loading/hleð
(10) Blaðsíða 6 (10) Blaðsíða 6
6 sem þá var nýlega fluttur frá Skálholti til Reykja- víkur. í skóla var Jón einúngis þrjú ár, og var út- skrifaður þaðan með góðum vitnisburði af Gísla rector Thorlacius; er vitnisburður hans dagsettur á alþíngi 13. Juli 1789 og prédikunarleyfl 26. s. m. Meðan Jón Gíslason var í skóla, mun hann ávalt hafa á sumrum haldið til heima hjá fóstra sínum í Hjarðarholti; en eptir að hann var útskrifaður fór hann alfarinn vestur til hans, og tók þá til að stunda bókmenntir, einkum guðfræði; verður það bæði ráðið af bréfum Ólafs prófasts Einarssonar, og einkum af því, að hann hafði jafnaðarlega bækur að láni frá Markúsi stiptprófasti Magnússyni í Görð- um. Enda segir hann sjálfur svo frá, að hann hafi snemma fundið, hvað skólamenntunin, sem þá var kostur á að fá í lleykjavík, hafa verið ónóg, og það hafl verið fyrsta verkið sitt, eptir að hann var kominn úr skóla, að útvega sér með ráði góðra manna hentugar bækur, til að halda því áfram sem byrjað var í skólanum. Árið eptir að Jón Gíslason kom úr skóla gipt- ist hann (4. Octbr. 1790) IJallgerði Magnúsdóttur prests, Einarssonar sýslumanns í Strandasýslu, Magnússonar sýslumanns í Snæfellssýslu. Tók hann þá við búi í Hjarðarholti af fóstra sínum, eða var fyrir því að mestu, þangað til hann að tveimur árum liðnum tók við því algjörlega, þegar sira Sigurður kallaði hann 1792 sér fyrir aðstoðar-


Æfisaga Jóns Gíslasonar

Ár
1860
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
40


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Æfisaga Jóns Gíslasonar
http://baekur.is/bok/4bc27a27-6832-42df-bcb5-fbb0c832f5ac

Tengja á þessa síðu: (10) Blaðsíða 6
http://baekur.is/bok/4bc27a27-6832-42df-bcb5-fbb0c832f5ac/0/10

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.