjálfur sýn- ingar á verkum sínum, og það er viðburður í listalífi höf- uðstaðarins, er mönnum gefst kostur á að sjá verk hans í sýningarsal, enda hafa Reykvíkingar ekki látið slík tæki- færi ganga sér um greipum. Á sýningu Kjarvals, sem stendur yfir í Markaðsskálan- um þessa dagana, getur að líta ýms þau verk, sem hann hefir unnið á síðasta ári, landslagsmyndir og hugsmiðar í leiftrandi litum, — leiftrdandi í listameðförum málarans. Iijarval stendur utan og ofan við gagnrýni, þvi að hann fer sínar eigin leiðir — brýtur sér brautir sjálfur og mát- ar eins og hann vill mála, og til þess hefir hann valdið. Af íslenskum málurum stendur Kjarval Reykvíkingum næst, því að flestar og raunar allar þær landslagsmynd- ir, sem hann hefir málað á síðari árurn, eru úr nágrenni Reykjavíkur, en þar hefir Kjarval fengið það viðfangs- efni, sem atdrei þrýtur í listamannsaugum hans. „Mosa-sería“ Kjarvals verður ekki metin til fjár, og það er synd og skömrn, að allar þær myndir skuli ekki vera á einum og sama stað — í listasafni ríkisins, — sem að sjálfsögðu yrði þá að eiga „þak yfri höfuðið". Á sýningunni eru ýmsar af þessum „mosamyndurn“, með misjöfnum blæbrigðum, eftir nýfallið regn eða í rökkur- móðu. Þar er logandi hraun eins og listamaðurinn sér það, og Vifilsfell í blárri móðu eða birtu skinandi sólar. Ef eg man rétt er frá því skýrt í fornum sögum, að Vífill hafi gáð til veðurs af Vífilsfelli, en fellið verður þó frægara af því, hve víða það kemur við í sögu Kjarvals, og hvernig hann hefir séð það i ýmsum blæbrigðum. En nóg um það. Á sýningunni gafst þeim, er þetta rit- ar, færi á að ná tali af Kjarval, og við óskuðum hvorum öðrum til hamingju með sýninguna. „Já, myndirnar hefi eg hengt upp þannig, að veggirnir njóti sín, — einmitt eins og þær eiga að vera um aldur og æfi, en gólfið þyrfti að vera hvítt og gljálakkað, til þess að myndirnar féllu alveg inn í umhverfið“, sagði Kjar- val. En svo bætti hann við: „Nú er eg bráðum búinn að


Málverkasýning Kjarvals

Ár
1939
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
14


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Málverkasýning Kjarvals
http://baekur.is/bok/316b58da-9095-4470-a810-6d879a3e6772

Tengja á þessa síðu: (10) Blaðsíða 10
http://baekur.is/bok/316b58da-9095-4470-a810-6d879a3e6772/0/10

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.