loading/hleð
(11) Page 11 (11) Page 11
11 mála nóg fyrir Reykvíkinga og þá fer eg upp í sveit tii þess að færa frá, eins og þeir gerðu í gamla daga.“ Þú ert ekki að hafa fyrir því, að vekja eftirtekt á sýn- ingunni. „Eg gekk með honum Sveini syni mínum suður i Öskju- hlið og við vorum að skoða hofið og blótstallinn hans Ól- afs Friðrikssonar. Eg hefi engan tíma til þess að vera að auglýsa sýninguna, — því að nú er eg að hvila mig.“ Eitthvað var það í þessa áttina, sem orðin féllu, en þótt Kjarval vilji ekki vekja athygli á sér og sínum verkum, kunna Reykvíkingar hvorutveggja að meta og það verður mannmargt á sýningunni næstu daga. M. MORGUNBL.: BILLICH og VALENTA spila á sýningunni í Markaðsskálanum í kvöld kl. 6—7. KJARVAL. VÍSIR: Sýning Kjarvals. Nú fer að verða hver síðastur fyrir menn að sjá sýn- ingu Kjarvals í Markaðsskálanum við Ingólfsstræti, en að- sókn mun hafa verið mjög sæmileg þessa viku. Óvíst er hvort sýningin verður lengur opin en til ann- ars kvölds og ættu menn ekki að láta þetta tækifæri sér úr greipum ganga, en heiðra hinn vinsæla málara með þvi að kynnast verkum hans og fjölsækja á sýninguna. Þrátt fyrir öll ummæli með og i mót er Kjarval einn aí fremstu brautryðjendum íslenskrar málaralistar, þótt það sannist á honum að: „Stendur um stóra inenn stormur úr hverri átt; veðurnæm verða enn varðberg er gnæfa hátt.“ Sýninguna eiga allir að sjá, sem meta íslenska málara- list að nokkru.


Málverkasýning Kjarvals

Year
1939
Language
Icelandic
Pages
14


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Málverkasýning Kjarvals
http://baekur.is/bok/316b58da-9095-4470-a810-6d879a3e6772

Link to this page: (11) Page 11
http://baekur.is/bok/316b58da-9095-4470-a810-6d879a3e6772/0/11

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.