loading/hleð
(23) Blaðsíða 19 (23) Blaðsíða 19
19 gera yður lífið svo bjart og unaðslegt, sem mjer er unt. Jeg hefi nú sagt yður ljóst frá því, sem mjer ligg- ur á hjarta, en ást án endurgjalds er hverjum manni kvöl, og þessvegna bið jeg yður þess, að svara mjer i einlægni: Elskið þjer mig og má jeg gera mjer von um, að mjer megi auðnast heitasta ósk lífs míns: að leiða yður að altarinu? Jeg bíð svars yðar með óþreyju. Kveljið mig ekki með of langri bið — þess bið jeg yður umfram alt. Yðar sannur vinur Svar. (nafnið) Heiðraði herra! Yður getur ekki grunað, livc brjef yðar hefir vald- ið mjer mikillar gleði og sælu. þjer biðjið mig um heilhuga svar, en hvernig á jeg að svara öðru en jái? Já! Af öllu hjarta mínu er jeg yðar, og þrá mín er í samræmi við þrá yðar. Gerið mig sæla, samhugi minn, og komið til mín, svo jeg geti með hönd og munni fullvissað yður um einlæga ást mína. Yðar sanna og trygga vinkona (nafnið) 13. Góða ungfrú! Hver getur komið í nálægð yðar án þess að heill- ast af fegurð yðar og yndisleik? Nú eru liðnir rjett- ir í~> dagar (hjer er hægt að segja: vika, hálfur mán- uður, þrjár vikur eða eitthvað því um líkt, eftir því,


Ástabrjef

Höfundur
Ár
1923
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
40


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Ástabrjef
http://baekur.is/bok/44098f83-a3de-47f1-b3dd-bf398fcffb4d

Tengja á þessa síðu: (23) Blaðsíða 19
http://baekur.is/bok/44098f83-a3de-47f1-b3dd-bf398fcffb4d/0/23

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.