loading/hleð
(11) Blaðsíða 7 (11) Blaðsíða 7
7 prest, og arfleiddi hann og annað fósturbarn sitt — því hann var barnlaus — að öllum sínum fjár- munum kvikum og dauðum, með þeim skilmála, að þau sameiginlega stæði straum af sér og konu sinni meðan þau lifði. Sýndi sira Sigurður í þessu sem öðru, að hann vildi með öllu móti efla fóst- urson sinn, og láta honum allt í té, sem í hans valdi stóð. Hann var búinn að ala Jón Gíslason upp sem eigið barn sitt, kosta hann til menníngar í skóla, og eptirlét honum nú þriðjúng brauðsins, og alla heimajörðina til leigulausrar ábúðar, eins- og sést af köllunarbréfi hans dags. 2. Juli 1792. Yar því Jón Gíslason vígður um haustið af biskupi Dr. Hannesi Finnssyni 24. dag Septemberm. sama árið. Hefir biskup gefið honum í vígslubréfinu mikið góðan vitnisburð fyrir lærdóms framfarir; tók biskup einkum fram með lofi ræðu þá er hon- um var fyrirsett að halda út af l.Cor. 15, 10. J>ó nú liti svo út, sem sira Sigurður væri búinn að fá vilja sinn fram á fóstursyni sínum, má samt sjá það af gömlum bréfum, að honurn hefir komið til hugar, að afsala sér brauðinu sama árið, og treyst því, að fóstursonur sinn mundi öðlast það, ef til vildi, fyrir tilstilli Dr. Hannesar biskups. J>etta drógst samt í tvö ár, þángað til 2. Juli 1794, þá afsalaði hann sér stað og kirkju, en áskiidi sér þriðjúng brauðsins föstu inntekta, og varð þá sira Jón Gíslason svo heppinn að öðlast veitíngu fyrir


Æfisaga Jóns Gíslasonar

Ár
1860
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
40


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Æfisaga Jóns Gíslasonar
http://baekur.is/bok/4bc27a27-6832-42df-bcb5-fbb0c832f5ac

Tengja á þessa síðu: (11) Blaðsíða 7
http://baekur.is/bok/4bc27a27-6832-42df-bcb5-fbb0c832f5ac/0/11

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.