loading/hleð
(17) Blaðsíða 15 (17) Blaðsíða 15
Kortasafn Háskóla íslands 15 sem föng leyfðu. Samfelld kort af öllu landinu í mælikvarða 1:100.000 voru svo prentuð á árunum 1933—1944. Síðan hefur verið unnið að samfelldri endurskoðun kortanna og þau birt í nýjum og lagfærðum útgáfum eftir aðstæðum. Danir hafa ekki sinnt hér mælingum síðan 1939, og að heimsstyrjöldinni lokinni tóku íslendingar þær í sínar hendur. Útgáfa og prentun var þó enn um sinn í umsjá Land- mælingastofnunarinnar dönsku. Fyrstu árin var unnið að þessu undir stjórn vegamála- stjóra. en 1956 var Landmælingum Islands komið á fót til þess að annast framkvæmd- imar. Árið 1963 afhentu Danir Land- mælingum íslands allan útgáfurétt kort- anna, og síðan hafa þær séð um mælingar og kortagerð. Á stríðsárunum síðari gerðu Bretar eftir- myndir handa hernum af öllum kortum herforingjaráðsins, sem þá voru fyrir hendi. Og eftir að Bandaríkjamenn settust hér að með herafla létu þeir prenta nýja útgáfu Is- landskorta í mælikvarða 1:50.000. Þau eru að verulegu leyti eftirmyndir dönsku kort- anna. ÞegarFerðafélag Islands varstofnað 1927 gaf Daniel Bruun því útgáfurétt að korti sínu. það gerðist þó brátt úrelt, og félagið lét gera nýtt, handhægt ferðakort í mælikvarða 1:750.000. Það hefur komið út í mörgum útgáfum og síðustu útgáfurnar með vega- kort á baki. Gerð þeirra hafa Landmælingar unnið í samráði við Vegagerðina. Ýmis önnur kort hafa verið gefin út síðari árin, sem ekki þykir ástæða að greina frá í þessu yfirliti.


Kortasafn Háskóla Íslands

Ár
1982
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
28


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Kortasafn Háskóla Íslands
http://baekur.is/bok/39ed6987-8fe4-451a-bbf9-a9e81b7970f0

Tengja á þessa síðu: (17) Blaðsíða 15
http://baekur.is/bok/39ed6987-8fe4-451a-bbf9-a9e81b7970f0/0/17

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.