loading/hleð
(18) Blaðsíða 14 (18) Blaðsíða 14
14 aður, reglusemi; og þegar jeg nefni allt þetta, skal einginn yðar geta annað sagt, enn að það sje allt á yðar valdi, og að það jafnframt sje yður sjálfum fyr- ir beztu — Látið yður aldrei gleymast, að þeir sem eiga yfir yður að segja, hafa rjett til að heitnta allt þetta af yður, og vitið, að ef þjer vanrækið eitt- h,vað af þvi, þá eruð þjer komnir á þann stað, hvar það mun bezt lienta að lempninni fylgi nokkur strángleikur. Jessvegna finn jeg skyldu mína að gjöra öllum það vitanlegt í tíma, að sjerhver ósið- semi, liirðuleysi eða yðjuleysi, mun hjer finna stránga dómehdur. En — góður guð mun gefa það yður og öllum sem aðstanda, að þjer leggið allt fram sem í yðar valdi stendur, og heiðrið fósturjörð yðar, gleðjið foreldra, kennendur og vini, og sæmið yður sjálfa með því, að stuðla til þess, ásamt kennendum yðar og öðrum, að þessi skóli nái þeim framförum, sem til er ætlazt bæði af innlendum og útlendum. Biðjið drottinn, að hann láti eingan blett falla á yðar æsku. 3?á er enn þetta hús — það sýnir hversu mik- ils stjórnin metur vísindin, er hún hefur svo mikl- um kostnaði varið til byggíngarinnar, og er sá andi hjá öllum siðuðum og upplýstum þjóðum í heimi, að þeim.þykir óvirðíng í, að slík hús sjeu lítilfjfir- leg eður lítt vönduð, og meta þær í því meir sóma sinn enn tilkostnaðinn. jiað þykir og vel til fallið, að æskumenn venjist við að sjá í kríngum sig það, semfallegt er, og þrifalegt og þokkalegt; eykurþað hjá þeim góðan smekk og getur síðan í lífinu sjezt á ýmsu; því þó þeir, sem hjer læra, sjaldnast muni verð'a auðmenn, þá á samt hjer heima, að opt má lítið laglega fara, og rætist það jafnan þar sem á annað borð góður smekkur er fyrir.


Ræða við vígslu Latínuskólans í Reykjavík 1. dag octóbr. mán. 1846

Ár
1846
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
24


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Ræða við vígslu Latínuskólans í Reykjavík 1. dag octóbr. mán. 1846
http://baekur.is/bok/35c9c760-33c8-4fc1-8406-4a14cdd3012c

Tengja á þessa síðu: (18) Blaðsíða 14
http://baekur.is/bok/35c9c760-33c8-4fc1-8406-4a14cdd3012c/0/18

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.