loading/hleð
(8) Blaðsíða 8 (8) Blaðsíða 8
8 Jú, vissulega. En hér er um enga þrælasölu að ræða. Peningar eiga ekkerl skylt við list. Fjörutíu olíumálverk — ósvikinn Kjarvalismi. Aldrei hefir Kjarval komist lengra í því að sjá og aldrei lengra í því að sýna. — Fjórða víðáttan stendur hér öil- um opin — heimur þeirrar huldu, duldu og sönnu listar — öllum þeim, sem lært hafa að sjá, og vilja læra að sjá. Aldrei hefir listsýning verið opnuð með meira og stolt- ara trausti á sanngirni og dómgreind mannanna. Aldrei með meiri virðingu fyrir rétti hins sartna og góða. Listin verður að grundvallast á trúnni á lífið, fegurð þess og rnátt til endurnýjunar. Hún er grundvöllur þess, aflögur þess, hreinn ágóði þess. Ein er sú mynd á sýningu þessari, sem er lykill að öli- um hinum: Menn með grjóthöfuð, ferköntuð, aflöng, þrí- hyrnd. Menn með þverhausa, langhausa, krosshausa, þorsk- hausa, hundshausa. Petta er leiksvið þeirrar • veraldar, er vér lifum í. En út á milli leiktjaldanna gægist ung og fögur nútímastúlka — móðir framtíðarinnar, móðir lífs- ins, móðir listarinnar, móðir guðs, — og horfir á öll þessi undur og óskapnað, einörð og alvarleg, en hvorki hrædd eða feimin. En til að sýna þessari ungu tilvonandi móður lífsins og listarinnar tilhlýðilega kurteisi og virðingu, sem þessi van- kantahöfuð um fram alt vilja gera, þá nægir ekki að lyfta hattinum, þvi hann er ekki til, og verður þvi að taka af sér sjálft höfuðið. Góðir íslendingar! Takið alla sýningu Kjarvals heim með ykkur. Hún hefir ekkert að gera uppi í Austurstrætí, þar sem enginn sér hana. En þar býr listamaðurinn.


Málverkasýning Kjarvals

Ár
1939
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
14


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Málverkasýning Kjarvals
http://baekur.is/bok/316b58da-9095-4470-a810-6d879a3e6772

Tengja á þessa síðu: (8) Blaðsíða 8
http://baekur.is/bok/316b58da-9095-4470-a810-6d879a3e6772/0/8

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.