loading/hleð
(2) Blaðsíða [2] (2) Blaðsíða [2]
Til eru tvenns konar öfgar í mati á málaralist. Annars vegar er af- staða þeirra manna, sem segja, er þeir sjá myndir eins og þær, sem hér eru til sýnis: Þetta líkist ekki neinu og er þess vegna engin list. Full- trúar hinna öfganna segja með lítilsvirðingu, hvert sinn er þeir horfa á náttúrumálverk, sem ber svip af fyrirmyndinni: Þetta er aðeins eftirlíking og þess vegna engin list. Hvorug skoðunin leiðir til nokk- urra sanninda. Málara verður ekki fundið það til foráttu, að hann velji sér fyrirmyndir úr heimi hins áþreifanlega veruleika, fremur en hitt, að hann geri málverk, sem ekki eiga sér slíkar fyrirmyndir. Hins vegar er það jafnlítil trygging fyrir listgildi myndar, að hún líkist ákveðnum hlut, sem hið gagnstæða, að hún sé engu lík. Það sem úr sker um þetta, er eingöngu það, hversu fullkomlega verkið samsvar- ar þeim lögmálum, sem öll sönn list verður að hlíta. Hjá því mun ekki fara, að mönnum þyki þessi myndasýning Svav- ars 'Guðnasonar nokkuð nýstárleg. Þetta nýjabragð hlýtur að gera ýmsum torveldara en ella mundi að átta sig á henni. En eitt er nauð- synlegt hverjum þeim, sem vill átta sig á listaverki: Hann verður að líta á það hlutlausum augum, án fyrir fram myndaðrar sannfæringar. Sá, sem þetta ritar, getur ekki gefið skoðanda þessara mynda betra heilræði en það að reyna að horfa á þær, líkt því sem hann væri að hlýða á hljómlist. Um hljómlistina gildir það Iíka, að hún „líkist ekki neinu“, lýsir engum áþreifanlegum hlut. Samt hlýðum vér á góða hljómlist oss til yndis og unaðar. I hljómlistinni leita menn fegurðar. Ýmsar þessara mynda Svavars Guðnasonar hafa tvímælalaust í sér fólgið mikið af fegurð svipaðrar tegundar. Úr sumum tónverkum þykjast menn geta lesið baráttu andstæðra afla, úr öðrum tign og frið, úr sumum fögnuð, en öðrum óhugnað, úr sumum styr og streitu, en öðrum samræmi og jafnvægi. Mundu ekki sumar þessara mynda hafa þvíumlík áhrif á ímyndunarríkan áhorfanda? Annars eru slíkar útleggingar ekkert aðalatriði, og hverjum og einum verður raunar að vera í sjálfs vald sett, hvað hann kýs að lesa úr hverri mynd. Um nöfnin á myndunum er það að segja, að í þau má ekki leggja of bókstaflegan skilning. Þau eru aðeins til þess ætluð að vekja ímyndunarafl áhorfandans og beina því í ákveðna átt og gegna að því


Svavar Guðnason

Ár
1945
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
4


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Svavar Guðnason
http://baekur.is/bok/33638013-d857-4384-a10d-b2052d13fa96

Tengja á þessa síðu: (2) Blaðsíða [2]
http://baekur.is/bok/33638013-d857-4384-a10d-b2052d13fa96/0/2

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.