loading/hleð
(14) Blaðsíða 12 (14) Blaðsíða 12
12 Haraldur Sigurðsson hafði þá lokið við að kortleggja Faxaflóa og sunnanverðan Breiðafjörð inn fyrir Stykkishólm, og voru kortin gefin út 1788, ásamt leiðalýsingu. Litlu fyrr en Minor var sendur til íslands, gerði franska stjórnin út mikinn vísinda- leiðangur um norðanvert Atlantshaf, undir forystu Verdun de la Crennes. Leiðangurs- menn komu til íslands og dvöldust um hríð á Vatneyri og mældu bæði á sjó og landi. Vestustu odda landsins færðu þeir til aust- urs um nálægt hálfa fjórðu gráðu, án þess að hrófla að ráði við hnattlengd austurstrand- arinnar, enda komu þeir aldrei þangað. Á þessum hæpnu forsendum var svo gert kort af íslandi, og birtist það á heildarkorti af Norður-Atlantshafi: Carte réduite des Mers du Nord. . . 1776. Var kort þetta sýnu fjær sanni en þau, sem fyrir voru. En hér voru frægðarmenn á ferð og ekki að furða, þó að ýmsir fetuðu í fótspor þeirra. Kort af stofni þeirra Knoffs og Verdun de la Crennes tog- uðust löngum á um þessar mundir, og veitti hinum síðarnefndu betur um hríð. Eftir dauða Minors var hlé á verkinu um sinn, en árið 1800 var hafist handa á nýjan leik. Það voru aðallega norskir herforingjar, sem unnu að verkinu, og var því ekki lokið fyrr en 1819. Kortin voru svo gefin út á árunum 1818-22, í umsjá Poul Lovenoms, sem um þær mundir var forstöðumaður Sjókortasafnsins danska, og ritaði hann rækilegar leiðarlýsingar með þeim. Árið 1826 kom svo út heildarkort af allri strand- lengju landsins: Voxende Kaart over lisland og Fœroerne. Þá fyrst er landinu markað það svipmót, er við þekkjum öll. Þótt strandmælingamar væru merkur áfangi, var enn langt að settu marki, viðun- andi korti af landinu í heild, byggðum þess og óbyggðum. Á sjókortin var aðeins dregin strandlínan og nágrenni hennar, ásamt þeim fjöllum, er séð urðu af sjó og farmenn gátu áttað sig á og haft til leiðbeiningar. Lands- mönnum sjálfum komu þau að minna haldi, hvort sem litið var til almennrar þekkingar á landinu sjálfu eða til annarra nota. Nú vildi svo heppilega til, að á íslandi var maður, sem lokið hafði háskólaprófi í stærðfræði og unnið um skeið að landmælingum. Þessi maður var Bjöm Gunnlaugsson, kennari við latínuskólann á Bessastöðum. Bjöm hóf mælingamar sumarið 1831 og hélt þeim áfram til 1843, að sumrinu 1836 undanskildu. Bókmenntafélagið veitti hon- um fjárstyrk til mælinganna, og 1836 veitti danska stjórnin honum lOOdala viðbót, sem hann hélt uns verkinu lauk. í fyrstu var svo ráð fyrir gert, að hver sýsla yrði mæld sér og gert kort af henni. En þegar til kom þótti ekki fært að ráðast í svo mikið fyrirtæki vegna kostnaðar. Dönskum manni, O.N. Olsen, var falið að sjá um út- gáfuna í Kaupmannahöfn. Hann hafði ver- ið kennari við herskólann og þótti slyngur að fjalla um landmælingar og kortagerð. Hann lagði til, að íslandskortið yrði prentað á fjórum blöðum. Það kom í hans hlut að taka við kortunum frá Birni af hverri sýslu eða landsvæði fyrir sig, skeyta þau saman og minnka. Kortið: Uppdráttur íslands, kom svo út 1848, á titilfeldi stendur raunar 1844. Myndamótið af þeim hluta landsins mun hafa verið gert það ár, þótt bið yrði á prent- un. Miðað við aðstæður er uppdráttur Bjöms frábær og með mestu afrekum, er unnin hafa verið á sviði íslenskrar landa- og náttúrufræði. Þó er honum að vonum ábótavant um margt. Hann átti þess ekki kost að ferðast um allt landið. Þó fór hann um flestar byggðir þess og töluvert um óbyggðir. Byggðimar urðu að ganga fyrir og fullkomið kort öræfanna að bíða betri tíma. Miðhálendið varð því nokkuð útundan, þó fékkst nú í fyrsta sinn sæmilegt yfirlit um hraun og jökla og rennsli fljóta á hálendinu. Strandkortin notaði hann óbreytt svo langt sem þau náðu og mældi engar grunnlínur. Hefði Björn lagt út í nákvæmari mælingar, hefði honum aldrei auðnast að ljúka verk- inu og heppilegra að slaka á kröfunum, þar sem minna reið á nákvæmni. Sums staðar


Kortasafn Háskóla Íslands

Ár
1982
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
28


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Kortasafn Háskóla Íslands
http://baekur.is/bok/39ed6987-8fe4-451a-bbf9-a9e81b7970f0

Tengja á þessa síðu: (14) Blaðsíða 12
http://baekur.is/bok/39ed6987-8fe4-451a-bbf9-a9e81b7970f0/0/14

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.