loading/hleð
(13) Blaðsíða 13 (13) Blaðsíða 13
13 Þó Kjarval sé frumlegur málari, þá er hann þó engan veginn einhæfur í efnisvali eða meðferð þess. ÞaS getur enginn sagt, hvað eða hvernig Kjarval máli næst, þó að stór liður í mótívum hans sé hraun. Á sýningunni kennir margra grasa, þar gefur að lita nokkrar myndir, sem málaðar eru eingöngu til þess aó vera myndir, það eru fallegir litfletir í harmoniskum litum, en efnislaust, þær sýna leikni í litflötum og litavali. En þess konar leikni þarf Kjarval ekki að sýna, þvi hann hef- ir mikið meira til brunns að bera, hann er ekki listhagur, heldur listamaður á háu framtíðarstigi. Til að skýra það nánar fyrir þeim, sem ekki grípa það, að mynd sé efnis- laus, þá er það svipað og er hagyrðingur kveður dýrt, erf- iðar reglur eru settar hverri línu, en innihald þeirra að efni li! er oftast ekkert. Þarna má sjá mynd með aðdáunarverðri skiftingu litflata og fallegum linum, er mynda nokkrar fígúrur. Þá eru hraun- myndir Kjarvals hver annari betri. Þarna úti í hrauninu hefir hann sameinast náttúrunni, þar hafa íslenskar þjóð- sögur og þjóðtrú náð sálrænum tökum á honum, hann mál- ar hraun, en ástand hans er hafið upp yfir umhverfið, hraunið er ekki lengur aðalatriðið, heldur eru það áhrif- in, sem hann málar. Það mætti taia langt mál um hverja einstaka mynd. Þær eru yfirleitt allar góðar, hver á sínu sviði og sumar snild- arverk. Það er merkilegt tómlæti, sem hin unga íslenska mynd- list á við að búa, en þrátt fyrir það hefir hún haft stór- felda þýðingu fyrir nútimamenningu þjóðarinnar. Hún er á miklu hærra stigi en t. d. tónlistin okkar, að henni ólasi ■ aðri, þrátt fyrir það þó tónlistin njóti margfalt meiri að- hlynningar frá hinu opinbera. Skilningur manna á myndlist er heldur að færast í auk- ana hér á seinni árum, en þó er hann miklu minni en hann ætti að yera eftir annari nútímamenningu. En sú sök hvíi- ir að miklu leyti á stjórn fræðslumála og landsstjórn. Einu sinni áttum við hér í höfuðstaðnum aðgang að mál- verkasafni ríkisins í Alþingishúsinu, en það eru mörg ár síðan; nú fyrirfinst það hvergi, myndirnar eru flestar komn-


Málverkasýning Kjarvals

Ár
1939
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
14


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Málverkasýning Kjarvals
http://baekur.is/bok/316b58da-9095-4470-a810-6d879a3e6772

Tengja á þessa síðu: (13) Blaðsíða 13
http://baekur.is/bok/316b58da-9095-4470-a810-6d879a3e6772/0/13

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.