loading/hleð
(13) Blaðsíða 9 (13) Blaðsíða 9
9 Jóni vel á allan hátt, og mun hafa unað þar vel hag sínum, enda var hann þá á fegursta aldurs- skeiði; en þó mátti hann líða þar þá raun, að missa konu sína Hallgerði á bezta aldri eptir tæpa sex ára samhúð; því hún dó af barnsförum nóttina milli hins 10. og 11. Julimán. 1798, 37 ára aí> aldri. Yar sira Jóni þessi missir því tilflnuanlegri, sem hann mátti þar sjá á bak einhverri hinni gáfuðustu og framtakssömustu konu, því í búsumsýslu og fram- takssemi mun hún hafa átt fáa sína líka. J>au höfðu átt saman fjögur börn, það var: 1) Guðrún, fædd 5. Juli 1791, giptist hún Jóni bónda þórðarsyni prests frá Hvammi í Norð- urárdal, og áttu þau saman þrjár dætur: Helgu, Guðbjörgu og Guðrúnu. 2) Helga, fædd 15. Octobr. 1792; hún átti Sig- urð bónda þorbjörnsson frá Lundum í Borgar- Qrði; þau áttu nokkur börn, sem dóu á únga aldri, nema Sigurðr bóndi í Sælíngsdalstúngu. llún dó hjá bróður sínum í Hvammi ekkja 7. Aprilmán. 1852. 3) jþorleifur, fæddur 8. Novemberm. 1794. Hann vígðist árið 1819 4. Juli, og varö aðstoðar- prestur föður síns, en síðan, árið 1822, að- stoðarmaður hans í prófasts embættinu, og er nú prófastur í Dalasýslu og prestur í Hvamms prestakalli. Hann giptist árib 1824 þorbjörgu Hálfdanardóttur prests, Oddssonar


Æfisaga Jóns Gíslasonar

Ár
1860
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
40


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Æfisaga Jóns Gíslasonar
http://baekur.is/bok/4bc27a27-6832-42df-bcb5-fbb0c832f5ac

Tengja á þessa síðu: (13) Blaðsíða 9
http://baekur.is/bok/4bc27a27-6832-42df-bcb5-fbb0c832f5ac/0/13

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.