loading/hleð
(18) Blaðsíða 16 (18) Blaðsíða 16
Þorsteinn Scheving Thorsteinsson og kortasafn Háskóla íslands Kortasafn Háskóla Islands er gjöf frá Þorsteini Scheving Thorsteinsson lyfsala. Hann hafði um allmörg ár viðað að sér landabréfum af íslandi og hafsvæðinu kringum landið. Lengi vel safnaði hann líka íslenskum bókum og átti margt fágætra, gamalla bóka, einkum þeirra, er fjalla um ísland, ferðabækur og landlýsingar. Ýmsar þeirra eru fornar og dýrmætar. Safn sitt af landabréfum færði hann Háskólanum að gjöf nokkru eftir síðari heimsstyrjöld og lét fylgja með sumar af dýrmætustu bókunum úr safni sínu. Áður hafði hann fært Háskól- anum fé til sjóðsstofnunar og styrktar nem- endum skólans. Þorsteinn var fæddur á Brjánslæk á Barðaströnd 11. febrúar 1890. Foreldrar hans voru Davíð Scheving Thorsteinsson, þá héraðslæknir, og kona hans, Þórunn Stefánsdóttir Stephensen. í Þorsteini runnu saman fjórar af kunnustu ættum landsins á öndverðri 19. öld: Stephensens, Schevings, Melsteðs og Thorarensens ættir, því að langafi hans í móðurætt var Páll Melsteð amtmaður, en kona hans var Sigríður, dóttir Stefáns Þórarinssonar amtmanns, ættföður Thorarensens ættarinnar. Þegar Þorsteinn hafði aldur til settist hann í Menntaskólann og lauk þaðan fjórða bekkjar prófi, sem í þá tíð nægði til undir- búnings námi í lyfjafræði. Prófi í lyfjafræði lauk hann í Kaupmannahöfn árið 1918. Að því loknu gerðist hann starfsmaður í Reykjavíkur Apóteki, sem þá var til húsa við Thorvaldsensstræti, vestan Austurvallar. Sú lyfjabúð var beinn arftaki hinnar fyrstu hér á landi, er Bjarni Pálsson landlæknir stofn- aði árið 1760. Reykjavíkur Apótek er því langelsta fyrirtæki, sem enn starfar óslitið á íslandi. Lyfjabúðina keypti Þorsteinn árið 1919, en skömmu síðar fluttist það í stór- hýsið á horni Austurstrætis og Pósthús- strætis, sem hann keypti, þegar fyrri eig- endur komust í fjárþrot. Þar rak hann síðan Apótekið til 1962, er hann vegna heilsu- brests varð að láta það af hendi, og nú um þessar mundir er það að komast í eigu Há- skólans. Þorsteinn starfaði mjög að félagsmálum. Hann var einn af stofnendum íslandsdeild- ar Rauða krossins og 1 stjórn hennar frá byrjun til 1961, og formaður var hann frá 1947 og fulltrúi landsins í stjóm Alþjóða Rauða krossins og á þingum hans. Hann kvæntist 1922 Bergþóru Patursson, dóttur Jóhannesar Paturssons kóngsbónda í Kirkjubæ í Færeyjum og forystumanns í þjóðfrelsisbaráttu eyjaskeggja um langt skeið, en móðir hennar var íslensk. Þau eignuðust einn son, en hann andaðist í frumbemsku. Tvö kjörbörn ólu þau upp að öllu leyti: Sverri jarðfræðing og Unni. Þor- steinn eignaðist son áður en hann kvæntist, Bent hagfræðing. Þorsteinn var glæsimenni á velli, glaður og höfðingi í lund, góðsamur, hjálpfús og manna vinsælastur. Um sextugt fór honum að daprast sýn. Þó að allra ráða væri leitað fékkst þar engin varanleg bót á. Kom svo að lokum, að hann varð að selja lyfjabúðina af hendi og hætta öllum umsvifum. Þorsteinn andaðist 23. apríl 1971, eftir margra mánaða þunga legu.


Kortasafn Háskóla Íslands

Ár
1982
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
28


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Kortasafn Háskóla Íslands
http://baekur.is/bok/39ed6987-8fe4-451a-bbf9-a9e81b7970f0

Tengja á þessa síðu: (18) Blaðsíða 16
http://baekur.is/bok/39ed6987-8fe4-451a-bbf9-a9e81b7970f0/0/18

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.