loading/hleð
(13) Blaðsíða 11 (13) Blaðsíða 11
Kortasafn Háskóla íslands 11 grennd við hafnir og verslunarstaði. Hol- lensk sjókort svöruðu illa til þarfa þeirra, enda var Hollendingum og öðrum þjóðum bönnuð sigling til íslenskra hafna. Til þess að ráða bót á þessum vanda ákvað danska stjórnin árið 1651 að senda Bagge Wandel til íslands, einkum til hafnamælinga. Ekki er vitað til, að neitt yrði úr framkvæmdum, eða að Wandel hafi nokkru sinni komið til landsins. Liðu svo fram næstu sjötíu árin, að ekkert var hreyft frekar við þessu máli, og allar aðgerðir lágu niðri. En nálægt 1720 hefjast Danir handa á ný. Hans Hoffgaard, sennilega í þjónustu einokunarverslunar- innar, gerði um þær mundir tvö íslandskort, og öðru þeirra fylgja uppdrættir af öllum verslunarhöfnum landsins. Frá svipuðum tíma (1721) er íslandskort eftir Peter Raben stiftamtmann. Það er heldur fátæklegt, enda var gerð þess aldrei lokið. En Raben tók til annarra ráða. Hann fékk því ágengt við dönsk stjómvöld, að hafnar voru reglulegar mælingar á íslandi, og skyldi gert „land- og sjókort hans hátign til ánægju“. Til verksins var valinn íslenskur maður, Magnús Arason frá Haga á Barða- strönd, en hann hafði þá um hríð verið liðs- foringi í mannvirkjaliði danska hersins. Hann hóf mælingar sumarið 1721 og hélt þeim áfram í sjö sumur, uns hann drukknaði í Breiðafirði snemma árs 1728. Hafði hann þá lokið mælingum svæðisins frá Reykja- nesi til Amarfjarðar. Gallar eru margir á kortum Magnúsar, ekki síst af Gullbringu- og Kjósarsýslum. Byggðirnar eru þó víðast sæmilega dregnar, en fjalllendi gerð lítil skil. Magnúsi var boðið að gera nákvæmar hnattstöðumælingar, en lítið mun hafa farið fyrir því, enda var fjarska illa búið að mæl- ingunum, bæði að fé og tækjum, t.a.m. hafði hann enga aðstoðarmenn. Eftir lát Magnúsar voru norskir land- mælingamenn sendir til íslands að ljúka verkinu, undir forystu Th.H.H. Knoffs. Fjárveitingar voru auknar og allur aðbún- aður bættur. Luku þeir verkinu á fimm ár- um og mældu það sem á vantaði hjá Magn- úsi og lagfærðu kort hans, þar sem þurfa þótti. Gerðu þeir sjö kort af afmörkuð- um svæðum og síðan heildarkort af landinu öllu: Soe og Land Carte over Island . . . MDCCXXXIV. Ekki var þó hafður neinn asi á um útgáfu kortanna, því að ekki voru þau birt í heild eða aðalkortið sjálft fyrr en 1944, enda var nánast litið á þau sem her- og ríkisleyndar- mál. Fátæklegtkort, sem hafði Knoffs-kort- ið að undirstöðu, var þó birt í bók Niels Horrebows, Tilforladelige Efterretninger om Island, sem gefin var út í Kaupmannahöfn 1752. Betri eftirmynd birtist í Núrnberg árið 1761 á vegum hinna kunnu kortaútgefenda Die Hománnischen Erben: Insulae Islandi- ae delineatio. Kort þessi urðu fram á 19. öld fyrirmynd flestra íslandskorta, þótt gerðar væru á þeim nokkrar minni háttar breyt- ingar og lagfæringar, er tímar liðu. Þeirra gætir mest á kortum þeim, sem Jón Eiríks- son stóð að og fylgdu ferðabókum Eggerts Ólafssonar og Ólafs Olaviusar. Þótt Knoffs-kortin værudrjúg framförfrá korti Guðbrands biskups, fór því fjarri, að þau stæðust samanburð við bestu kort, er gerð voru um þær mundir. Heimskauts- baugurinn liggur til að mynda um Arnar- fjörð, svo að Vestfirðir koma mikils til of norðarlega, þó að norðausturhluti landsins fari nærri réttu lagi. Hin stærri og nákvæm- ari kort einstakra landshluta lágu gleymd og grafin í skjaladyngjum danskra stjórnar- ráða, og prentkortin voru lítið meira en lauslegur útdráttur þeirra. Stjómvöldum þótti því ærin ástæða að efna til nýrra land- mælinga á íslandi, og enn sem fyrr voru sjókortin efst á baugi, en mælingar þeim til viðbúnaðar þóttu hafa orðið útundan hjá þeim Magnúsi og Knoff. Árið 1776 var danskur mælingamaður, Hans Erik Minor, sendur til Islands, og skyldu nú hafnar sjó- mælingar. Hann vann að þeim það sumar og hið næsta, en drukknaði í Hafnarfjarð- arhöfn nýkominn til landsins 1778. Hann


Kortasafn Háskóla Íslands

Ár
1982
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
28


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Kortasafn Háskóla Íslands
http://baekur.is/bok/39ed6987-8fe4-451a-bbf9-a9e81b7970f0

Tengja á þessa síðu: (13) Blaðsíða 11
http://baekur.is/bok/39ed6987-8fe4-451a-bbf9-a9e81b7970f0/0/13

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.