
(15) Blaðsíða 13
Kortasafn Háskóla íslands
13
varð hann að láta sér nægja risskort kunn-
ugra manna. Þrátt fyrir nokkra vankanta
eru mælingar og uppdráttur Björns vís-
indalegt afrek, einstætt í sinni röð, unnið við
knappasta aðbúnað um fjármagn og jafnvel
tækjakost.
íslandskort Björns Gunnlaugssonar var
undirstaða allra uppdrátta af landinu í
meira en hálfa öld, og hlutverki þess var
ekki lokið fyrr en 1944, þegar búið var að
prenta í Kaupmannahöfn ný kort af landinu
öllu eftir nýjum og fullkomnari mælingum.
Til íslands bárust þau ekki fyrr en með
skipagöngum frá Danmörku 1945, að síðari
heimsstyrjöldinni lokinni.
Ef litið er yfir árin fram til aldamóta,
kemur þó í ljós, að töluvert var unnið og
nokkrum árangri náð. Strandmælingunum
var vart lokið, þegar Lovenorn hóf baráttu
fyrir framhaldi þeirra og auknum sjómæl-
ingum. Honum var ljóst, að áfanginn, sem
náðst hafði var aðeins undirstaða, sem
framtíðin yrði að hlaða ofan á. ítrekaðar
tilraunir hans, að verkinu yrði haldið áfram,
og fjárbeiðnir til framkvæmda hlutu engar
undirtektir, enda andaðist hann um þær
mundir (1826), og málinu var ekki hreyft
næstu árin.
Frakkar sendu fiskiflota sinn ár hvert á
íslandsmið, og fylgdu honum herskip til
aðstoðar. Þegar kanna skyldi fiskileitir, varð
að mæla dýpi og færa þær mælingar til
korta, en í því efni var strandmælingum
Dana harla áfátt, enda orðið að mestu leyti
útundan. Það var nálægt 1840, að Frakkar
hófu sjómælingar við fslandsstrendur og
héldu þeim áfram fram undir 1870. Ekki
urðu þessar mælingar þó samfelldar, heldur
var þeim beint að einstökum flóum, fjörð-
um, höfnum og fiskislóðum. Kort þessi voru
prentuð ýmist sérstök eða felld að hinum
dönsku sjókortum, sem gefin voru út í París í
auknum og endurskoðuðum útgáfum.
Dönskum stjómvöldum leist miður vel á
þessar aðfarir Frakka og hugðu meira búa
undir. Árið 1865 brugðu þeir á það ráð að
senda herskip til íslands til eftirlits og
strandgæslu og vatt svo fram um langan
aldur. Áhafnir herskipanna skyldu vinna að
sjómælingum, ef önnur brýnni skyldustörf
væru ekki fyrir hendi. Mælingar þeirra
sýndu glöggt, að gömlu sjókortin voru
fjarska ónákvæm. Það kom jafnvel fyrir,
eftir að togaraöld hófst, að erlend veiðiskip,
sökuð um landhelgisbrot, hlutu sýknun
vegna skekkju á sjókortum. Árangur af
þessum sjómælingum Dana var nýtt sjó-
kort: Island med omliggende Dybter
(1:1.500.000). Það kom út 1871 og var síðan
gefið út í auknum og leiðréttum útgáfum og
í stærri mælikvarða, eftir því sem mælingum
vatt fram, uns Sjómælingar íslands tóku við
verkinu 1960. Þær hafa síðan haldið því
áfram, bæði mælingum og kortagerð, en
áður höfðu nokkrir Islendingar aðstoðað við
mælingamar.
Um nýjar mælingar á landi var ekkert
hugsað. Kr. Kálund lét gera eftirmyndir af
korti Björns Gunnlaugssonar, skiptu niður í
sýslukort, en ekki er þar um neinar leiðrétt-
ingar að ræða. Þau birtust í Sögustaðalýs-
ingu hans (Bidrag tilen historisk-topografisk
Beskrivelse af Island 1877—1882). Eftir-
myndir af korti Björns fylgja ýmsum ferða-
lýsingum útlendinga, er fóru um landið,
ærið misjafnar að efni og gæðum. Á ein-
staka stað bregður þó fyrir nýjum athugun-
um. Hægt og hægt bárust eftirmyndir af
korti Björns Gunnlaugssonar inn í öll meiri
háttar kortasöfn, sem gerð voru víða um
heim. Helst mætti telja það til nýjunga, að
þeir C.W. Paijkull (1867) og Konrad Keil-
hack (1886) létu birta jarðfræðikort af
landinu, en undirstaða beggja var kort
Björns Gunnlaugssonar.
Árið 1882 hóf ungur náttúrufræðingur,
Þorvaldur Thoroddsen, að rannsaka landið.
Hann ferðaðist um það hér um bil allt á
árunum 1882—1898. Verkefni hans var þó
aðallega að kanna jarðfræði landsins og
ekki síst eldgosaminjar. Brátt urðu honum
ljósar skekkjurnar á uppdrætti Björns, ekki
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Kápa
(28) Kápa
(29) Kvarði
(30) Litaspjald
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Kápa
(28) Kápa
(29) Kvarði
(30) Litaspjald