loading/hleð
(14) Page 14 (14) Page 14
14 ar úl í veður og vind og eg hef ástæðu til að halda að sumar liafi hafnað hjá prívatmönnum. Þetta er sá vafa- sami sómi, sem íslenska ríkið sýnir listaverkum sínum. Það hafa bæði innlendir og útlendir menn bent á það, að það sé blettur á íslensku þjóðinni, að hún hefir ekkert hús undir málverkasafnið, eins er það lika stór hneysa, að hún hefir engan sýningarsal, sem hún getur látið listason- um sínum í té. Það er nú farið að tala allmikið um þörf og nauðsyn — já, að minsta kosti þriggja kirkna, það er afar erfitt að skilja þessa þörf, þar sem hinar tvær kirkjur, sem fyrir eru, eru altaf tómar, eða því sem næst. Það er öllu viturlegra og þarflegra að byggja í stað þess- ara kirkna fyrst yfir listasafn ríkisins; og svo þarf að byggja kirkju, musteri — eða hvað menn kjósa að kalla það — yfir Kjarval. Hann þarf einnig að hafa þar íbúð og vinnustofu, hánn þarf að hafa rífleg prestslaun og góða aðhlynningu. Það mun enginn þurfa að efast um hinn and- lega og listræna árangur; hann mun standast tönn tímans. Þriðja húsið þarf svo að vera sýningarskáli, sem yrði þjóðinni til sóma. Sýningu Kjarvals í Markaðsskálanum ættu sem flestir að sækja, það mun kannske mörgum veitast erfitt að skilja myndirnar við fyrstu sýn, en það er einungis eðlilegt, þvi það sem maður ekki þekkir, það skilur maður ekki held- ur, og þótt flestir hafi ekki átt kost á að kynna sér grund- vallarreglur hinna mörgu listastefna, þá getur athugull á- horfandi orðið margs vísari um list Kjarvals. Eg vil ein- dregið mælast til, að allir þeir, sem unna sigrum manns- andans, hvort heldur er á hinum listræna eða verklega vett- vangi, að sækja sýninguna. Reykjavik, 9. fehr. 1939. Benedikt. FJELAGSPRENTSM IðJAN


Málverkasýning Kjarvals

Year
1939
Language
Icelandic
Pages
14


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Málverkasýning Kjarvals
http://baekur.is/bok/316b58da-9095-4470-a810-6d879a3e6772

Link to this page: (14) Page 14
http://baekur.is/bok/316b58da-9095-4470-a810-6d879a3e6772/0/14

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.