loading/hleð
(22) Blaðsíða 18 (22) Blaðsíða 18
18 gvátendum. Jeg hygg, að þessi orð postulans eigi einkar - vel við hryggð vora að þessu sinni. Með staðföstum hjörtum skulum vjer þá fyrst virða fyr- ir oss, hver hinn framliðni sje, sem hjer er lagður meðal vor. Jað er maðurinn með staðfasta hjartað, það er hann Guðni Hallgrímsson. Jeg Jiarf ekki að minnast á þaö við yður, hvílíkur maður hann var, og hvernig oss reyndist hann i Ijelagi voru; söknuður sá og hryggð, sem hjer býr með ossj er vjer sjáum honum á bak, er vottnr þess, að maðurinn og mannkostir hans vaki yður íminni; og ætíð, þegar jegheyri merkismanns og góðs manns getið, þá mun hann koma mjer í liuga. Sálargáfur hans voru fjörugar, hugsunin stöðug, Ijós og víðsýn, orðfærið stutt, þrekmikiö, gagnyrt og heppið; að hyggindum mun hann liafa átt sjer fáa jafningja meðal ólærðra manna; hann virti lærdóm og vís- indi. En því að eins virðum vjer miklar gáfur, að þeim sje varið vel; því að eins elskum vjer mann- inn, sem hefur þegið þær af guði, að hann fari með þær eins og guðs gjöf. Og sá er heiður hins fram- liðna, að hann matti það, að elska Krist, meira allri þekkingu. Sem kristinn maður elskaði hann og lagði stund á það, sem er sóinasamlegt, afspurnar- gott, dyggðugt, hrósvert, kærleiksfullt og heiðarlegt. Jiannig var hann í köllun sinni: Sem bóndi var liann umliyggjusamur og framsýnn, stjórnsamur og starfsamur; iðjusemi hans var óþreytandi; og hann leit í öllu verki sínu ekki að eins á sitt, heldur og á annara; hann var hjálpsamur og ráðhollur, þá hann var kvaddur til ráðuneytis, og minntist þess ætíð, að „endann skyldi í upphafi skoða“; það var því seni fátt kæmi honum með öllu óvart, eða gjörði hann ráðþrota. Sem hreppstjóri, hverju embætti hann að dugaði með allri árvekni, var hann góðráður, einarð-


Ræður fluttar við útför Guðna Hallgrímssonar sáttanefndarmanns og hreppstjóra.

Höfundur
Ár
1849
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Ræður fluttar við útför Guðna Hallgrímssonar sáttanefndarmanns og hreppstjóra.
http://baekur.is/bok/48223fbe-dc4a-46af-86ed-b833f0dd06ff

Tengja á þessa síðu: (22) Blaðsíða 18
http://baekur.is/bok/48223fbe-dc4a-46af-86ed-b833f0dd06ff/0/22

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.