loading/hleð
(10) Blaðsíða 8 (10) Blaðsíða 8
8 Haraldur Sigurðsson háttar miðaldakorta, og á ýmsum þeirra liggur landið norðaustur af Bretlandseyjum, en sunnan Noregs. Þetta gildir einkum um þau kort, sem ætla má að runnin séu af enskum rótum, þótt ekki séu þau öll gerð á Englandi. Á öðrum kortum er landinu komið fyrir einhvers staðar undan norð- vestanverðri jarðkringlunni, eða því er ruglað saman við Thule, eyju, sem grískir farmenn eiga að hafa heimsótt á 4. öld fyrir okkar tímatal. Öllum er þeim sameiginlegt að gefa enga hugmynd um lögun landsins og vitna aðeins um tilvist þess. Á 15. öld koma þrjár nýjar gerðir ís- landskorta til sögunnar. Eina þeirra má rekja til áhuga þess, sem kort Ptolemeusar vöktu, þegar þau bárust til Vestur-Evrópu frá Miklagarði á fyrstu árum aldarinnar, enda mörkuðu þau um langt skeið allar til- raunir til vísindalegrar kortagerðar. Það var danskur maður, Claudius Clavus, sem hér reið á vaðið og gerði tvær nokkuð mismun- andi gerðir Norðurlandakorta, þar sem ís- land er tekið með. Eldri gerðinni voru sköpuð þau örlög að gleymast og koma ekki aftur í leitimar fyrr en á 19. öld. Yngri gerðin, sem mun vera frá árunum 1425—1439, hlaut þann frama að verða um nær aldarskeið undirstaða flestra eða allra prentkorta af íslandi. Vitneskja Clavusar um landið var þó fjarska lítil. Þó veit hann nokkum veginn, hvar landið liggur, og kannast við biskupsstólana, og mun þá allt upptalið. Ömefni eru allmörg á landinu, en þau eru heiti rúnastafa og sennilega gripin í blekkingarskyni og sem úrbót lítillar vitn- eskju. Landið er sporlaga og meginstefna þess frá suðri til norðurs. Helst er það lega þess í Norður-Atlantshafi, sem markar Clavusar-kortunum spor í rétta átt. Um svipað leyti, en sennilega nokkru síðar, birtist ný Islandsgerð á sjókortum Miðjarðarhafsþjóða. Landið heitir raunar Fixlanda (ritað á ýmsa vegu) og breyttist síðar í Fríslanda. Vafalaust er hér átt við ísland, hvemig sem á nafninu stendur, en um það er allt óvíst og getgátur margar og ekki allar sennilegar. Lögun landsins er skapleg framar vonum og miklu réttari en á Clavusar-kortunum. Megindrættir suður- og vesturstrandarinnar eru nærri lagi og glöggt markað fyrir Reykjanesi, Snæfells- nesi og Vestfjörðum, þótt hlutföllum sé ábótavant. Jafnvel Breiðafjarðareyjar eru teknar með, en lenda úti fyrir Snæfellsnesi, sem er síst meiri skekkja en tíðkaðist á samtímakortum um staði, er nær lágu al- faraleiðum. Örnefni eru allmörg, þótt fæst verði færð til ákveðinna staða og önnur bendi fremur til einkenna á landi en staðanafna. Ýmislegt bendir til þess, að fs- landsgerð þessi eigi uppruna sinn að rekja til enskra far- og fiskimanna, sem hófu ís- landssiglingar á fy rstu árum 15. aldar ef ekki fyrr, en sumir þeirra ráku samhliða viðskipti við þjóðir Miðjarðarhafslanda. fslandsgerð þessi mótaði um eitt skeið hugmyndir sjó- kortamanna um fsland, og hún hvarf ekki endanlega af sjónarsviðinu fyrr en um 1600. En löngu fyrr, eða í byrjun 16. aldar, virðist hún hafa orðið undirstaða nýrrar íslands- gerðar í höndum portúgalskra og franskra sæfara, en Fixlandanafnið var látið víkja fyrir hinu rétta heiti landsins. Kort þessi eru oft kennd við hafnarbæinn Dieppe á Frakklandi, þar sem ýmis þeirra voru gerð, þótt uppruna þeirra virðist fremur að rekja til Portúgals. Kort þessi voru um eitt skeið furðu nærri sanni og hin bestu, er gerð voru á undan korti Guðbrands biskups Þorláks- sonar. Um svipað leyti skýtur þriðju gerðinni upp á katalónskum sjókortum. Þarerlandið þyrping smáeyja, sem hver hefur sitt nafn, en til samans heita þær íslandseyjar. Sú gerð átti litlu gengi að fagna og hvarf um sinn úr sögunni, en var svo vakin upp á hinu svo- nefnda Zeno-korti árið 1558. Þar er öllum gerðunum þremur steypt saman, svo úr verður skelfilegur hrærigrautur, og öll landaskipun í og við norðanvert Atlantshaf fjarskalega torkennileg. Ýmsar af firrum


Kortasafn Háskóla Íslands

Ár
1982
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
28


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Kortasafn Háskóla Íslands
http://baekur.is/bok/39ed6987-8fe4-451a-bbf9-a9e81b7970f0

Tengja á þessa síðu: (10) Blaðsíða 8
http://baekur.is/bok/39ed6987-8fe4-451a-bbf9-a9e81b7970f0/0/10

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.