loading/hleð
(7) Page 7 (7) Page 7
7 þeir, sem ekki enn hafa lært að hafa gaman af mynd- um hans, þeir læra það kannske þarna. Fyrir mörgum árum heimsótti eg Kjarval á vinnustofu hans í Kaupmannahöfn. Hann var þá nýlega búinn a<5 mála mynd af Austurbrúargötu. Eg ætlaSi að virða mynd- ina vandlega fyrir mér, reisti hana upp við vegg og gekk síðan um þvert gólf, til þess að skoða hana úr nokkurri fjarlægð. Er ég var kominn á minn sjónarstað, gekk Kjarval að myndinni, hægum, rólegum skrefum, tók myndina, og sneri þvi upp, sem eg hafði snúið niður, og sagði: „Eiginlega á nú myndin að snúa svona.“ „Einmitt það,“ sagði eg, og hélt síðan áfram að horfa á myndina. Mér fanst snúningurinn ekki skifta miklu máli. í sýningunni í Markaðsskálanum snúa allar myndirnar rétt. Vífilsfell snýr upp. En sé Vífilsfell ekki með á myndunum, skiftir það venju- lega elcki miklu máli, að mér sýnist, hvernig þær eru látn- ar snúa. ALÞÝÐUBL.: Sýning Kjarvals í Markaðsskálanum. í almennum trúarbrögðum er talað um þrjár persónur guðdómsins, en þeirrar fjórðu er ekki getið, og þó getur hinn þríeini guð ekki án hennar lifað. — Ef þessi fjórða persónulega víðátta guðdómsins er ekki til, þá er um enga list að ræða, heimurinn er guðlaus, lífvana og tómur. Þessi sýning Kjarvals i Markaðsskálanum: — Aldrei hefir merkilegri og innblásnari sýning verið opnuð á íslandi — og aldrei sjúkari, frá almennu sjón- armiði. Engin auglýsing. Engin myndaskrá. Engin flokkun, núm- er eða niðurröðun. Ekkert verð. Eru þá myndirnar ekki til sölu?


Málverkasýning Kjarvals

Year
1939
Language
Icelandic
Pages
14


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Málverkasýning Kjarvals
http://baekur.is/bok/316b58da-9095-4470-a810-6d879a3e6772

Link to this page: (7) Page 7
http://baekur.is/bok/316b58da-9095-4470-a810-6d879a3e6772/0/7

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.